Meghan Markle kveður Suits Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. apríl 2018 08:31 Meghan Markle hefur leikið Rachel Zane frá árinu 2011. Vísir/Getty Meghan Markle, sem gengur að eiga Harry prins þann 19. maí næstkomandi, hefur sagt endanlega skilið við feril sinn sem leikkona, en síðasti þáttur hennar af hinu sívinsæla lögfræðidrama Suits fór í loftið í Bandaríkjunum í gær. Markle hefur farið með hlutverk Rachel Zane í þáttunum frá áruinu 2011. Þegar trúlofun hennar og Harry prins var gerð opinber tilkynnti Markle að hún ætlaði að segja skilið við leiklistina til að hefja nýjan kafla í sínu lífi.Athugið að hér að neðan er farið yfir atburðarrás í síðasta þætti sjöundu seríu af Suits. Ef þú vilt ekki vita hvað gerist í þeim þætti er ekki mælt með áframhaldandi lestri. Það er óhætt að segja að Markle hafi fengið kveðju við hæfi, en í þættinum „Good-Bye“ giftist persóna Markle sínum heittelskaða, Mike Ross, sem leikinn er af Patrick J. Adams. Það er þó óhætt að segja að athöfnin þeirra Rachel og Mike hafi verið aðeins látlausari en sú sem er framundan hjá Markle í maí. Búist er við því að um 600 gestir verði viðstaddir þegar Markle gengur inn í bresku konungsfjölskylduna. Í þættinum skipuleggja Rachel og Mike brúðkaup sitt í flýti svo þau geti flutt til Seattle, en Patrick J. Adams hefur einnig sagt skilið við þættina. #MikeAndRachel finally say “I do” during the two-hour #Suits season finale TONIGHT at 9/8c on @USA_Network. A post shared by suits_usa (@suits_usa) on Apr 25, 2018 at 11:45am PDTAaron Korsh, höfundur Suits, segir að þó að atriðið hafi ekki verið það síðasta sem Markle og Adams léku í saman hafi það engu að síður verið hjartnæmt. Mike og Rachel hafa löngum verið mjög vinsælar persónur, en þó að þau séu horfin af skjánum heldur Suits áfram og hefur áttunda þáttaröðin göngu sína næsta haust. Kóngafólk Tengdar fréttir Harry segir konungsfjölskylduna vera fjölskylduna sem Meghan hafi aldrei átt Harry bretaprins segir að fyrstu jól unnustu hans Meghan Markle með bresku konungsfjölskyldunni hafi heppnast vel. 28. desember 2017 09:40 Harry og Meghan vilja ekki brúðkaupsgjafir Harry Bretaprins og unnusta hans Meghan Markle, hafa beðið brúðkaupsgesti að gefa til góðgerðarmála frekar en að færa þeim brúðkaupsgjafir 9. apríl 2018 15:10 Harry og Meghan ganga í það heilaga þann 19. maí Harry Bretaprins og bandaríska leikkona Meghan Markle munu ganga í það heilaga þann 19. maí 2018. 15. desember 2017 13:33 Hver er Meghan Markle? Harry Bretaprins og Meghan Markle munu ganga í hjónaband næsta vor. 27. nóvember 2017 10:59 Birta opinberar trúlofunarmyndir sínar Harry Bretaprins og Meghan Markle munu ganga í það heilaga þann 19. maí næstkomandi. 21. desember 2017 12:43 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Meghan Markle, sem gengur að eiga Harry prins þann 19. maí næstkomandi, hefur sagt endanlega skilið við feril sinn sem leikkona, en síðasti þáttur hennar af hinu sívinsæla lögfræðidrama Suits fór í loftið í Bandaríkjunum í gær. Markle hefur farið með hlutverk Rachel Zane í þáttunum frá áruinu 2011. Þegar trúlofun hennar og Harry prins var gerð opinber tilkynnti Markle að hún ætlaði að segja skilið við leiklistina til að hefja nýjan kafla í sínu lífi.Athugið að hér að neðan er farið yfir atburðarrás í síðasta þætti sjöundu seríu af Suits. Ef þú vilt ekki vita hvað gerist í þeim þætti er ekki mælt með áframhaldandi lestri. Það er óhætt að segja að Markle hafi fengið kveðju við hæfi, en í þættinum „Good-Bye“ giftist persóna Markle sínum heittelskaða, Mike Ross, sem leikinn er af Patrick J. Adams. Það er þó óhætt að segja að athöfnin þeirra Rachel og Mike hafi verið aðeins látlausari en sú sem er framundan hjá Markle í maí. Búist er við því að um 600 gestir verði viðstaddir þegar Markle gengur inn í bresku konungsfjölskylduna. Í þættinum skipuleggja Rachel og Mike brúðkaup sitt í flýti svo þau geti flutt til Seattle, en Patrick J. Adams hefur einnig sagt skilið við þættina. #MikeAndRachel finally say “I do” during the two-hour #Suits season finale TONIGHT at 9/8c on @USA_Network. A post shared by suits_usa (@suits_usa) on Apr 25, 2018 at 11:45am PDTAaron Korsh, höfundur Suits, segir að þó að atriðið hafi ekki verið það síðasta sem Markle og Adams léku í saman hafi það engu að síður verið hjartnæmt. Mike og Rachel hafa löngum verið mjög vinsælar persónur, en þó að þau séu horfin af skjánum heldur Suits áfram og hefur áttunda þáttaröðin göngu sína næsta haust.
Kóngafólk Tengdar fréttir Harry segir konungsfjölskylduna vera fjölskylduna sem Meghan hafi aldrei átt Harry bretaprins segir að fyrstu jól unnustu hans Meghan Markle með bresku konungsfjölskyldunni hafi heppnast vel. 28. desember 2017 09:40 Harry og Meghan vilja ekki brúðkaupsgjafir Harry Bretaprins og unnusta hans Meghan Markle, hafa beðið brúðkaupsgesti að gefa til góðgerðarmála frekar en að færa þeim brúðkaupsgjafir 9. apríl 2018 15:10 Harry og Meghan ganga í það heilaga þann 19. maí Harry Bretaprins og bandaríska leikkona Meghan Markle munu ganga í það heilaga þann 19. maí 2018. 15. desember 2017 13:33 Hver er Meghan Markle? Harry Bretaprins og Meghan Markle munu ganga í hjónaband næsta vor. 27. nóvember 2017 10:59 Birta opinberar trúlofunarmyndir sínar Harry Bretaprins og Meghan Markle munu ganga í það heilaga þann 19. maí næstkomandi. 21. desember 2017 12:43 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Harry segir konungsfjölskylduna vera fjölskylduna sem Meghan hafi aldrei átt Harry bretaprins segir að fyrstu jól unnustu hans Meghan Markle með bresku konungsfjölskyldunni hafi heppnast vel. 28. desember 2017 09:40
Harry og Meghan vilja ekki brúðkaupsgjafir Harry Bretaprins og unnusta hans Meghan Markle, hafa beðið brúðkaupsgesti að gefa til góðgerðarmála frekar en að færa þeim brúðkaupsgjafir 9. apríl 2018 15:10
Harry og Meghan ganga í það heilaga þann 19. maí Harry Bretaprins og bandaríska leikkona Meghan Markle munu ganga í það heilaga þann 19. maí 2018. 15. desember 2017 13:33
Hver er Meghan Markle? Harry Bretaprins og Meghan Markle munu ganga í hjónaband næsta vor. 27. nóvember 2017 10:59
Birta opinberar trúlofunarmyndir sínar Harry Bretaprins og Meghan Markle munu ganga í það heilaga þann 19. maí næstkomandi. 21. desember 2017 12:43
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein