Dregur úr kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2018 08:56 Í tilkynningu borgarinnar segir að árið 2015 hafi munurinn verið 3,5 prósent körlum í vil en er nú 2,2 prósent þegar litið er til uppreiknaðra heildarlauna þeirra sem eru í að minnsta kosti 70 prósent starfi. vísir/vilhelm Dregið hefur úr leiðréttum kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg frá árinu 2015 samkvæmt greiningu sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði á launum í október 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Með leiðréttum launamun er átt við þann mun sem skýra má með viðurkenndum og þekktum þáttum sem hafa áhrif á laun, til dæmis menntun, starfsreynslu, yfirvinnu og starfshlutfall. Í tilkynningu borgarinnar segir að árið 2015 hafi munurinn verið 3,5 prósent körlum í vil en er nú 2,2 prósent þegar litið er til uppreiknaðra heildarlauna þeirra sem eru í að minnsta kosti 70 prósent starfi. Ef litið er svo til grunnlauna hjá sama hópi kemur í ljós að kynbundinn launamunur var 3,1 prósent körlum í vil árið 2015 en er nú 2,2 prósent. Óleiðréttur launamunur grunnlauna þessa sama hóps er 2 prósent konum í vil en óleiðréttur launamunur heildarlauna er 7 prósent körlum í vil. „Mikill meirihluti starfsmanna Reykjavíkurborgar, eða tæplega 5.000, tóku laun samkvæmt starfsmati. Ljóst er að starfsmatskerfið dregur úr launamun grunnlauna og sýna niðurstöður að grunnlaun skýrast nær eingöngu af starfsmatsstigum. Ef skoðuð eru laun starfsfólks í a.m.k. 70% starfi með stig úr starfsmati er óleiðréttur launamunur uppreiknaðra grunnlauna 0,3% konum í vil. Meðal starfsfólks í sama starfshlutfalli með engin starfsmatsstig er óleiðréttur launamunur uppreiknaðra grunnlauna hins vegar 6,0% körlum í vil. Skoðað var sérstaklega hvort ríkisfang hefði áhrif á laun. Grunnlaun erlendra ríkisborgara eru töluvert lægri en grunnlaun íslenskra ríkisborgara. Föst yfirvinna og aðrar greiðslur erlendra ríkisborgara eru sömuleiðis mun lægri og þar með heildarlaun. Þegar horft er á kynbundinn launamun þá er laun kvenna með íslenskan og erlendan ríkisborgarrétt jafn mikið lægri en laun karla. Starfsfólk með erlent ríkisfang er með 23,7% lægri grunnlaun en starfsfólk með íslenskt ríkisfang. Starfsfólk með erlent ríkisfang er með 24,7% lægri heildarlaun en starfsfólk með íslenskt ríkisfang. Leiðréttur munur á grunnlaunum eftir ríkisfangi er 3,1%. Leiðréttur munur á heildarlaunum eftir ríkisfangi er 3,2%,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Kjaramál Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Dregið hefur úr leiðréttum kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg frá árinu 2015 samkvæmt greiningu sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði á launum í október 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Með leiðréttum launamun er átt við þann mun sem skýra má með viðurkenndum og þekktum þáttum sem hafa áhrif á laun, til dæmis menntun, starfsreynslu, yfirvinnu og starfshlutfall. Í tilkynningu borgarinnar segir að árið 2015 hafi munurinn verið 3,5 prósent körlum í vil en er nú 2,2 prósent þegar litið er til uppreiknaðra heildarlauna þeirra sem eru í að minnsta kosti 70 prósent starfi. Ef litið er svo til grunnlauna hjá sama hópi kemur í ljós að kynbundinn launamunur var 3,1 prósent körlum í vil árið 2015 en er nú 2,2 prósent. Óleiðréttur launamunur grunnlauna þessa sama hóps er 2 prósent konum í vil en óleiðréttur launamunur heildarlauna er 7 prósent körlum í vil. „Mikill meirihluti starfsmanna Reykjavíkurborgar, eða tæplega 5.000, tóku laun samkvæmt starfsmati. Ljóst er að starfsmatskerfið dregur úr launamun grunnlauna og sýna niðurstöður að grunnlaun skýrast nær eingöngu af starfsmatsstigum. Ef skoðuð eru laun starfsfólks í a.m.k. 70% starfi með stig úr starfsmati er óleiðréttur launamunur uppreiknaðra grunnlauna 0,3% konum í vil. Meðal starfsfólks í sama starfshlutfalli með engin starfsmatsstig er óleiðréttur launamunur uppreiknaðra grunnlauna hins vegar 6,0% körlum í vil. Skoðað var sérstaklega hvort ríkisfang hefði áhrif á laun. Grunnlaun erlendra ríkisborgara eru töluvert lægri en grunnlaun íslenskra ríkisborgara. Föst yfirvinna og aðrar greiðslur erlendra ríkisborgara eru sömuleiðis mun lægri og þar með heildarlaun. Þegar horft er á kynbundinn launamun þá er laun kvenna með íslenskan og erlendan ríkisborgarrétt jafn mikið lægri en laun karla. Starfsfólk með erlent ríkisfang er með 23,7% lægri grunnlaun en starfsfólk með íslenskt ríkisfang. Starfsfólk með erlent ríkisfang er með 24,7% lægri heildarlaun en starfsfólk með íslenskt ríkisfang. Leiðréttur munur á grunnlaunum eftir ríkisfangi er 3,1%. Leiðréttur munur á heildarlaunum eftir ríkisfangi er 3,2%,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar.
Kjaramál Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira