Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. apríl 2018 19:23 Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. Ekki er útilokað að sveitarfélögin hafi skapað sér skaðabótaskyldu með birtingu gagnanna. Fréttastofa hefur undir höndum gögn um einstaklinga sem notið hafa þjónustu þriggja bæjarfélaga en þar má sjá til dæmis greiðslur vegna sjúkraþjálfunar, áfalla- og sálfræðiaðstoðar, styrki til einstaklinga og greiðslur í barnaverndarmálum og vegna fjárhagsaðstoðar. Einnig er að finna þjónustuaðila í þessum upplýsingum en í gögnunum má sjá kennitölur og upphæðir sem greiddar hafa verið út. Gögnin sem um ræðir eru viðkvæm, persónugreinanleg gögn, sem lágu fyrir allra augum á heimasíðu sveitarfélaganna. Þau eru hluti af svokölluðu opnu bókhaldi sveitarfélaga. Seltjarnarnesbær opnaði bókhald bæjarins um áramótin og síðan þá hafa þessar upplýsingar legið fyrir. Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar vissi ekki að svo viðkvæmar upplýsingar lægju fyrir allra augum.„Það á bara ekki að geta gerst. Mér er verulega brugðið og þakka fyrir að mér hafi verið upplýst um það,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar. Oddviti Neslistans og Viðreisnar sem er í framboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar útilokar ekki að bærinn hafi skapað sér skaðabótaskyldu með birtingu gagnanna. „Bæjarbúar treysta bæjaryfirvöldum fyrir mörgum af sínum viðkvæmustu málum og bærinn verður að gæta að því að stjórnsýslan fari allra best með þessar upplýsingar,“ segir Karl Pétur Jónsson. Ásgerður segist miður sín vegna málsins. Að minnst kosti tvö önnur bæjarfélög sem birta bókhald sitt opinberlega notast sama kerfi og Seltjarnarnesbær. Fréttastofa skoðaði opið bókhald Garðabæjar sem birt er á netinu og þar eins og hjá Seltjarnarnesbæ eru birtar viðkvæmar, persónugreinanlegar upplýsingar um einstaklinga sem hafa þurft að notfæra sér þjónustu bæjarfélagsins. Það sama á einnig við um Akraneskaupstað sem í dag opnaði bókhald sitt á netinu. Þegar fréttastofa skoðaði gögnin kom í ljós að þar var einnig að finna viðkvæm gögn. Bæjarstjórum sveitarfélaganna var tilkynnt um málið í dag og þeim gefinn kostur á að fjarlægja gögnin fyrir birtingu fréttarinnar. Kerfið sem sveitarfélögin notast við er keypt endurskoðenda fyrirtækin KPMG. „Ég hafði strax samband við þá í gær,“ segir Ásgerður. „Þeir gátu ekki upplýst mig um og sögðust ekki sjá neina bilun í kerfinu en tóku þá ákvörðun að loka því strax. Það verður unnið í þessu máli núna um helgina og strax á mánudaginn.“ Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. Ekki er útilokað að sveitarfélögin hafi skapað sér skaðabótaskyldu með birtingu gagnanna. Fréttastofa hefur undir höndum gögn um einstaklinga sem notið hafa þjónustu þriggja bæjarfélaga en þar má sjá til dæmis greiðslur vegna sjúkraþjálfunar, áfalla- og sálfræðiaðstoðar, styrki til einstaklinga og greiðslur í barnaverndarmálum og vegna fjárhagsaðstoðar. Einnig er að finna þjónustuaðila í þessum upplýsingum en í gögnunum má sjá kennitölur og upphæðir sem greiddar hafa verið út. Gögnin sem um ræðir eru viðkvæm, persónugreinanleg gögn, sem lágu fyrir allra augum á heimasíðu sveitarfélaganna. Þau eru hluti af svokölluðu opnu bókhaldi sveitarfélaga. Seltjarnarnesbær opnaði bókhald bæjarins um áramótin og síðan þá hafa þessar upplýsingar legið fyrir. Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar vissi ekki að svo viðkvæmar upplýsingar lægju fyrir allra augum.„Það á bara ekki að geta gerst. Mér er verulega brugðið og þakka fyrir að mér hafi verið upplýst um það,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar. Oddviti Neslistans og Viðreisnar sem er í framboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar útilokar ekki að bærinn hafi skapað sér skaðabótaskyldu með birtingu gagnanna. „Bæjarbúar treysta bæjaryfirvöldum fyrir mörgum af sínum viðkvæmustu málum og bærinn verður að gæta að því að stjórnsýslan fari allra best með þessar upplýsingar,“ segir Karl Pétur Jónsson. Ásgerður segist miður sín vegna málsins. Að minnst kosti tvö önnur bæjarfélög sem birta bókhald sitt opinberlega notast sama kerfi og Seltjarnarnesbær. Fréttastofa skoðaði opið bókhald Garðabæjar sem birt er á netinu og þar eins og hjá Seltjarnarnesbæ eru birtar viðkvæmar, persónugreinanlegar upplýsingar um einstaklinga sem hafa þurft að notfæra sér þjónustu bæjarfélagsins. Það sama á einnig við um Akraneskaupstað sem í dag opnaði bókhald sitt á netinu. Þegar fréttastofa skoðaði gögnin kom í ljós að þar var einnig að finna viðkvæm gögn. Bæjarstjórum sveitarfélaganna var tilkynnt um málið í dag og þeim gefinn kostur á að fjarlægja gögnin fyrir birtingu fréttarinnar. Kerfið sem sveitarfélögin notast við er keypt endurskoðenda fyrirtækin KPMG. „Ég hafði strax samband við þá í gær,“ segir Ásgerður. „Þeir gátu ekki upplýst mig um og sögðust ekki sjá neina bilun í kerfinu en tóku þá ákvörðun að loka því strax. Það verður unnið í þessu máli núna um helgina og strax á mánudaginn.“
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira