Kæru Íslendingar, verndið villta laxastofna Kurt Beardslee skrifar 25. apríl 2018 07:00 Íslendingar, ekki gera sömu alvarlegu mistök og hafa verið gerð í öðrum löndum þar sem umfangsmikið sjókvíaeldi hefur verið heimilað með miklum skaða fyrir náttúruna. Setjið ströng lög um þessa starfsemi áður en það er of seint. Ég er framkvæmdastjóri Wild Fish Conservancy (WFC), umhverfisverndarsamtaka sem berjast fyrir endurheimt villtra fiskistofna við norðurhluta Kyrrahafsstrandar Bandaríkjanna. Í ágúst í fyrra fengum við upplýsingar um að sjókví með Atlantshafslaxi hefði fallið saman skammt frá Seattle. Við héldum að þetta væru ýkjur. En svo var ekki. Myndefni frá þessum atburði kemur mér enn í uppnám. Samankrumpuð sjókvíin flaut í sjónum eins og blað sem einhver hafði hent frá sér. Í kringum 300.000 fiskar sluppu út úr kvínni þessa örlagaríku helgi, fiskur sem er framandi tegund í hafinu okkar í Washingtonríki. Seinna komumst við að því að mikill meirihluti þessara fiska, mögulega allir, báru veirusýkingu sem heitir Piscine Orthoreovirus og er bráðsmitandi og hættuleg villtum fiskistofnum. Eigandi sjókvíarinnar, Cooke Aquaculture sem rekur allt sjókvíaeldi í ríkinu, sagði í fyrstu að óvenjulegar náttúrulegar aðstæður hefðu valdið því að sjókvíin brast. Stjórnvöld leiddu þó hið rétta í ljós. Fyrirtækið hafði einfaldlega trassað að sinna eðlilegu viðhaldi. Því miður eru atburðir sem þessi ekki óvenjulegir hjá laxeldisfyrirtækjum í sjókvíaeldi. Svona óhöpp eru hluti af rekstrarumhverfi þeirra um allan heim. Þá miklu sorgarsögu má skoða með einfaldri Google leit. Jafnvel daglegur rekstur á sjókvíum, án stórra óhappa, hefur í för með sér áhættu sem er óásættanleg. Vísindarannsóknir sýna að mengunin frá þeim er skelfileg og magnar upp fjölda sníkjudýra og baktería í sjónum með miklum skaða fyrir lífríkið. Óhjákvæmilega sleppa fiskar líka í litlum mæli, sem er aldrei tilkynnt. Stöðugur þannig lítill leki er sjálfsagt enn hættulegri fyrir umhverfið en þegar stóru slysin verða. Í kjölfar þess að sjókví Cooke féll saman í fyrra ákváðu íbúar í Washingtonríki að nú væri nóg komið. Almenningur fordæmdi þessa starfsemi með kröftugum hætti. Við hjá WFC erum stolt af því að hafa leitt þá baráttu. Við settum á laggirnar breiðfylkingu undir nafninu Our Sound, Our Salmon, þar sem í eru 109 fyrirtæki og samtök, og 12.000 einstaklingar sem hafa tekið höndum saman um að berjast gegn sjókvíum og fyrir því að allt eldi verði fært upp á land. Stjórnmálamennirnir hlustuðu sem betur fer á okkur og settu lög sem tryggja að allar sjókvíar með Atlantshafslaxi verða horfnar frá Washingtonríki ekki seinna en 2022. Aldrei í sögunni hefur jafn mörgum sjókvíaeldisstöðvum verið gert að loka. Kæru Íslendingar, ráð mitt til ykkar er þetta: ekki láta það sem gerðist hér gerast á Íslandi. Verndið umhverfi ykkar og villta fiskistofna. Þrátt fyrir fögur loforð mun sjókvíaeldi aðeins valda skaða.Höfundur er framkvæmdastjóri bandarísku umhverfissamtakanna Wild Fish