Faraldur Magnús Guðmundsson skrifar 25. apríl 2018 10:00 Ef ein af hverjum þremur íslenskum konum þyrfti að þola sama kvalafulla sjúkdóminn einhvern tímann á ævinni, margar ítrekað með ófyrirsjáanlegum og jafnvel banvænum afleiðingum, væri samfélagið fyrir löngu búið að taka höndum saman um að uppræta þennan sjúkdóm. Taka höndum saman og leggja allt í sölurnar óháð kostnaði og vandkvæðum þar til óvætturinn væri upprættur með öllu. Eða er það ekki? Svarið er því miður nei. Í vikunni steig fram hópur kvenna á Facebook, undir merkjum #metoo-byltingarinnar, sem á það sameiginlegt að hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu einhvers nákomins. Í tilkynningu frá hópnum kemur fram að ein af hverjum þremur konum verður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Þannig er ein af hverjum þremur konum ekki fórnarlamb sama sjúkdómsins heldur eins og sama sjúkleikans í fjölda karlmanna. Afleiðingarnar eru stórfelld skerðing á heilsu, lífsgæðum og jafnvel lífi og limum fjölmargra kvenna og barna þeirra. Þessu verður að linna. Allt frá síðastliðnu sumri höfum við fylgst með róttækri femínískri byltingu undir myllumerkjunum #höfumhátt og #metoo. Byltingu sem hverri sómakærri manneskju ber að fagna og kynda undir vegna þess að hún er til góðs fyrir okkur öll. Markmið hennar er ekki og hefur aldrei verið að skipta um ríkisstjórnir eða hlutast til um stjórnmál heldur breyta innviðum samfélagsins til betri vegar. En það breytir því ekki að til þess að svo megi verða þá þurfa ríkjandi stjórnvöld hverju sinni að grípa til róttækra aðgerða. Úttektir, stýrihópar og langtímaaðgerðaáætlanir eru einfaldlega ekki nóg. Það þarf að grípa til aðgerða innan réttargæslukerfisins alls, koma hverju einasta fórnarlambi og aðstandendum til stuðnings og margfalda fræðslu innan hvers einasta skóla og vinnustaðar. Markmiðið með þessum orðum er ekki að gera lítið úr því sem þegar er gert eða stendur til að gera, heldur einfaldlega að benda á þá staðreynd að það er ekki nóg. Ofbeldi karlmanna á hendur konum er sjúkleiki sem fer eins og faraldur um samfélagið með skelfilegum afleiðingum fyrir stóran hluta þjóðarinnar og við verðum að gera þá kröfu til ráðamanna að viðbrögðin séu í samræmi við það. Að ekkert sé til sparað til þess að uppræta þessa óáran með öllum ráðum og í þeim aðgerðum þurfum við að hafa í huga að þetta er alvarlegur heilbrigðisvandi sem er framkallaður af gerendum. Af karlmönnum sem beita konur ofbeldi. Karlmenn sem beita konur ofbeldi eru ömurleg lítilmenni og rót vandans. Þeir eru vírusinn sem þarf að uppræta og það verður ekki gert með þeim vettlingatökum sem löngum hafa einkennt málaflokkinn. Til þess hljótum við að þurfa að horfa til hertra refsiheimilda og ekki síður lögbundinnar fræðslu fyrir þessa einstaklinga með það að markmiði að þeir geri sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og snúi lífi sínu til betri vegar. Slíkar aðgerðir þola enga bið því hér geisar faraldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Ef ein af hverjum þremur íslenskum konum þyrfti að þola sama kvalafulla sjúkdóminn einhvern tímann á ævinni, margar ítrekað með ófyrirsjáanlegum og jafnvel banvænum afleiðingum, væri samfélagið fyrir löngu búið að taka höndum saman um að uppræta þennan sjúkdóm. Taka höndum saman og leggja allt í sölurnar óháð kostnaði og vandkvæðum þar til óvætturinn væri upprættur með öllu. Eða er það ekki? Svarið er því miður nei. Í vikunni steig fram hópur kvenna á Facebook, undir merkjum #metoo-byltingarinnar, sem á það sameiginlegt að hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu einhvers nákomins. Í tilkynningu frá hópnum kemur fram að ein af hverjum þremur konum verður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Þannig er ein af hverjum þremur konum ekki fórnarlamb sama sjúkdómsins heldur eins og sama sjúkleikans í fjölda karlmanna. Afleiðingarnar eru stórfelld skerðing á heilsu, lífsgæðum og jafnvel lífi og limum fjölmargra kvenna og barna þeirra. Þessu verður að linna. Allt frá síðastliðnu sumri höfum við fylgst með róttækri femínískri byltingu undir myllumerkjunum #höfumhátt og #metoo. Byltingu sem hverri sómakærri manneskju ber að fagna og kynda undir vegna þess að hún er til góðs fyrir okkur öll. Markmið hennar er ekki og hefur aldrei verið að skipta um ríkisstjórnir eða hlutast til um stjórnmál heldur breyta innviðum samfélagsins til betri vegar. En það breytir því ekki að til þess að svo megi verða þá þurfa ríkjandi stjórnvöld hverju sinni að grípa til róttækra aðgerða. Úttektir, stýrihópar og langtímaaðgerðaáætlanir eru einfaldlega ekki nóg. Það þarf að grípa til aðgerða innan réttargæslukerfisins alls, koma hverju einasta fórnarlambi og aðstandendum til stuðnings og margfalda fræðslu innan hvers einasta skóla og vinnustaðar. Markmiðið með þessum orðum er ekki að gera lítið úr því sem þegar er gert eða stendur til að gera, heldur einfaldlega að benda á þá staðreynd að það er ekki nóg. Ofbeldi karlmanna á hendur konum er sjúkleiki sem fer eins og faraldur um samfélagið með skelfilegum afleiðingum fyrir stóran hluta þjóðarinnar og við verðum að gera þá kröfu til ráðamanna að viðbrögðin séu í samræmi við það. Að ekkert sé til sparað til þess að uppræta þessa óáran með öllum ráðum og í þeim aðgerðum þurfum við að hafa í huga að þetta er alvarlegur heilbrigðisvandi sem er framkallaður af gerendum. Af karlmönnum sem beita konur ofbeldi. Karlmenn sem beita konur ofbeldi eru ömurleg lítilmenni og rót vandans. Þeir eru vírusinn sem þarf að uppræta og það verður ekki gert með þeim vettlingatökum sem löngum hafa einkennt málaflokkinn. Til þess hljótum við að þurfa að horfa til hertra refsiheimilda og ekki síður lögbundinnar fræðslu fyrir þessa einstaklinga með það að markmiði að þeir geri sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og snúi lífi sínu til betri vegar. Slíkar aðgerðir þola enga bið því hér geisar faraldur.
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun