Innbrotum fækkað um 48 prósent á milli mánaða Elín Margrét Böðvarsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 29. apríl 2018 13:04 Innbrotum fækkar á milli mánaða. Vísir Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 48 prósent færri tilkynningar um innbrot í heimahús í mars en í febrúar samkvæmt afbrotatölfræð fyrir marsmánuð. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að fækkunina megi rekja til þess að lögreglu tókst að hafa hendur í hári sjö manna hóps sem stundaði innbrot með skipulögðum hætti. Samkvæmt afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem birt var í vikunni hefur innbrotum í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu farið fækkandi milli mánaða. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir einkum einn þátt skýra þessa miklu fækkun. „Við náttúrlega sendum út tilkynningu þarna í janúarmánuði um aukningu á innbrotum inn á heimili frá því í desember. Þetta hélt áfram í janúar og svo fram í febrúar og það er í seinni hluta febrúar sem við handtökum þarna sjö menn. Þeir hafa virst eiga bróðurpartinn af þessum innbrotum og það í rauninni skýrir þessa fækkun sem var síðan í marsmánuði,” segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Þrír mannanna sem um ræðir voru úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hálfum mánuði síðan og er stefnt að því að þeir verði ákærðir að sögn Skúla. „Síðan voru þarna 4 til viðbótar. Sá yngsti 16 ára, það er búið að ljúka máli gagnvart honum og hann er farinn til síns heima. Svo eru tveir í farbanni og síðan sá sjöundi, Íslendingur sem var viðriðinn þessi mál,” segir Skúli. Þrátt fyrir að tekist hafi að uppræta umræddan hóp er þó áfram þónokkuð um innbrot í heimahús eins og gengur og gerist, en ekki með jafn skipulegum hætti. „Það er ekki verið að herja á okkur núna með þeim hætti en við þurfum náttúrlega að vera á varðbergi, það er ekki spurning. Þetta getur komið bara allt í einu einhverjir aðilar meðal annars til landsins frá öðrum löndum og farið að herja á okkur með viðlíka hætti og áður,” segir Skúli. Lögreglumál Tengdar fréttir Úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna innbrota Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag fjóra karla í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en mennirnir eru í haldi í tengslum við hrinu innbrota á höfuðborgarsvæðinu. 16. mars 2018 17:29 Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í rúm fimm ár Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á innbrotunum miði vel og telur víst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. 15. mars 2018 09:25 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag karlmann í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 17. apríl, á grundvelli síbrota að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 20. mars 2018 17:28 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 48 prósent færri tilkynningar um innbrot í heimahús í mars en í febrúar samkvæmt afbrotatölfræð fyrir marsmánuð. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að fækkunina megi rekja til þess að lögreglu tókst að hafa hendur í hári sjö manna hóps sem stundaði innbrot með skipulögðum hætti. Samkvæmt afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem birt var í vikunni hefur innbrotum í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu farið fækkandi milli mánaða. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir einkum einn þátt skýra þessa miklu fækkun. „Við náttúrlega sendum út tilkynningu þarna í janúarmánuði um aukningu á innbrotum inn á heimili frá því í desember. Þetta hélt áfram í janúar og svo fram í febrúar og það er í seinni hluta febrúar sem við handtökum þarna sjö menn. Þeir hafa virst eiga bróðurpartinn af þessum innbrotum og það í rauninni skýrir þessa fækkun sem var síðan í marsmánuði,” segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Þrír mannanna sem um ræðir voru úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hálfum mánuði síðan og er stefnt að því að þeir verði ákærðir að sögn Skúla. „Síðan voru þarna 4 til viðbótar. Sá yngsti 16 ára, það er búið að ljúka máli gagnvart honum og hann er farinn til síns heima. Svo eru tveir í farbanni og síðan sá sjöundi, Íslendingur sem var viðriðinn þessi mál,” segir Skúli. Þrátt fyrir að tekist hafi að uppræta umræddan hóp er þó áfram þónokkuð um innbrot í heimahús eins og gengur og gerist, en ekki með jafn skipulegum hætti. „Það er ekki verið að herja á okkur núna með þeim hætti en við þurfum náttúrlega að vera á varðbergi, það er ekki spurning. Þetta getur komið bara allt í einu einhverjir aðilar meðal annars til landsins frá öðrum löndum og farið að herja á okkur með viðlíka hætti og áður,” segir Skúli.
Lögreglumál Tengdar fréttir Úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna innbrota Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag fjóra karla í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en mennirnir eru í haldi í tengslum við hrinu innbrota á höfuðborgarsvæðinu. 16. mars 2018 17:29 Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í rúm fimm ár Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á innbrotunum miði vel og telur víst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. 15. mars 2018 09:25 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag karlmann í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 17. apríl, á grundvelli síbrota að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 20. mars 2018 17:28 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
Úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna innbrota Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag fjóra karla í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en mennirnir eru í haldi í tengslum við hrinu innbrota á höfuðborgarsvæðinu. 16. mars 2018 17:29
Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í rúm fimm ár Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á innbrotunum miði vel og telur víst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. 15. mars 2018 09:25
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag karlmann í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 17. apríl, á grundvelli síbrota að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 20. mars 2018 17:28