Fyrir Heimaey sækir stuðning til kvenna Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. apríl 2018 06:00 Herjólfur í þann mund að koma í höfn í Heimaey. Vísir/Vilhelm „Þetta eru góðar vísbendingar. En það er langt í kosningar og þetta er gott veganesti inn í það,“ segir Íris Róbertsdóttir, oddviti hins nýja framboðs Fyrir Heimaey, um niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu og birt var í gær. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn rúm 41 prósent, Fyrir Heimaey fengi tæp 32 prósent og Eyjalistinn rúm 25 prósent. Niðurstöðurnar komu Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmanneyja, ekki á óvart. „Þær eru nokkuð í takt við það sem við bjuggumst við.„Við vissum að Sjálfstæðisflokkurinn er á leið í erfiðustu kosningar í áratugi.“ Mun meiri stuðningur er meðal kvenna við Fyrir Heimaey en meðal karla. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segjast tæplega 42 prósent kvenna ætla að kjósa Fyrir Heimaey en einungis rétt tæplega 25 prósent karla. Aftur á móti segjast 47 prósent karla ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en einungis rétt rúmlega 33 prósent kvenna.Mikil breyting ef af verður Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær sýnir nýja skoðanakönnunin að Fyrir Heimaey myndi fá tvo fulltrúa kjörna af sjö, ef kosið yrði nú. Með því næðu þrír flokkar kjöri í bæjarstjórn Vestmannaeyja í stað tveggja áður. Eyjalistinn myndi fá tvo menn en Sjálfstæðisflokkurinn þrjá. Það er talsvert breytt niðurstaða frá kosningum 2014, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm fulltrúa kjörna, en Eyjalistinn tvo.Íris Róbertsdóttir.Mynd/Tryggvi MárFyrir Heimaey leggur áherslu á aukið beint lýðræði við stjórn sveitarfélagsins. Fólk eigi að geta haft áhrif oftar en á fjögurra ára fresti. „Okkur finnst að fólk eigi að geta komið að ákvarðanatöku á milli kosninga í málum sem varða okkur miklu,“ segir Íris. Hún segir bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey líka vera stofnað á grundvelli þess að fólk hafi meira val en áður var. „Það hafa verið tveir listar en núna eru þeir þrír. Þetta er fullt af flottu fólki og meira val,“ segir Íris. Sem dæmi um mál sem mætti greiða atkvæði um í beinni atkvæðagreiðslu er sú ákvörðun bæjaryfirvalda að ganga til samningaviðræðna við ríkið um að bærinn taki við rekstri Herjólfs. „Þetta er stór ákvörðun og mér finnst að íbúarnir sjálfir eigi að fá að ákveða hvort þeir vilji bera ábyrgð á þessu sjálfir. Mér finnst þetta dæmi um slíkt mál.“ Sjá einnig: D-listinn tapar meirihlutanum í Eyjum Varðandi rekstur Herjólfs segir Elliði að 4-500 íbúar hefðu samþykkt það á íbúafundi að falast eftir rekstri Herjólfs. „Ég hef aldrei heyrt að bera þurfi ákvörðun íbúafundar undir íbúakosningu. Mér finnst þetta vera billeg leið hjá framboðinu Fyrir Heimaey að mæta þeim veruleika að á þeim lista sitja fjölmargir sem tengjast núverandi rekstraraðila.“ Miðað við niðurstöður könnunarinnar gæti nýja framboðið verið í oddastöðu eftir kosningar, unnið með Eyjalistanum og bundið þannig enda á tólf ára samfellda stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Eða starfað með Sjálfstæðisflokknum. Íris, sem er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, svarar því ekki skýrt hvernig meirihluta hún vill mynda að loknum kosningum. „Við viljum bara ná fram þessum breytingum og ég myndi vilja mynda meirihluta með þeim sem væri tilbúinn í að koma með okkur í það,“ segir Íris. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir D-listinn tapar meirihlutanum í Eyjum Sjálfstæðisflokkurinn myndi missa meirihlutann í Vestmannaeyjum ef kosið yrði nú. Ný könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert sýnir að bæjarstjórinn næði ekki kjöri. 24. apríl 2018 05:30 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
„Þetta eru góðar vísbendingar. En það er langt í kosningar og þetta er gott veganesti inn í það,“ segir Íris Róbertsdóttir, oddviti hins nýja framboðs Fyrir Heimaey, um niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu og birt var í gær. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn rúm 41 prósent, Fyrir Heimaey fengi tæp 32 prósent og Eyjalistinn rúm 25 prósent. Niðurstöðurnar komu Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmanneyja, ekki á óvart. „Þær eru nokkuð í takt við það sem við bjuggumst við.„Við vissum að Sjálfstæðisflokkurinn er á leið í erfiðustu kosningar í áratugi.“ Mun meiri stuðningur er meðal kvenna við Fyrir Heimaey en meðal karla. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segjast tæplega 42 prósent kvenna ætla að kjósa Fyrir Heimaey en einungis rétt tæplega 25 prósent karla. Aftur á móti segjast 47 prósent karla ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en einungis rétt rúmlega 33 prósent kvenna.Mikil breyting ef af verður Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær sýnir nýja skoðanakönnunin að Fyrir Heimaey myndi fá tvo fulltrúa kjörna af sjö, ef kosið yrði nú. Með því næðu þrír flokkar kjöri í bæjarstjórn Vestmannaeyja í stað tveggja áður. Eyjalistinn myndi fá tvo menn en Sjálfstæðisflokkurinn þrjá. Það er talsvert breytt niðurstaða frá kosningum 2014, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm fulltrúa kjörna, en Eyjalistinn tvo.Íris Róbertsdóttir.Mynd/Tryggvi MárFyrir Heimaey leggur áherslu á aukið beint lýðræði við stjórn sveitarfélagsins. Fólk eigi að geta haft áhrif oftar en á fjögurra ára fresti. „Okkur finnst að fólk eigi að geta komið að ákvarðanatöku á milli kosninga í málum sem varða okkur miklu,“ segir Íris. Hún segir bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey líka vera stofnað á grundvelli þess að fólk hafi meira val en áður var. „Það hafa verið tveir listar en núna eru þeir þrír. Þetta er fullt af flottu fólki og meira val,“ segir Íris. Sem dæmi um mál sem mætti greiða atkvæði um í beinni atkvæðagreiðslu er sú ákvörðun bæjaryfirvalda að ganga til samningaviðræðna við ríkið um að bærinn taki við rekstri Herjólfs. „Þetta er stór ákvörðun og mér finnst að íbúarnir sjálfir eigi að fá að ákveða hvort þeir vilji bera ábyrgð á þessu sjálfir. Mér finnst þetta dæmi um slíkt mál.“ Sjá einnig: D-listinn tapar meirihlutanum í Eyjum Varðandi rekstur Herjólfs segir Elliði að 4-500 íbúar hefðu samþykkt það á íbúafundi að falast eftir rekstri Herjólfs. „Ég hef aldrei heyrt að bera þurfi ákvörðun íbúafundar undir íbúakosningu. Mér finnst þetta vera billeg leið hjá framboðinu Fyrir Heimaey að mæta þeim veruleika að á þeim lista sitja fjölmargir sem tengjast núverandi rekstraraðila.“ Miðað við niðurstöður könnunarinnar gæti nýja framboðið verið í oddastöðu eftir kosningar, unnið með Eyjalistanum og bundið þannig enda á tólf ára samfellda stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Eða starfað með Sjálfstæðisflokknum. Íris, sem er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, svarar því ekki skýrt hvernig meirihluta hún vill mynda að loknum kosningum. „Við viljum bara ná fram þessum breytingum og ég myndi vilja mynda meirihluta með þeim sem væri tilbúinn í að koma með okkur í það,“ segir Íris.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir D-listinn tapar meirihlutanum í Eyjum Sjálfstæðisflokkurinn myndi missa meirihlutann í Vestmannaeyjum ef kosið yrði nú. Ný könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert sýnir að bæjarstjórinn næði ekki kjöri. 24. apríl 2018 05:30 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
D-listinn tapar meirihlutanum í Eyjum Sjálfstæðisflokkurinn myndi missa meirihlutann í Vestmannaeyjum ef kosið yrði nú. Ný könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert sýnir að bæjarstjórinn næði ekki kjöri. 24. apríl 2018 05:30