Conservancy Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Íslendingar, ekki gera sömu alvarlegu mistök og hafa verið gerð í öðrum löndum þar sem umfangsmikið sjókvíaeldi hefur verið heimilað með miklum skaða fyrir náttúruna. Setjið ströng lög um þessa starfsemi áður en það er of seint. Ég er framkvæmdastjóri Wild Fish Conservancy (WFC), umhverfisverndarsamtaka sem berjast fyrir endurheimt villtra fiskistofna við norðurhluta Kyrrahafsstrandar Bandaríkjanna. Í ágúst í fyrra fengum við upplýsingar um að sjókví með Atlantshafslaxi hefði fallið saman skammt frá Seattle. Við héldum að þetta væru ýkjur. En svo var ekki. Myndefni frá þessum atburði kemur mér enn í uppnám. Samankrumpuð sjókvíin flaut í sjónum eins og blað sem einhver hafði hent frá sér. Í kringum 300.000 fiskar sluppu út úr kvínni þessa örlagaríku helgi, fiskur sem er framandi tegund í hafinu okkar í Washingtonríki. Seinna komumst við að því að mikill meirihluti þessara fiska, mögulega allir, báru veirusýkingu sem heitir Piscine Orthoreovirus og er bráðsmitandi og hættuleg villtum fiskistofnum. Eigandi sjókvíarinnar, Cooke Aquaculture sem rekur allt sjókvíaeldi í ríkinu, sagði í fyrstu að óvenjulegar náttúrulegar aðstæður hefðu valdið því að sjókvíin brast. Stjórnvöld leiddu þó hið rétta í ljós. Fyrirtækið hafði einfaldlega trassað að sinna eðlilegu viðhaldi. Því miður eru atburðir sem þessi ekki óvenjulegir hjá laxeldisfyrirtækjum í sjókvíaeldi. Svona óhöpp eru hluti af rekstrarumhverfi þeirra um allan heim. Þá miklu sorgarsögu má skoða með einfaldri Google leit. Jafnvel daglegur rekstur á sjókvíum, án stórra óhappa, hefur í för með sér áhættu sem er óásættanleg. Vísindarannsóknir sýna að mengunin frá þeim er skelfileg og magnar upp fjölda sníkjudýra og baktería í sjónum með miklum skaða fyrir lífríkið. Óhjákvæmilega sleppa fiskar líka í litlum mæli, sem er aldrei tilkynnt. Stöðugur þannig lítill leki er sjálfsagt enn hættulegri fyrir umhverfið en þegar stóru slysin verða. Í kjölfar þess að sjókví Cooke féll saman í fyrra ákváðu íbúar í Washingtonríki að nú væri nóg komið. Almenningur fordæmdi þessa starfsemi með kröftugum hætti. Við hjá WFC erum stolt af því að hafa leitt þá baráttu. Við settum á laggirnar breiðfylkingu undir nafninu Our Sound, Our Salmon, þar sem í eru 109 fyrirtæki og samtök, og 12.000 einstaklingar sem hafa tekið höndum saman um að berjast gegn sjókvíum og fyrir því að allt eldi verði fært upp á land. Stjórnmálamennirnir hlustuðu sem betur fer á okkur og settu lög sem tryggja að allar sjókvíar með Atlantshafslaxi verða horfnar frá Washingtonríki ekki seinna en 2022. Aldrei í sögunni hefur jafn mörgum sjókvíaeldisstöðvum verið gert að loka. Kæru Íslendingar, ráð mitt til ykkar er þetta: ekki láta það sem gerðist hér gerast á Íslandi. Verndið umhverfi ykkar og villta fiskistofna. Þrátt fyrir fögur loforð mun sjókvíaeldi aðeins valda skaða.Höfundur er framkvæmdastjóri bandarísku umhverfissamtakanna Wild Fish Conservancy
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar