Samgöngur fyrir fólk Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir skrifar 28. apríl 2018 06:00 Reykjavík stendur frammi fyrir samgönguvanda. Það tekur nú 26% lengri tíma að komast milli staða en áður. Núverandi meirihluta hefur ekki tekist að auka hlut almenningssamgangna í borginni. Þvert á móti fjölgaði bílum meira en fólki síðasta kjörtímabil. Það gerist þvert á yfirlýst markmið um annað. Ljóst er að samgönguvandi borgarinnar hefur aukist í tíð núverandi meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík leggur áherslu á spennandi en jafnframt skynsamlegar lausnir í samgöngumálum. Við viljum vistvænar og greiðar samgöngur fyrir fólk, með áherslu á styttri ferðatíma. Það er lífsgæðamál fyrir borgarbúa. Við viljum minnka kolefnisspor og leggjum áherslu á að Reykjavík verði leiðandi í rafbílavæðingu. Stórbæta þarf aðgengi að hleðslustöðvum fyrir íbúa borgarinnar, ekki síst þá sem búa í fjölbýlum. Þannig auðveldum við fólki að nýta hreina íslenska orku. Reykjavík er í kjöraðstöðu sem helsti eigandi Orkuveitu Reykjavíkur til að leiða þetta verkefni. Við viljum efla almenningssamgöngur og gera þær að raunhæfum valkosti fyrir fleiri. Það er lykilþáttur við lausn samgönguvandans. Kannanir sýna að helst mætti fjölga notendum ef ferðatími væri styttri. Við leggjum því áherslu á fleiri sérakreinar sem stuðla að styttri ferðatíma.Hildur Björnsdóttir.Það þarf að fjárfesta í bættum almenningssamgöngum, en við teljum ekki unnt að taka upplýsta afstöðu til hugmynda um Borgarlínu á þessu stigi. Málið er ekki svart eða hvítt, það er margvíslega grátóna. Tillagan er á þróunarstigi, kostnaður óljós og aðkoma annarra sveitarfélaga á reiki. Við leggjumst gegn hugmyndum Samfylkingar um að tvöfalda skuldir borgarsjóðs til að fjármagna verkefnið. Það er óábyrgt að skuldsetja framtíðina með veði í óljósum hugmyndum stjórnmálamanna á atkvæðaveiðum. Við leggjum áherslu á raunhæfar og ábyrgar lausnir. Almennt er einn um hvern bíl og tekur hver einstaklingur því talsvert vegpláss. Við viljum hvetja til aukins samflots í bílum svo bæta megi nýtingu vega og minnka kolefnisspor. Við leggjum því til að sérakreinar fyrir almenningssamgöngur verði einnig nýttar af þeim sem fjölmenna í bíla, þrír eða fleiri, og draga þar með úr bílaumferð. Við viljum fara í nauðsynlegar úrbætur á hættulegustu gatnamótum borgarinnar. Eins þarf að nýta nútímatækni svo betur megi stýra ljósum og umferð. Í þessum efnum sækjum við fyrirmyndir til erlendra borga. Bæta þarf aðstæður fyrir hjólandi og gangandi. Það er samgöngumál, en ekki síður lýðheilsumál. Í dag ferðast mun fleiri með hjóli en almenningssamgöngum, og því ljóst að samgöngumátinn hentar mörgum. Við viljum að Reykjavík skapi mun betri skilyrði fyrir þá sem kjósa að ganga eða hjóla. Breyta þarf skipulagi svo fleiri geti starfað austarlega í borginni. Í dag liggja umferðarstraumar til vesturs að morgni en austurs að kvöldi. Hér þarf að ná jafnvægi í borgarskipulagi. Við viljum fjölga vinnustöðum í austurhluta borgarinnar og auka byggð í vesturhlutanum. Þannig má skapa betri hringrás í umferð og svara eftirspurn eftir búsetukostum vestarlega. Sjálfstæðisflokkurinn vill fjárfesta í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur. Við leggjum áherslu á vistvænar og greiðar samgöngur fyrir fólk. Við viljum skipuleggja borg með sjálfbærum hverfum og bjóða borgarbúum raunverulegt val um ferðamáta. Við leggjum áherslu á raunhæfar og ábyrgar lausnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík stendur frammi fyrir samgönguvanda. Það tekur nú 26% lengri tíma að komast milli staða en áður. Núverandi meirihluta hefur ekki tekist að auka hlut almenningssamgangna í borginni. Þvert á móti fjölgaði bílum meira en fólki síðasta kjörtímabil. Það gerist þvert á yfirlýst markmið um annað. Ljóst er að samgönguvandi borgarinnar hefur aukist í tíð núverandi meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík leggur áherslu á spennandi en jafnframt skynsamlegar lausnir í samgöngumálum. Við viljum vistvænar og greiðar samgöngur fyrir fólk, með áherslu á styttri ferðatíma. Það er lífsgæðamál fyrir borgarbúa. Við viljum minnka kolefnisspor og leggjum áherslu á að Reykjavík verði leiðandi í rafbílavæðingu. Stórbæta þarf aðgengi að hleðslustöðvum fyrir íbúa borgarinnar, ekki síst þá sem búa í fjölbýlum. Þannig auðveldum við fólki að nýta hreina íslenska orku. Reykjavík er í kjöraðstöðu sem helsti eigandi Orkuveitu Reykjavíkur til að leiða þetta verkefni. Við viljum efla almenningssamgöngur og gera þær að raunhæfum valkosti fyrir fleiri. Það er lykilþáttur við lausn samgönguvandans. Kannanir sýna að helst mætti fjölga notendum ef ferðatími væri styttri. Við leggjum því áherslu á fleiri sérakreinar sem stuðla að styttri ferðatíma.Hildur Björnsdóttir.Það þarf að fjárfesta í bættum almenningssamgöngum, en við teljum ekki unnt að taka upplýsta afstöðu til hugmynda um Borgarlínu á þessu stigi. Málið er ekki svart eða hvítt, það er margvíslega grátóna. Tillagan er á þróunarstigi, kostnaður óljós og aðkoma annarra sveitarfélaga á reiki. Við leggjumst gegn hugmyndum Samfylkingar um að tvöfalda skuldir borgarsjóðs til að fjármagna verkefnið. Það er óábyrgt að skuldsetja framtíðina með veði í óljósum hugmyndum stjórnmálamanna á atkvæðaveiðum. Við leggjum áherslu á raunhæfar og ábyrgar lausnir. Almennt er einn um hvern bíl og tekur hver einstaklingur því talsvert vegpláss. Við viljum hvetja til aukins samflots í bílum svo bæta megi nýtingu vega og minnka kolefnisspor. Við leggjum því til að sérakreinar fyrir almenningssamgöngur verði einnig nýttar af þeim sem fjölmenna í bíla, þrír eða fleiri, og draga þar með úr bílaumferð. Við viljum fara í nauðsynlegar úrbætur á hættulegustu gatnamótum borgarinnar. Eins þarf að nýta nútímatækni svo betur megi stýra ljósum og umferð. Í þessum efnum sækjum við fyrirmyndir til erlendra borga. Bæta þarf aðstæður fyrir hjólandi og gangandi. Það er samgöngumál, en ekki síður lýðheilsumál. Í dag ferðast mun fleiri með hjóli en almenningssamgöngum, og því ljóst að samgöngumátinn hentar mörgum. Við viljum að Reykjavík skapi mun betri skilyrði fyrir þá sem kjósa að ganga eða hjóla. Breyta þarf skipulagi svo fleiri geti starfað austarlega í borginni. Í dag liggja umferðarstraumar til vesturs að morgni en austurs að kvöldi. Hér þarf að ná jafnvægi í borgarskipulagi. Við viljum fjölga vinnustöðum í austurhluta borgarinnar og auka byggð í vesturhlutanum. Þannig má skapa betri hringrás í umferð og svara eftirspurn eftir búsetukostum vestarlega. Sjálfstæðisflokkurinn vill fjárfesta í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur. Við leggjum áherslu á vistvænar og greiðar samgöngur fyrir fólk. Við viljum skipuleggja borg með sjálfbærum hverfum og bjóða borgarbúum raunverulegt val um ferðamáta. Við leggjum áherslu á raunhæfar og ábyrgar lausnir.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar