Bragi mætir ekki á opinn fund Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. apríl 2018 19:32 Bragi óskaði sjálfur eftir því í gær að fá að mæta á fundinn. Vísir/Pjetur Bragi Guðbrandsson, fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu, mun ekki mæta á opinn fund Velferðarnefndar með félagsmálaráðherra á morgun. Þetta staðfesti Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu í dag. Bragi óskaði sjálfur eftir því í gær að fá að mæta á fundinn. Fulltrúar Velferðarnefndar hafa í gær og í dag skoðað gögn frá velferðarráðuneytinu sem tengjast kvörtunum barnaverndarnefnda yfir afskiptum Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, af einstökum málum nefndanna. Halldóra Mogensen formaður nefndarinnar segir að meira en mánuður sé síðan óskað var eftir gögnunum en þau bárust í nýliðinni viku. Halldóra hefur hvatt Ásmund Einar Daðason, félagsmálaráðherra um að íhuga stöðu sína í ljósi þeirra upplýsinga sem komið hafa fram á síðustu dögum er varðar meint afskipti Braga af einstöku barnaverndarmáli í Hafnarfirði og Stundin fjallaði um fyrir helgi. Halldóra segir ráðherra hafa sagt ósatt í ræðustól alþingis og haldið gögnum um málefni Braga leyndum fyrir nefndinni. Í febrúar var Bragi tilnefndur af ríkisstjórninni sem fulltrúi Íslands í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Er þetta í fyrsta skipti sem Íslandi býðst sæti í nefndinni. Halldóra sagði á Bylgjunni í morgun að ef ríkisstjórnin hefði haft gögnin sem hún hefur nú undir höndum þegar sú ákvörðun var tekin, telji hún fullvíst að Bragi hefði ekki verið tilnefndur. Bragi óskaði eftir því í gær að fá að koma fyrir fund Velferðarnefndar, sama fund og nefndin hefur boðað félagsmálaráðherra til, vegna þeirra opinberu umræður sem hefur verið um hans mál að undanförnu en hann telur sig geta varpað nýju ljósi á málið og kollvarpað þeirri mynd sem dregin hefur verið upp í umfjöllun Stundarinnar og í kjölfar hennar. Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar staðfesti við fréttastofu nú síðdegis að Bragi yrði boðaður á fund nefndarinnar síðar í vikunni. Ekki liggur fyrir hvort sá fundur verði opinn líkt og fundur nefndarinnar með félagsmálaráðherra á morgun. Tengdar fréttir Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08 Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. 29. apríl 2018 14:17 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Bragi Guðbrandsson, fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu, mun ekki mæta á opinn fund Velferðarnefndar með félagsmálaráðherra á morgun. Þetta staðfesti Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu í dag. Bragi óskaði sjálfur eftir því í gær að fá að mæta á fundinn. Fulltrúar Velferðarnefndar hafa í gær og í dag skoðað gögn frá velferðarráðuneytinu sem tengjast kvörtunum barnaverndarnefnda yfir afskiptum Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, af einstökum málum nefndanna. Halldóra Mogensen formaður nefndarinnar segir að meira en mánuður sé síðan óskað var eftir gögnunum en þau bárust í nýliðinni viku. Halldóra hefur hvatt Ásmund Einar Daðason, félagsmálaráðherra um að íhuga stöðu sína í ljósi þeirra upplýsinga sem komið hafa fram á síðustu dögum er varðar meint afskipti Braga af einstöku barnaverndarmáli í Hafnarfirði og Stundin fjallaði um fyrir helgi. Halldóra segir ráðherra hafa sagt ósatt í ræðustól alþingis og haldið gögnum um málefni Braga leyndum fyrir nefndinni. Í febrúar var Bragi tilnefndur af ríkisstjórninni sem fulltrúi Íslands í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Er þetta í fyrsta skipti sem Íslandi býðst sæti í nefndinni. Halldóra sagði á Bylgjunni í morgun að ef ríkisstjórnin hefði haft gögnin sem hún hefur nú undir höndum þegar sú ákvörðun var tekin, telji hún fullvíst að Bragi hefði ekki verið tilnefndur. Bragi óskaði eftir því í gær að fá að koma fyrir fund Velferðarnefndar, sama fund og nefndin hefur boðað félagsmálaráðherra til, vegna þeirra opinberu umræður sem hefur verið um hans mál að undanförnu en hann telur sig geta varpað nýju ljósi á málið og kollvarpað þeirri mynd sem dregin hefur verið upp í umfjöllun Stundarinnar og í kjölfar hennar. Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar staðfesti við fréttastofu nú síðdegis að Bragi yrði boðaður á fund nefndarinnar síðar í vikunni. Ekki liggur fyrir hvort sá fundur verði opinn líkt og fundur nefndarinnar með félagsmálaráðherra á morgun.
Tengdar fréttir Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08 Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. 29. apríl 2018 14:17 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08
Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. 29. apríl 2018 14:17
Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54
Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52