Treyst á 13 ára hagvaxtarskeið Óttar Snædal skrifar 25. apríl 2018 07:00 Fyrsta fjármálaáætlun sitjandi ríkisstjórnar liggur nú fyrir Alþingi. Tónninn var sleginn fyrr á árinu þegar fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var lögð fram og er áætlunin í grunninn nánari útfærsla á stefnu stjórnvalda í opinberum fjármálum á komandi árum. Þó margt jákvætt megi draga úr báðum þessum stefnumarkandi plöggum þá fyllist brjóst manns sárum trega leiti hugurinn til þeirrar skammsýni sem einkennir heildarstefnuna. Það ætti ekki að koma á óvart að stjórnmálamenn hafi tilhneigingu til að takmarka hve langt þeir horfa fram á veginn. Slíkt er eðli starfsins. Frumforsenda framlagðrar áætlunar virðist sú að þessi uppsveifla muni ólíkt öðrum seint taka enda. Frá stríðslokum hafa hagvaxtarskeið að meðaltali verið um fjögur ár á Íslandi en nú eiga sex ár af samfelldum hagvexti að bætast við þau sjö sem þegar eru liðin. Það mun seint teljast ábyrg stefna að treysta á eina lengstu efnahagsuppsveiflu Íslandssögunnar en um leið stefna að því að skila svo takmörkuðum afgangi. Munum við Íslendingar naga okkur í handarbökin fari svo að uppsveiflan fylli ekki þrettán ár og nauðsynlegt verði að ráðast í mikinn niðurskurð eða skattahækkanir í næstu niðursveiflu þrátt fyrir met í skattheimtu árin á undan. Hin rétta forgangsröðun þegar vel árar er að búa í haginn. Vissulega er ástæða til að hrósa stjórnvöldum fyrir frábæran árangur við að lækka skuldir á undanförnum árum. Skuldalækkunin er hreint lygileg en áætlað er að í lok þessa árs hafi skuldir hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu meira en helmingast frá árinu 2010. Því fer þó fjarri að við séum komin fyrir vind. Vaxtakostnaður er enn baggi á opinberum rekstri og jafnvel þó fjármálaáætlunin gangi eftir að öllu leyti þá verða skuldir enn, í lok 13 ára hagvaxtarskeiðs, hærra hlutfall landsframleiðslu en þær voru árið 2007. Ástæða lítils afgangs af opinberum rekstri er sannarlega ekki tekjuskortur. Í kjölfar efnahagshrunsins síðasta voru skattar hækkaðir markvert á bæði fólk og fyrirtæki og voru það auknar skatttekjur frekar en niðurskurður sem brúuðu fjárlagagatið. Þó mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan þá standa skattahækkanirnar enn að mestu óhreyfðar. Aukin efnahagsumsvif við hærri skattprósentur hafa skilað því að skattheimta er nú meiri en nokkru sinni fyrr. Þegar er farið að hægja á hagvexti en þrátt fyrir það eru tekjur hins opinbera enn gríðarlegar bæði í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. Það er ekki að sjá að það trufli stjórnvöld eða aðra þingmenn mikið að Ísland sé orðið háskattaríki. Það virðist nefnilega ágætis samhljómur um það þvert á flokka að árangur sé best mældur í útgjöldum. Virðist mestu skipta að útgjöldin aukist sem mest og til sem flestra málaflokka. Er það skrýtin stefna miðað við núverandi stöðu. Þó bæði sé leiðrétt fyrir mannfjölda og verðlagsbreytingum þá eru opinber útgjöld nú orðin meiri en þau hafa nokkru sinni verið og er Ísland í hópi þeirra þróuðu ríkja þar sem umsvif hins opinbera eru mest. Auðvitað skortir alltaf fé til þarfra verka en það er hlutverk stjórnmálanna að forgangsraða við útdeilingu þess fjár sem við treystum þeim fyrir og eins að fylgja því eftir að opinbert fé sé vel nýtt. Það gefur augaleið miðað við stærð útgjaldarammans að standi vilji til að auka framlög til vissra málaflokka þá má draga úr framlögum til annarra. Fjármálaáætlunin er sem betur fer engin lokaafurð núverandi ríkisstjórnar. Hin eiginlega stefna mun birtast í fjárlögum og annarri lagasetningu á komandi árum. Að mörgu leyti stendur hið opinbera vel og verður ekki deilt um árangur síðustu ára. Opinber rekstur hvílir þó ávallt á almenningi þessa lands og þeirri verðmætasköpun sem til verður í samfélaginu. Er því ábyrgðarhluti að gæta ekki varfærni í opinberum rekstri. Safna ber forða þegar vel árar því það er eitt að spenna bogann í eigin bókhaldi en bara ljótt að gera það með fé skattborgara.Höfundur er hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta fjármálaáætlun sitjandi ríkisstjórnar liggur nú fyrir Alþingi. Tónninn var sleginn fyrr á árinu þegar fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var lögð fram og er áætlunin í grunninn nánari útfærsla á stefnu stjórnvalda í opinberum fjármálum á komandi árum. Þó margt jákvætt megi draga úr báðum þessum stefnumarkandi plöggum þá fyllist brjóst manns sárum trega leiti hugurinn til þeirrar skammsýni sem einkennir heildarstefnuna. Það ætti ekki að koma á óvart að stjórnmálamenn hafi tilhneigingu til að takmarka hve langt þeir horfa fram á veginn. Slíkt er eðli starfsins. Frumforsenda framlagðrar áætlunar virðist sú að þessi uppsveifla muni ólíkt öðrum seint taka enda. Frá stríðslokum hafa hagvaxtarskeið að meðaltali verið um fjögur ár á Íslandi en nú eiga sex ár af samfelldum hagvexti að bætast við þau sjö sem þegar eru liðin. Það mun seint teljast ábyrg stefna að treysta á eina lengstu efnahagsuppsveiflu Íslandssögunnar en um leið stefna að því að skila svo takmörkuðum afgangi. Munum við Íslendingar naga okkur í handarbökin fari svo að uppsveiflan fylli ekki þrettán ár og nauðsynlegt verði að ráðast í mikinn niðurskurð eða skattahækkanir í næstu niðursveiflu þrátt fyrir met í skattheimtu árin á undan. Hin rétta forgangsröðun þegar vel árar er að búa í haginn. Vissulega er ástæða til að hrósa stjórnvöldum fyrir frábæran árangur við að lækka skuldir á undanförnum árum. Skuldalækkunin er hreint lygileg en áætlað er að í lok þessa árs hafi skuldir hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu meira en helmingast frá árinu 2010. Því fer þó fjarri að við séum komin fyrir vind. Vaxtakostnaður er enn baggi á opinberum rekstri og jafnvel þó fjármálaáætlunin gangi eftir að öllu leyti þá verða skuldir enn, í lok 13 ára hagvaxtarskeiðs, hærra hlutfall landsframleiðslu en þær voru árið 2007. Ástæða lítils afgangs af opinberum rekstri er sannarlega ekki tekjuskortur. Í kjölfar efnahagshrunsins síðasta voru skattar hækkaðir markvert á bæði fólk og fyrirtæki og voru það auknar skatttekjur frekar en niðurskurður sem brúuðu fjárlagagatið. Þó mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan þá standa skattahækkanirnar enn að mestu óhreyfðar. Aukin efnahagsumsvif við hærri skattprósentur hafa skilað því að skattheimta er nú meiri en nokkru sinni fyrr. Þegar er farið að hægja á hagvexti en þrátt fyrir það eru tekjur hins opinbera enn gríðarlegar bæði í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. Það er ekki að sjá að það trufli stjórnvöld eða aðra þingmenn mikið að Ísland sé orðið háskattaríki. Það virðist nefnilega ágætis samhljómur um það þvert á flokka að árangur sé best mældur í útgjöldum. Virðist mestu skipta að útgjöldin aukist sem mest og til sem flestra málaflokka. Er það skrýtin stefna miðað við núverandi stöðu. Þó bæði sé leiðrétt fyrir mannfjölda og verðlagsbreytingum þá eru opinber útgjöld nú orðin meiri en þau hafa nokkru sinni verið og er Ísland í hópi þeirra þróuðu ríkja þar sem umsvif hins opinbera eru mest. Auðvitað skortir alltaf fé til þarfra verka en það er hlutverk stjórnmálanna að forgangsraða við útdeilingu þess fjár sem við treystum þeim fyrir og eins að fylgja því eftir að opinbert fé sé vel nýtt. Það gefur augaleið miðað við stærð útgjaldarammans að standi vilji til að auka framlög til vissra málaflokka þá má draga úr framlögum til annarra. Fjármálaáætlunin er sem betur fer engin lokaafurð núverandi ríkisstjórnar. Hin eiginlega stefna mun birtast í fjárlögum og annarri lagasetningu á komandi árum. Að mörgu leyti stendur hið opinbera vel og verður ekki deilt um árangur síðustu ára. Opinber rekstur hvílir þó ávallt á almenningi þessa lands og þeirri verðmætasköpun sem til verður í samfélaginu. Er því ábyrgðarhluti að gæta ekki varfærni í opinberum rekstri. Safna ber forða þegar vel árar því það er eitt að spenna bogann í eigin bókhaldi en bara ljótt að gera það með fé skattborgara.Höfundur er hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar