Hópur kvenna fær ekki að keppa í hlaupagreinum án lyfja Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. apríl 2018 15:30 Caster Semenya er ríkjandi Ólympíumeistari í 800m hlaupi kvenna vísir/getty Alþjóða frjálsíþróttasambandið IAAF hefur samþykkt nýjar reglur sem banna konum sem eru að eðlisfari með hátt testosterón magn að keppa í sumum hlaupavegalengdum á mótum þess nema taka lyf. BBC greinir frá þessu í dag.Nýja reglugerðin mun taka gildi 1. nóvember og á við um allar hlaupavegalengdir frá 400m og upp í mílu (1,6 km). Það eru 400m, 400m grindahlaup, 800m og 1500m og boðhlaup í sömu vegalengdum. Reglurnar eiga að jafna samkeppnina og koma í veg fyrir að konur með hátt testosterón hafi forskot á aðra keppendur. „Þessar reglur snúast ekki um svindl heldur að jafna möguleika allra keppenda til þess að tryggja sanngjarna keppni,“ sagði forseti IAAF, Sebastian Coe. Vilji hlaupararnir ekki taka inn áskilin lyf þá mega þær ekki keppa í hlaupunum, að minnsta kosti ekki í kvennaflokki. Þeim sé frjálst að hlaupa í öðrum vegalengdum eða hlaupa meðal karlmanna. Þá eiga reglurnar ekki við á mótum sem eru ekki viðurkennd af IAAF sem alþjóðleg mót. Caster Semenya frá Suður Afríu er ein af þeim sem fellur undir þennan hóp hlaupara. Hún hefur áður þurft að fara í kynprófanir í tengslum við hlaup sín en niðurstöður þeirra hafa ekki verið gerðar opinberar. Semenya er ríkjandi Ólympíumeistari í 800m hlaupi kvenna. Semenya sendi frá sér tíst þegar ákvörðun IAAF hafði verið gerð opinber þar sem hún sagði: „Ég er 97 prósent viss um að ykkur líkar ekki við mig, en ég er 100 prósent viss um að mér er alveg sama.“pic.twitter.com/fic76ojjqh — Caster Semenya (@caster800m) April 26, 2018 Frjálsar íþróttir Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Alþjóða frjálsíþróttasambandið IAAF hefur samþykkt nýjar reglur sem banna konum sem eru að eðlisfari með hátt testosterón magn að keppa í sumum hlaupavegalengdum á mótum þess nema taka lyf. BBC greinir frá þessu í dag.Nýja reglugerðin mun taka gildi 1. nóvember og á við um allar hlaupavegalengdir frá 400m og upp í mílu (1,6 km). Það eru 400m, 400m grindahlaup, 800m og 1500m og boðhlaup í sömu vegalengdum. Reglurnar eiga að jafna samkeppnina og koma í veg fyrir að konur með hátt testosterón hafi forskot á aðra keppendur. „Þessar reglur snúast ekki um svindl heldur að jafna möguleika allra keppenda til þess að tryggja sanngjarna keppni,“ sagði forseti IAAF, Sebastian Coe. Vilji hlaupararnir ekki taka inn áskilin lyf þá mega þær ekki keppa í hlaupunum, að minnsta kosti ekki í kvennaflokki. Þeim sé frjálst að hlaupa í öðrum vegalengdum eða hlaupa meðal karlmanna. Þá eiga reglurnar ekki við á mótum sem eru ekki viðurkennd af IAAF sem alþjóðleg mót. Caster Semenya frá Suður Afríu er ein af þeim sem fellur undir þennan hóp hlaupara. Hún hefur áður þurft að fara í kynprófanir í tengslum við hlaup sín en niðurstöður þeirra hafa ekki verið gerðar opinberar. Semenya er ríkjandi Ólympíumeistari í 800m hlaupi kvenna. Semenya sendi frá sér tíst þegar ákvörðun IAAF hafði verið gerð opinber þar sem hún sagði: „Ég er 97 prósent viss um að ykkur líkar ekki við mig, en ég er 100 prósent viss um að mér er alveg sama.“pic.twitter.com/fic76ojjqh — Caster Semenya (@caster800m) April 26, 2018
Frjálsar íþróttir Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum