Samgöngur fyrir fólk Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir skrifar 28. apríl 2018 06:00 Reykjavík stendur frammi fyrir samgönguvanda. Það tekur nú 26% lengri tíma að komast milli staða en áður. Núverandi meirihluta hefur ekki tekist að auka hlut almenningssamgangna í borginni. Þvert á móti fjölgaði bílum meira en fólki síðasta kjörtímabil. Það gerist þvert á yfirlýst markmið um annað. Ljóst er að samgönguvandi borgarinnar hefur aukist í tíð núverandi meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík leggur áherslu á spennandi en jafnframt skynsamlegar lausnir í samgöngumálum. Við viljum vistvænar og greiðar samgöngur fyrir fólk, með áherslu á styttri ferðatíma. Það er lífsgæðamál fyrir borgarbúa. Við viljum minnka kolefnisspor og leggjum áherslu á að Reykjavík verði leiðandi í rafbílavæðingu. Stórbæta þarf aðgengi að hleðslustöðvum fyrir íbúa borgarinnar, ekki síst þá sem búa í fjölbýlum. Þannig auðveldum við fólki að nýta hreina íslenska orku. Reykjavík er í kjöraðstöðu sem helsti eigandi Orkuveitu Reykjavíkur til að leiða þetta verkefni. Við viljum efla almenningssamgöngur og gera þær að raunhæfum valkosti fyrir fleiri. Það er lykilþáttur við lausn samgönguvandans. Kannanir sýna að helst mætti fjölga notendum ef ferðatími væri styttri. Við leggjum því áherslu á fleiri sérakreinar sem stuðla að styttri ferðatíma.Hildur Björnsdóttir.Það þarf að fjárfesta í bættum almenningssamgöngum, en við teljum ekki unnt að taka upplýsta afstöðu til hugmynda um Borgarlínu á þessu stigi. Málið er ekki svart eða hvítt, það er margvíslega grátóna. Tillagan er á þróunarstigi, kostnaður óljós og aðkoma annarra sveitarfélaga á reiki. Við leggjumst gegn hugmyndum Samfylkingar um að tvöfalda skuldir borgarsjóðs til að fjármagna verkefnið. Það er óábyrgt að skuldsetja framtíðina með veði í óljósum hugmyndum stjórnmálamanna á atkvæðaveiðum. Við leggjum áherslu á raunhæfar og ábyrgar lausnir. Almennt er einn um hvern bíl og tekur hver einstaklingur því talsvert vegpláss. Við viljum hvetja til aukins samflots í bílum svo bæta megi nýtingu vega og minnka kolefnisspor. Við leggjum því til að sérakreinar fyrir almenningssamgöngur verði einnig nýttar af þeim sem fjölmenna í bíla, þrír eða fleiri, og draga þar með úr bílaumferð. Við viljum fara í nauðsynlegar úrbætur á hættulegustu gatnamótum borgarinnar. Eins þarf að nýta nútímatækni svo betur megi stýra ljósum og umferð. Í þessum efnum sækjum við fyrirmyndir til erlendra borga. Bæta þarf aðstæður fyrir hjólandi og gangandi. Það er samgöngumál, en ekki síður lýðheilsumál. Í dag ferðast mun fleiri með hjóli en almenningssamgöngum, og því ljóst að samgöngumátinn hentar mörgum. Við viljum að Reykjavík skapi mun betri skilyrði fyrir þá sem kjósa að ganga eða hjóla. Breyta þarf skipulagi svo fleiri geti starfað austarlega í borginni. Í dag liggja umferðarstraumar til vesturs að morgni en austurs að kvöldi. Hér þarf að ná jafnvægi í borgarskipulagi. Við viljum fjölga vinnustöðum í austurhluta borgarinnar og auka byggð í vesturhlutanum. Þannig má skapa betri hringrás í umferð og svara eftirspurn eftir búsetukostum vestarlega. Sjálfstæðisflokkurinn vill fjárfesta í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur. Við leggjum áherslu á vistvænar og greiðar samgöngur fyrir fólk. Við viljum skipuleggja borg með sjálfbærum hverfum og bjóða borgarbúum raunverulegt val um ferðamáta. Við leggjum áherslu á raunhæfar og ábyrgar lausnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Reykjavík stendur frammi fyrir samgönguvanda. Það tekur nú 26% lengri tíma að komast milli staða en áður. Núverandi meirihluta hefur ekki tekist að auka hlut almenningssamgangna í borginni. Þvert á móti fjölgaði bílum meira en fólki síðasta kjörtímabil. Það gerist þvert á yfirlýst markmið um annað. Ljóst er að samgönguvandi borgarinnar hefur aukist í tíð núverandi meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík leggur áherslu á spennandi en jafnframt skynsamlegar lausnir í samgöngumálum. Við viljum vistvænar og greiðar samgöngur fyrir fólk, með áherslu á styttri ferðatíma. Það er lífsgæðamál fyrir borgarbúa. Við viljum minnka kolefnisspor og leggjum áherslu á að Reykjavík verði leiðandi í rafbílavæðingu. Stórbæta þarf aðgengi að hleðslustöðvum fyrir íbúa borgarinnar, ekki síst þá sem búa í fjölbýlum. Þannig auðveldum við fólki að nýta hreina íslenska orku. Reykjavík er í kjöraðstöðu sem helsti eigandi Orkuveitu Reykjavíkur til að leiða þetta verkefni. Við viljum efla almenningssamgöngur og gera þær að raunhæfum valkosti fyrir fleiri. Það er lykilþáttur við lausn samgönguvandans. Kannanir sýna að helst mætti fjölga notendum ef ferðatími væri styttri. Við leggjum því áherslu á fleiri sérakreinar sem stuðla að styttri ferðatíma.Hildur Björnsdóttir.Það þarf að fjárfesta í bættum almenningssamgöngum, en við teljum ekki unnt að taka upplýsta afstöðu til hugmynda um Borgarlínu á þessu stigi. Málið er ekki svart eða hvítt, það er margvíslega grátóna. Tillagan er á þróunarstigi, kostnaður óljós og aðkoma annarra sveitarfélaga á reiki. Við leggjumst gegn hugmyndum Samfylkingar um að tvöfalda skuldir borgarsjóðs til að fjármagna verkefnið. Það er óábyrgt að skuldsetja framtíðina með veði í óljósum hugmyndum stjórnmálamanna á atkvæðaveiðum. Við leggjum áherslu á raunhæfar og ábyrgar lausnir. Almennt er einn um hvern bíl og tekur hver einstaklingur því talsvert vegpláss. Við viljum hvetja til aukins samflots í bílum svo bæta megi nýtingu vega og minnka kolefnisspor. Við leggjum því til að sérakreinar fyrir almenningssamgöngur verði einnig nýttar af þeim sem fjölmenna í bíla, þrír eða fleiri, og draga þar með úr bílaumferð. Við viljum fara í nauðsynlegar úrbætur á hættulegustu gatnamótum borgarinnar. Eins þarf að nýta nútímatækni svo betur megi stýra ljósum og umferð. Í þessum efnum sækjum við fyrirmyndir til erlendra borga. Bæta þarf aðstæður fyrir hjólandi og gangandi. Það er samgöngumál, en ekki síður lýðheilsumál. Í dag ferðast mun fleiri með hjóli en almenningssamgöngum, og því ljóst að samgöngumátinn hentar mörgum. Við viljum að Reykjavík skapi mun betri skilyrði fyrir þá sem kjósa að ganga eða hjóla. Breyta þarf skipulagi svo fleiri geti starfað austarlega í borginni. Í dag liggja umferðarstraumar til vesturs að morgni en austurs að kvöldi. Hér þarf að ná jafnvægi í borgarskipulagi. Við viljum fjölga vinnustöðum í austurhluta borgarinnar og auka byggð í vesturhlutanum. Þannig má skapa betri hringrás í umferð og svara eftirspurn eftir búsetukostum vestarlega. Sjálfstæðisflokkurinn vill fjárfesta í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur. Við leggjum áherslu á vistvænar og greiðar samgöngur fyrir fólk. Við viljum skipuleggja borg með sjálfbærum hverfum og bjóða borgarbúum raunverulegt val um ferðamáta. Við leggjum áherslu á raunhæfar og ábyrgar lausnir.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun