Miðflokkurinn og VG hnífjöfn í nýrri könnun Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. apríl 2018 06:00 Líf Magneudóttir leiðir lista VG og Vigdís Hauksdóttir fer fyrir Miðflokknum. Vísir Sjálfstæðisflokkurinn mælist með ríflega 30 prósent fylgi í nýrri könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert á meðal kjósenda í Reykjavík. Hann yrði stærsti flokkurinn í Reykjavík ef þetta yrðu niðurstöðurnar. Samfylkingin fylgir fast á hæla honum með tæplega 26 prósent fylgi. Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn með tæplega 11 prósent fylgi. VG og Miðflokkurinn mælast svo með tæplega átta prósent fylgi og Viðreisn með rúmlega sjö prósent. Framsóknarflokkurinn mælist með 3,6 prósent fylgi. Yrðu þetta niðurstöðurnar fengi Sjálfstæðisflokkurinn átta menn kjörna, Samfylkingin fengi sjö menn, Píratar, VG og Miðflokkurinn fengju tvo menn hver. Samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins gæti Viðreisn fengið tvo menn kjörna. Hins vegar er Framsóknarflokkurinn hársbreidd frá því að ná öðrum manninum af Viðreisn og yrði það þá eini maðurinn sem Framsóknarflokkurinn fengi kjörinn. Með þessar niðurstöður er ljóst að þeir flokkar sem mynda meirihlutann í borgarstjórn og bjóða fram lista í vor, það er Samfylkingin, Píratar og VG, myndu fá ellefu menn kjörna af 23. Það þýðir að þeir myndu þurfa að fá fjórða flokkinn til liðs við sig til að ná meirihluta. Allt að sautján framboð hyggja á framboð í borgarstjórnarkosningunum 26. maí. Af öðrum framboðum má nefna að Kvennaframboðið nýtur 1,4 prósenta stuðnings í könnuninni, Sósíalistaflokkurinn er með eitt prósent og Flokkur fólksins eitt prósent. Önnur framboð eru með minni stuðning. Það vekur hins vegar athygli að samtals nefna 7,4 prósent þeirra sem afstöðu taka í könnuninni önnur framboð en þau sem myndu fá kjörna menn. Hringt var í 1.017 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki 24. apríl. Svarhlutfallið var 78,8 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 50,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 11,3 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 16,6 prósent sögðust óákveðin og 21,3 prósent vildu ekki svara spurningunni. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Samfylkingin stærst og meirihlutinn heldur Samfylkingin hlyti næstum 30 prósent atkvæða ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga í dag. 15. mars 2018 05:53 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með ríflega 30 prósent fylgi í nýrri könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert á meðal kjósenda í Reykjavík. Hann yrði stærsti flokkurinn í Reykjavík ef þetta yrðu niðurstöðurnar. Samfylkingin fylgir fast á hæla honum með tæplega 26 prósent fylgi. Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn með tæplega 11 prósent fylgi. VG og Miðflokkurinn mælast svo með tæplega átta prósent fylgi og Viðreisn með rúmlega sjö prósent. Framsóknarflokkurinn mælist með 3,6 prósent fylgi. Yrðu þetta niðurstöðurnar fengi Sjálfstæðisflokkurinn átta menn kjörna, Samfylkingin fengi sjö menn, Píratar, VG og Miðflokkurinn fengju tvo menn hver. Samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins gæti Viðreisn fengið tvo menn kjörna. Hins vegar er Framsóknarflokkurinn hársbreidd frá því að ná öðrum manninum af Viðreisn og yrði það þá eini maðurinn sem Framsóknarflokkurinn fengi kjörinn. Með þessar niðurstöður er ljóst að þeir flokkar sem mynda meirihlutann í borgarstjórn og bjóða fram lista í vor, það er Samfylkingin, Píratar og VG, myndu fá ellefu menn kjörna af 23. Það þýðir að þeir myndu þurfa að fá fjórða flokkinn til liðs við sig til að ná meirihluta. Allt að sautján framboð hyggja á framboð í borgarstjórnarkosningunum 26. maí. Af öðrum framboðum má nefna að Kvennaframboðið nýtur 1,4 prósenta stuðnings í könnuninni, Sósíalistaflokkurinn er með eitt prósent og Flokkur fólksins eitt prósent. Önnur framboð eru með minni stuðning. Það vekur hins vegar athygli að samtals nefna 7,4 prósent þeirra sem afstöðu taka í könnuninni önnur framboð en þau sem myndu fá kjörna menn. Hringt var í 1.017 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki 24. apríl. Svarhlutfallið var 78,8 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 50,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 11,3 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 16,6 prósent sögðust óákveðin og 21,3 prósent vildu ekki svara spurningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Samfylkingin stærst og meirihlutinn heldur Samfylkingin hlyti næstum 30 prósent atkvæða ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga í dag. 15. mars 2018 05:53 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Samfylkingin stærst og meirihlutinn heldur Samfylkingin hlyti næstum 30 prósent atkvæða ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga í dag. 15. mars 2018 05:53