Þarfasti þjónninn Óttar Guðmundsson skrifar 28. apríl 2018 09:00 Á Íslandi hafa menn alltaf trúað því að hesturinn væri yfirnáttúruleg vera. Hann var kallaður þarfasti þjónninn og var í raun eina samgöngutæki landsmanna um aldir. Bændur og búalið lögðu mikið kapp á að vera vel ríðandi á mannamótum. Skáldin ortu lofsöngva og sagðar voru hetjusögur af hestum. „Viljugum hesti vilja flestir ríða,“ segir máltækið. Fátæklingar fóru hins vegar fótgangandi um fjöll og firnindi. Smám saman breyttust hestarnir í bíla sem lögðu undir sig samgöngukerfið og þjóðarsálina. Bíllinn settist í hásæti hestsins og lét fara vel um sig. Landsmenn leggja enn ofurkapp á að vera vel akandi (ríðandi) sem fyrr. Meðan aðrar þjóðir draga úr bílnotkun og auka hjólreiðar og almenningssamgöngur vex bílainnflutningur á Íslandi. Nú eru 1,25 bílar á hvert mannsbarn í landinu enda hafa bílar aldrei verið fleiri. Vegakerfið er að kikna undan þessum þunga svo að gera þarf stórátak í samgöngumálum til að koma öllum þessum bílum fyrir. Rífa þarf hús og byggja hraðbrautir gegnum borgina og mislæg gatnamót. Fjölga þarf bílastæðum og jarðgöngum svo að ekki væsi um bílaflotann. Bíllinn er þarfasti þjónninn og sýnilegt stöðutákn sem ekki má taka af þjóðinni. Enginn vill láta sjá sig í strætó sem er nýtt samgöngutæki hinnar fótgangandi alþýðu fyrri alda. Í yfirstandandi borgarstjórnarkosningum er fjöldi frambjóðenda sem berst hatrammlega gegn hinni svokölluðu borgarlínu sem er einungis gróf aðför að einkabílnum. Útlendingar eiga erfitt með skilja þessa kosningabaráttu enda átta þeir sig engan veginn á því að ást Íslendinga á hestinum fór yfir á bílana. Fyrir Íslendingum er bíllinn eins og nautgripir eru Indverjum. Einungis trúvillingar og útlendingar stugga við heilögum kúm og bílum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Sjá meira
Á Íslandi hafa menn alltaf trúað því að hesturinn væri yfirnáttúruleg vera. Hann var kallaður þarfasti þjónninn og var í raun eina samgöngutæki landsmanna um aldir. Bændur og búalið lögðu mikið kapp á að vera vel ríðandi á mannamótum. Skáldin ortu lofsöngva og sagðar voru hetjusögur af hestum. „Viljugum hesti vilja flestir ríða,“ segir máltækið. Fátæklingar fóru hins vegar fótgangandi um fjöll og firnindi. Smám saman breyttust hestarnir í bíla sem lögðu undir sig samgöngukerfið og þjóðarsálina. Bíllinn settist í hásæti hestsins og lét fara vel um sig. Landsmenn leggja enn ofurkapp á að vera vel akandi (ríðandi) sem fyrr. Meðan aðrar þjóðir draga úr bílnotkun og auka hjólreiðar og almenningssamgöngur vex bílainnflutningur á Íslandi. Nú eru 1,25 bílar á hvert mannsbarn í landinu enda hafa bílar aldrei verið fleiri. Vegakerfið er að kikna undan þessum þunga svo að gera þarf stórátak í samgöngumálum til að koma öllum þessum bílum fyrir. Rífa þarf hús og byggja hraðbrautir gegnum borgina og mislæg gatnamót. Fjölga þarf bílastæðum og jarðgöngum svo að ekki væsi um bílaflotann. Bíllinn er þarfasti þjónninn og sýnilegt stöðutákn sem ekki má taka af þjóðinni. Enginn vill láta sjá sig í strætó sem er nýtt samgöngutæki hinnar fótgangandi alþýðu fyrri alda. Í yfirstandandi borgarstjórnarkosningum er fjöldi frambjóðenda sem berst hatrammlega gegn hinni svokölluðu borgarlínu sem er einungis gróf aðför að einkabílnum. Útlendingar eiga erfitt með skilja þessa kosningabaráttu enda átta þeir sig engan veginn á því að ást Íslendinga á hestinum fór yfir á bílana. Fyrir Íslendingum er bíllinn eins og nautgripir eru Indverjum. Einungis trúvillingar og útlendingar stugga við heilögum kúm og bílum.
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar