Hópuppsagnir hjá Novomatic Grétar Þór Sigurðsson skrifar 26. apríl 2018 06:00 Skrifstofur Novomatic Lottery Solutions (Iceland) eru við Holtasmára 1 í Kópavogi. Vísir/Sigtryggur Átján starfsmönnum Novomatic Lottery Solutions (Iceland) hf. var sagt upp í vikunni. Samkvæmt upplýsingum frá Novomatic LS er um að ræða störf í hugbúnaðargerð en fyrirtækið hannar hugbúnað fyrir ríkisrekin lotterí og hefur viðskiptavini víða um heim. Eftir uppsagnirnar munu 94 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Íslandi. Trúnaðarmaður starfsmanna, Borislav Makarov, sagði andrúmsloftið á vinnustaðnum eðli málsins samkvæmt ekki vera gott. Hann staðfesti við blaðamann að ástæða uppsagnanna væri sú að stór kúnni hefði slitið samningi sínum við Novomatic LS. Framtíðartekjur yrðu þar af leiðandi lægri en vonir stóðu til og því var fólki sagt upp. Hann sagði að fækkað hafi í hverri deild fyrirtækisins um um það bil 10 prósent svo álag starfsmanna ætti örugglega eftir að aukast. Borislav benti einnig á að uppsagnirnar væru ekki bundnar við Ísland en samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru uppsagnirnar liður í víðtækari aðgerðum fyrirtækisins til hagræðingar. Sjö starfsmönnum hafi verið sagt upp á Spáni og sautján í Serbíu. Utan Íslands starfa um það bil 240 manns á öðrum starfsstöðvum fyrirtækisins. Aðallega voru það forritarar sem misstu vinnuna í uppsögnunum. Að sögn Borislavs gegndu starfsmennirnir þó mismunandi hlutverkum. Hann segir að fyrirtækið hafi séð til þess að þeim sem sagt hafi verið upp hafi verið veittur stuðningur, bæði með aðkomu ráðgjafar- og ráðningarfyrirtækis. Vinnumálastofnun var greint frá uppsögnunum með lögboðnum fyrirvara og samráð var haft við trúnaðarmenn starfsmanna. Nokkur fyrirtæki hafa haft samband beint við Novomatic LS og óskað eftir starfskröftum þeirra sem láta af störfum. Fréttablaðið hafði samband við mannauðsstjóra fyrirtækisins, Ernu Arnardóttur, sem vildi lítið tjá sig um málið en svaraði fyrirspurn með skriflegu svari. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Guðmundur Gauti Guðmundsson, baðst einnig undan viðtali. Novomatic rataði í fréttirnar hérlendis þegar samsteypan keypti íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Betware ehf. Kaupverðið var trúnaðarmál. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á þeim tíma nam kaupverðið á milli tveggja og þriggja milljarða króna. Betware hafði þá frá árinu 1998 þróað og selt netlausnir fyrir leikjaiðnaðinn með áherslu á lottóleiki. Á heimasíðu Novomatic er sagt að kaupin hafi á sínum tíma verið ein stærsta erlenda fjárfestingin á Íslandi eftir hrunið 2008. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Betware selt fyrir tvo til þrjá milljarða 90 prósenta hlutur í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware hefur verið seldur austurrísku fyrirtækjasamsteypunni Novomatic. Kaupverðið er tveir til þrír milljarðar króna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins og starfsfólk verður áfram hér á landi. 11. nóvember 2013 07:00 Sala Betware stærsta erlenda fjárfesting frá hruni Austurrísk fyrirtækjasamsteypa festi kaup á íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware. Salan er á meðal stærstu erlendra fjárfestinga í íslensku athafnalífi frá hruni. Fyrrum eigandi fyrirtækisins segir það sæta furðu að íslensk yfirvöld hlúi ekki betur að sprotafyrirtækjum. 11. nóvember 2013 18:30 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Sjá meira
Átján starfsmönnum Novomatic Lottery Solutions (Iceland) hf. var sagt upp í vikunni. Samkvæmt upplýsingum frá Novomatic LS er um að ræða störf í hugbúnaðargerð en fyrirtækið hannar hugbúnað fyrir ríkisrekin lotterí og hefur viðskiptavini víða um heim. Eftir uppsagnirnar munu 94 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Íslandi. Trúnaðarmaður starfsmanna, Borislav Makarov, sagði andrúmsloftið á vinnustaðnum eðli málsins samkvæmt ekki vera gott. Hann staðfesti við blaðamann að ástæða uppsagnanna væri sú að stór kúnni hefði slitið samningi sínum við Novomatic LS. Framtíðartekjur yrðu þar af leiðandi lægri en vonir stóðu til og því var fólki sagt upp. Hann sagði að fækkað hafi í hverri deild fyrirtækisins um um það bil 10 prósent svo álag starfsmanna ætti örugglega eftir að aukast. Borislav benti einnig á að uppsagnirnar væru ekki bundnar við Ísland en samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru uppsagnirnar liður í víðtækari aðgerðum fyrirtækisins til hagræðingar. Sjö starfsmönnum hafi verið sagt upp á Spáni og sautján í Serbíu. Utan Íslands starfa um það bil 240 manns á öðrum starfsstöðvum fyrirtækisins. Aðallega voru það forritarar sem misstu vinnuna í uppsögnunum. Að sögn Borislavs gegndu starfsmennirnir þó mismunandi hlutverkum. Hann segir að fyrirtækið hafi séð til þess að þeim sem sagt hafi verið upp hafi verið veittur stuðningur, bæði með aðkomu ráðgjafar- og ráðningarfyrirtækis. Vinnumálastofnun var greint frá uppsögnunum með lögboðnum fyrirvara og samráð var haft við trúnaðarmenn starfsmanna. Nokkur fyrirtæki hafa haft samband beint við Novomatic LS og óskað eftir starfskröftum þeirra sem láta af störfum. Fréttablaðið hafði samband við mannauðsstjóra fyrirtækisins, Ernu Arnardóttur, sem vildi lítið tjá sig um málið en svaraði fyrirspurn með skriflegu svari. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Guðmundur Gauti Guðmundsson, baðst einnig undan viðtali. Novomatic rataði í fréttirnar hérlendis þegar samsteypan keypti íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Betware ehf. Kaupverðið var trúnaðarmál. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á þeim tíma nam kaupverðið á milli tveggja og þriggja milljarða króna. Betware hafði þá frá árinu 1998 þróað og selt netlausnir fyrir leikjaiðnaðinn með áherslu á lottóleiki. Á heimasíðu Novomatic er sagt að kaupin hafi á sínum tíma verið ein stærsta erlenda fjárfestingin á Íslandi eftir hrunið 2008.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Betware selt fyrir tvo til þrjá milljarða 90 prósenta hlutur í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware hefur verið seldur austurrísku fyrirtækjasamsteypunni Novomatic. Kaupverðið er tveir til þrír milljarðar króna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins og starfsfólk verður áfram hér á landi. 11. nóvember 2013 07:00 Sala Betware stærsta erlenda fjárfesting frá hruni Austurrísk fyrirtækjasamsteypa festi kaup á íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware. Salan er á meðal stærstu erlendra fjárfestinga í íslensku athafnalífi frá hruni. Fyrrum eigandi fyrirtækisins segir það sæta furðu að íslensk yfirvöld hlúi ekki betur að sprotafyrirtækjum. 11. nóvember 2013 18:30 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Sjá meira
Betware selt fyrir tvo til þrjá milljarða 90 prósenta hlutur í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware hefur verið seldur austurrísku fyrirtækjasamsteypunni Novomatic. Kaupverðið er tveir til þrír milljarðar króna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins og starfsfólk verður áfram hér á landi. 11. nóvember 2013 07:00
Sala Betware stærsta erlenda fjárfesting frá hruni Austurrísk fyrirtækjasamsteypa festi kaup á íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware. Salan er á meðal stærstu erlendra fjárfestinga í íslensku athafnalífi frá hruni. Fyrrum eigandi fyrirtækisins segir það sæta furðu að íslensk yfirvöld hlúi ekki betur að sprotafyrirtækjum. 11. nóvember 2013 18:30