Barátta dólganna Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. apríl 2018 10:00 Á dögunum undirrituðu fulltrúar allra stjórnmálaflokka á þingi yfirlýsingu þar sem andúð er lýst á þeim óhróðri og undirróðursstarfsemi sem er hvimleiður fylgifiskur kosningabaráttu. Þetta er ágætis framtak hjá stjórnmálaflokkunum en ólíklegt er að það dugi eitt og sér til að stemma stigu við subbuskap í kosningabaráttu. Alltaf finnst fólk sem missir stjórn á sér fyrir kosningar og hagar sér á þann hátt að engu er líkara en það sé að ganga af göflunum. Það sér ekkert athugavert við að sýna ofsa sinn enda telur það allar leiðir réttlætanlegar til að varna því að pólitískir andstæðingar flokksins sem þeir styðja komist til valda. Þessir einstaklingar hreiðra um sig á netinu þar sem þeir geta athafnað sig að vild. Þar birta þeir myndbönd með fullyrðingum um vanhæfni frambjóðenda, hæðast að þeim á allan hátt og koma svæsnum slúðursögum í umferð. Þar sem athæfi þessara einstaklinga einkennist fyrst og fremst af dólgshætti treysta þeir sér yfirleitt ekki til að starfa undir nafni heldur vinna verk sín í skjóli nafnleysis. Innst inni hljóta þeir að vita að það sem þeir eru að aðhafast telst ekki gjaldgengt í siðaðra manna samfélagi. Samt vonast þeir til að komast upp með það. Erfitt er að mæla áhrif óhróðurs í kosningabaráttu. Þegar litið er til forsetakosninga verður samt ekki annað séð en að subbuskapurinn hafi snúist í höndum þeirra sem honum beittu. Núverandi forseti og þeir forsetar sem á undan honum sátu urðu að þola alls kyns óhróður. Þetta mæltist afar illa fyrir meðal kjósenda. Vopnin snerust einfaldlega illilega í höndum þeirra sem þeim beittu. Það er greinilegt að Íslendingar vilja að kosningabarátta í forsetakosningum sé heiðarleg og sanngjörn. Engin sérstök ástæða er til að ætla að önnur lögmál gildi í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna. Flestar manneskjur eru aldar upp við það að sýna kurteisi og þegar þær sjá allar kurteisisvenjur víkja í kosningabaráttu og heiftina taka völdin þá er þeim illa misboðið. Dólgarnir sem halda sig vera að vinna flokki sínum gagn með svívirðingum um aðra eru í reynd að stórskaða hann. Þetta vita flestir stjórnmálamenn og sjá því hag sinn í því að skrifa undir samkomulag eins og það sem gert var á dögunum. Subbuleg kosningabarátta setur stjórnmálin á afar lágt plan. Með slíkri baráttu er líka gengið út frá því að kjósendur séu bjánar sem hægt sé að teyma á asnaeyrum á kjörstað. Yfirlýsing fulltrúa stjórnmálaflokkanna um að þeir fordæmi óhróður í kosningabaráttu mun ekki fá netsóðana til að breytast í kurteisa einstaklinga. Yfirlýsingin er samt mikilvæg vegna þess að hún er staðfesting á því að sóðaskapur í kosningabaráttu sé í óþökk stjórnmálaflokkanna. Setji einhver óhróður fram í nafni þeirra hafa flokkarnir skuldbundið sig, með undirskrift, til að bregðast hart við og fordæma hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum undirrituðu fulltrúar allra stjórnmálaflokka á þingi yfirlýsingu þar sem andúð er lýst á þeim óhróðri og undirróðursstarfsemi sem er hvimleiður fylgifiskur kosningabaráttu. Þetta er ágætis framtak hjá stjórnmálaflokkunum en ólíklegt er að það dugi eitt og sér til að stemma stigu við subbuskap í kosningabaráttu. Alltaf finnst fólk sem missir stjórn á sér fyrir kosningar og hagar sér á þann hátt að engu er líkara en það sé að ganga af göflunum. Það sér ekkert athugavert við að sýna ofsa sinn enda telur það allar leiðir réttlætanlegar til að varna því að pólitískir andstæðingar flokksins sem þeir styðja komist til valda. Þessir einstaklingar hreiðra um sig á netinu þar sem þeir geta athafnað sig að vild. Þar birta þeir myndbönd með fullyrðingum um vanhæfni frambjóðenda, hæðast að þeim á allan hátt og koma svæsnum slúðursögum í umferð. Þar sem athæfi þessara einstaklinga einkennist fyrst og fremst af dólgshætti treysta þeir sér yfirleitt ekki til að starfa undir nafni heldur vinna verk sín í skjóli nafnleysis. Innst inni hljóta þeir að vita að það sem þeir eru að aðhafast telst ekki gjaldgengt í siðaðra manna samfélagi. Samt vonast þeir til að komast upp með það. Erfitt er að mæla áhrif óhróðurs í kosningabaráttu. Þegar litið er til forsetakosninga verður samt ekki annað séð en að subbuskapurinn hafi snúist í höndum þeirra sem honum beittu. Núverandi forseti og þeir forsetar sem á undan honum sátu urðu að þola alls kyns óhróður. Þetta mæltist afar illa fyrir meðal kjósenda. Vopnin snerust einfaldlega illilega í höndum þeirra sem þeim beittu. Það er greinilegt að Íslendingar vilja að kosningabarátta í forsetakosningum sé heiðarleg og sanngjörn. Engin sérstök ástæða er til að ætla að önnur lögmál gildi í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna. Flestar manneskjur eru aldar upp við það að sýna kurteisi og þegar þær sjá allar kurteisisvenjur víkja í kosningabaráttu og heiftina taka völdin þá er þeim illa misboðið. Dólgarnir sem halda sig vera að vinna flokki sínum gagn með svívirðingum um aðra eru í reynd að stórskaða hann. Þetta vita flestir stjórnmálamenn og sjá því hag sinn í því að skrifa undir samkomulag eins og það sem gert var á dögunum. Subbuleg kosningabarátta setur stjórnmálin á afar lágt plan. Með slíkri baráttu er líka gengið út frá því að kjósendur séu bjánar sem hægt sé að teyma á asnaeyrum á kjörstað. Yfirlýsing fulltrúa stjórnmálaflokkanna um að þeir fordæmi óhróður í kosningabaráttu mun ekki fá netsóðana til að breytast í kurteisa einstaklinga. Yfirlýsingin er samt mikilvæg vegna þess að hún er staðfesting á því að sóðaskapur í kosningabaráttu sé í óþökk stjórnmálaflokkanna. Setji einhver óhróður fram í nafni þeirra hafa flokkarnir skuldbundið sig, með undirskrift, til að bregðast hart við og fordæma hann.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun