Dregur úr kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2018 08:56 Í tilkynningu borgarinnar segir að árið 2015 hafi munurinn verið 3,5 prósent körlum í vil en er nú 2,2 prósent þegar litið er til uppreiknaðra heildarlauna þeirra sem eru í að minnsta kosti 70 prósent starfi. vísir/vilhelm Dregið hefur úr leiðréttum kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg frá árinu 2015 samkvæmt greiningu sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði á launum í október 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Með leiðréttum launamun er átt við þann mun sem skýra má með viðurkenndum og þekktum þáttum sem hafa áhrif á laun, til dæmis menntun, starfsreynslu, yfirvinnu og starfshlutfall. Í tilkynningu borgarinnar segir að árið 2015 hafi munurinn verið 3,5 prósent körlum í vil en er nú 2,2 prósent þegar litið er til uppreiknaðra heildarlauna þeirra sem eru í að minnsta kosti 70 prósent starfi. Ef litið er svo til grunnlauna hjá sama hópi kemur í ljós að kynbundinn launamunur var 3,1 prósent körlum í vil árið 2015 en er nú 2,2 prósent. Óleiðréttur launamunur grunnlauna þessa sama hóps er 2 prósent konum í vil en óleiðréttur launamunur heildarlauna er 7 prósent körlum í vil. „Mikill meirihluti starfsmanna Reykjavíkurborgar, eða tæplega 5.000, tóku laun samkvæmt starfsmati. Ljóst er að starfsmatskerfið dregur úr launamun grunnlauna og sýna niðurstöður að grunnlaun skýrast nær eingöngu af starfsmatsstigum. Ef skoðuð eru laun starfsfólks í a.m.k. 70% starfi með stig úr starfsmati er óleiðréttur launamunur uppreiknaðra grunnlauna 0,3% konum í vil. Meðal starfsfólks í sama starfshlutfalli með engin starfsmatsstig er óleiðréttur launamunur uppreiknaðra grunnlauna hins vegar 6,0% körlum í vil. Skoðað var sérstaklega hvort ríkisfang hefði áhrif á laun. Grunnlaun erlendra ríkisborgara eru töluvert lægri en grunnlaun íslenskra ríkisborgara. Föst yfirvinna og aðrar greiðslur erlendra ríkisborgara eru sömuleiðis mun lægri og þar með heildarlaun. Þegar horft er á kynbundinn launamun þá er laun kvenna með íslenskan og erlendan ríkisborgarrétt jafn mikið lægri en laun karla. Starfsfólk með erlent ríkisfang er með 23,7% lægri grunnlaun en starfsfólk með íslenskt ríkisfang. Starfsfólk með erlent ríkisfang er með 24,7% lægri heildarlaun en starfsfólk með íslenskt ríkisfang. Leiðréttur munur á grunnlaunum eftir ríkisfangi er 3,1%. Leiðréttur munur á heildarlaunum eftir ríkisfangi er 3,2%,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Kjaramál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira
Dregið hefur úr leiðréttum kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg frá árinu 2015 samkvæmt greiningu sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði á launum í október 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Með leiðréttum launamun er átt við þann mun sem skýra má með viðurkenndum og þekktum þáttum sem hafa áhrif á laun, til dæmis menntun, starfsreynslu, yfirvinnu og starfshlutfall. Í tilkynningu borgarinnar segir að árið 2015 hafi munurinn verið 3,5 prósent körlum í vil en er nú 2,2 prósent þegar litið er til uppreiknaðra heildarlauna þeirra sem eru í að minnsta kosti 70 prósent starfi. Ef litið er svo til grunnlauna hjá sama hópi kemur í ljós að kynbundinn launamunur var 3,1 prósent körlum í vil árið 2015 en er nú 2,2 prósent. Óleiðréttur launamunur grunnlauna þessa sama hóps er 2 prósent konum í vil en óleiðréttur launamunur heildarlauna er 7 prósent körlum í vil. „Mikill meirihluti starfsmanna Reykjavíkurborgar, eða tæplega 5.000, tóku laun samkvæmt starfsmati. Ljóst er að starfsmatskerfið dregur úr launamun grunnlauna og sýna niðurstöður að grunnlaun skýrast nær eingöngu af starfsmatsstigum. Ef skoðuð eru laun starfsfólks í a.m.k. 70% starfi með stig úr starfsmati er óleiðréttur launamunur uppreiknaðra grunnlauna 0,3% konum í vil. Meðal starfsfólks í sama starfshlutfalli með engin starfsmatsstig er óleiðréttur launamunur uppreiknaðra grunnlauna hins vegar 6,0% körlum í vil. Skoðað var sérstaklega hvort ríkisfang hefði áhrif á laun. Grunnlaun erlendra ríkisborgara eru töluvert lægri en grunnlaun íslenskra ríkisborgara. Föst yfirvinna og aðrar greiðslur erlendra ríkisborgara eru sömuleiðis mun lægri og þar með heildarlaun. Þegar horft er á kynbundinn launamun þá er laun kvenna með íslenskan og erlendan ríkisborgarrétt jafn mikið lægri en laun karla. Starfsfólk með erlent ríkisfang er með 23,7% lægri grunnlaun en starfsfólk með íslenskt ríkisfang. Starfsfólk með erlent ríkisfang er með 24,7% lægri heildarlaun en starfsfólk með íslenskt ríkisfang. Leiðréttur munur á grunnlaunum eftir ríkisfangi er 3,1%. Leiðréttur munur á heildarlaunum eftir ríkisfangi er 3,2%,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar.
Kjaramál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira