Ég varð að athlægi Baldur Guðmundsson skrifar 26. apríl 2018 07:00 Fyrir viku keypti ég jeppa, þvert á Bakþanka febrúarmánaðar. Mig langaði í bíl til að sinna áhugamálum mínum og myndi mæta tilfinnanlegum – og sennilega tilfinningalegum líka – skorti á stærri dekkjum. Yfirmaður minn kallaði þetta „midlife crisis“, í tveggja manna tali sem ég heyrði óvart. Bílinn keypti ég á miðvikudaginn, fyrir viku. Klukkan fjögur síðdegis kláraðist vinnudagurinn loksins og ég settist við stýrið, spenntur. Ég setti lykilinn í svissinn og sneri. Undarlegt. Ég sneri aftur. Þar sem ég mændi tómu augnaráði á ljóslaust mælaborðið rann það upp fyrir mér að nýi bíllinn minn færi ekki í gang. Ég sat undir stýri drykklanga stund og reyndi að trúa þessu ekki. Ég sneri þriðja sinni en viðbragðið undir húddinu varð jafnvel enn máttlausara. Ég hringdi í konuna mína, í uppnámi, og sagði að hún yrði að stökkva heim í strætó og sækja börnin. Það var erfitt símtal, hafandi eytt mánuðum í að sannfæra hana um að það væri góð hugmynd að eignast tíu ára Cruiser. Þau voru enn þyngri, þrepin upp á fjórðu hæð í vinnunni, enda hafði ég stært mig af nýja jeppanum allan daginn. Ég vatt mér að vinnufélaga og spurði í hálfum hljóðum. „Áttu nokkuð startkapla? Það er bíll hérna úti sem fer ekki í gang.“ Ég vonaði að úr þessu yrði ekki sena. „Ha!? Fer nýi bíllinn ekki í gang!?“ var þá hrópað, svo undir tók á vinnustaðnum og vonir mínar um að halda snefil af mannlegri reisn urðu að engu. Ég varð að athlægi. Eftir töluverða leit og mikið grín fann ég bjargvættinn. Sessunautur minn, reynslumikill bensínsali af gamla skólanum, gaf mér start og annaðist um leið svolitla sálgæslu. Í dag fæ ég bílinn aftur úr viðgerð – og reisnina vonandi með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir viku keypti ég jeppa, þvert á Bakþanka febrúarmánaðar. Mig langaði í bíl til að sinna áhugamálum mínum og myndi mæta tilfinnanlegum – og sennilega tilfinningalegum líka – skorti á stærri dekkjum. Yfirmaður minn kallaði þetta „midlife crisis“, í tveggja manna tali sem ég heyrði óvart. Bílinn keypti ég á miðvikudaginn, fyrir viku. Klukkan fjögur síðdegis kláraðist vinnudagurinn loksins og ég settist við stýrið, spenntur. Ég setti lykilinn í svissinn og sneri. Undarlegt. Ég sneri aftur. Þar sem ég mændi tómu augnaráði á ljóslaust mælaborðið rann það upp fyrir mér að nýi bíllinn minn færi ekki í gang. Ég sat undir stýri drykklanga stund og reyndi að trúa þessu ekki. Ég sneri þriðja sinni en viðbragðið undir húddinu varð jafnvel enn máttlausara. Ég hringdi í konuna mína, í uppnámi, og sagði að hún yrði að stökkva heim í strætó og sækja börnin. Það var erfitt símtal, hafandi eytt mánuðum í að sannfæra hana um að það væri góð hugmynd að eignast tíu ára Cruiser. Þau voru enn þyngri, þrepin upp á fjórðu hæð í vinnunni, enda hafði ég stært mig af nýja jeppanum allan daginn. Ég vatt mér að vinnufélaga og spurði í hálfum hljóðum. „Áttu nokkuð startkapla? Það er bíll hérna úti sem fer ekki í gang.“ Ég vonaði að úr þessu yrði ekki sena. „Ha!? Fer nýi bíllinn ekki í gang!?“ var þá hrópað, svo undir tók á vinnustaðnum og vonir mínar um að halda snefil af mannlegri reisn urðu að engu. Ég varð að athlægi. Eftir töluverða leit og mikið grín fann ég bjargvættinn. Sessunautur minn, reynslumikill bensínsali af gamla skólanum, gaf mér start og annaðist um leið svolitla sálgæslu. Í dag fæ ég bílinn aftur úr viðgerð – og reisnina vonandi með.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar