Segir uppgjörið í borginni bara fallegt í fjarska Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. apríl 2018 06:00 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Ársuppgjör Reykjavíkurborgar er fallegt í fjarska en þegar betur er að gáð er ástæða til að hafa áhyggjur, segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni.Reykjavíkurborg birti í gær ársreikning síðasta árs þar sem niðurstaðan virðist afar jákvæð. Borgin skilar tæplega fimm milljarða afgangi, tvöfalt meiri en gert hafði verið ráð fyrir og A-hlutinn, sem heldur utan um eiginlegan rekstur borgarinnar, skilaði fimm milljarða afgangi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði við þetta tilefni að uppgjörið sýni að rekstur borgarinnar gangi mjög vel. „Við erum að skila afgangi af samstæðu og borgarsjóði sem á sér varla fordæmi.“Dagur B. ?Eggertsson, borgarstjóri.Eyþór Arnalds segir þó vekja athygli að skuldir og skuldbindingar skuli vaxa um 15 milljarða á síðasta ári í borgarsjóði.Sjá einnig: Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi „Af því að við erum að horfa á mesta tekjugóðæri borgarinnar þá vekur þetta fyrst athygli. Síðan er hitt að uppgefinn hagnaður er tæpir 5 milljarðar en söluhagnaður eigna er 8 milljarðar, ef ekki hefði komið til sölu á þessum eignum – sem er einskiptishagnaður – þá hefði afkoman verið tap.“ Eyþór bendir á að Félagsbústaðir og OR séu að endurmeta eignir sínar og reikna sér marga milljarða í hagnað af endurmatinu. „Við veltum fyrir okkur hvort það sé líka einskiptishagnaður. Þegar þetta er samandregið þá er ljóst að afkoman er ekki eins góð, þegar það er minna inni á bankabókinni en fyrir ári síðan og skuldir búnar að vaxa þetta mikið í borgarsjóði. Reikningurinn er í fjarska fagur. En það er sama hvaða heimilisbókhald það væri, ef skuldir vaxa svona mikið og þú selur eignirnar þá ertu náttúrulega ekki í góðum málum.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir „Forgangsröðunin hefur ekki verið það sem brennur mest á fólki“ Eyþór Arnalds segir að ársreikningur Reykjavíkuborgar líti vel út í fyrstu en þegar betur sé að gáð má sjá ýmislegt sem betur mætti fara. 26. apríl 2018 19:16 Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
Ársuppgjör Reykjavíkurborgar er fallegt í fjarska en þegar betur er að gáð er ástæða til að hafa áhyggjur, segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni.Reykjavíkurborg birti í gær ársreikning síðasta árs þar sem niðurstaðan virðist afar jákvæð. Borgin skilar tæplega fimm milljarða afgangi, tvöfalt meiri en gert hafði verið ráð fyrir og A-hlutinn, sem heldur utan um eiginlegan rekstur borgarinnar, skilaði fimm milljarða afgangi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði við þetta tilefni að uppgjörið sýni að rekstur borgarinnar gangi mjög vel. „Við erum að skila afgangi af samstæðu og borgarsjóði sem á sér varla fordæmi.“Dagur B. ?Eggertsson, borgarstjóri.Eyþór Arnalds segir þó vekja athygli að skuldir og skuldbindingar skuli vaxa um 15 milljarða á síðasta ári í borgarsjóði.Sjá einnig: Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi „Af því að við erum að horfa á mesta tekjugóðæri borgarinnar þá vekur þetta fyrst athygli. Síðan er hitt að uppgefinn hagnaður er tæpir 5 milljarðar en söluhagnaður eigna er 8 milljarðar, ef ekki hefði komið til sölu á þessum eignum – sem er einskiptishagnaður – þá hefði afkoman verið tap.“ Eyþór bendir á að Félagsbústaðir og OR séu að endurmeta eignir sínar og reikna sér marga milljarða í hagnað af endurmatinu. „Við veltum fyrir okkur hvort það sé líka einskiptishagnaður. Þegar þetta er samandregið þá er ljóst að afkoman er ekki eins góð, þegar það er minna inni á bankabókinni en fyrir ári síðan og skuldir búnar að vaxa þetta mikið í borgarsjóði. Reikningurinn er í fjarska fagur. En það er sama hvaða heimilisbókhald það væri, ef skuldir vaxa svona mikið og þú selur eignirnar þá ertu náttúrulega ekki í góðum málum.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir „Forgangsröðunin hefur ekki verið það sem brennur mest á fólki“ Eyþór Arnalds segir að ársreikningur Reykjavíkuborgar líti vel út í fyrstu en þegar betur sé að gáð má sjá ýmislegt sem betur mætti fara. 26. apríl 2018 19:16 Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
„Forgangsröðunin hefur ekki verið það sem brennur mest á fólki“ Eyþór Arnalds segir að ársreikningur Reykjavíkuborgar líti vel út í fyrstu en þegar betur sé að gáð má sjá ýmislegt sem betur mætti fara. 26. apríl 2018 19:16
Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50