Sport

Íþróttasvæðið á Hlíðarenda tekur upp nafn Origo

Anton Ingi Leifsson skrifar
Skiltið fyrir utan völlinn.
Skiltið fyrir utan völlinn. vísir/skjáskot af Twitter
Íþróttasvæði Vals mun vera kennt við Origo næstu árin en skilti þess efnis hafa verið sett upp á Hlíðarenda. Valsvöllurinn verður Origovöllurinn og Vals-höllin verður Origo-höllin.

Valssvæðið hefur ekki borið nafn neins fyrirtækis síðan slitnaði upp úr samstarfi Vals og Vodafone í lok árs 2015 en framan af bar Valsvöllurinn og Valshöllin nafn Vodafone.

Nú mun Origo koma inn í nafnið eins og áður segir en tilkynnt verður nánar um samstarfið á morgun herma heimildir Vísis. Valur og KR mætast í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á morgun en leikið verður á Origo-vellinum.

„Origo er eitt öflugasta fyrirtæki landsins á sviði upplýsingatækni, er leiðandi í þróun þjónustu og lausna og hefur afgerandi áhrif á landslag upplýsingatækni,” segir á vefsíðu Origo.

Hallbera Guðný Gísladóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður Vals, birti mynd af nýja skiltinu á Twitter-síðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×