Bragi mætir ekki á opinn fund Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. apríl 2018 19:32 Bragi óskaði sjálfur eftir því í gær að fá að mæta á fundinn. Vísir/Pjetur Bragi Guðbrandsson, fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu, mun ekki mæta á opinn fund Velferðarnefndar með félagsmálaráðherra á morgun. Þetta staðfesti Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu í dag. Bragi óskaði sjálfur eftir því í gær að fá að mæta á fundinn. Fulltrúar Velferðarnefndar hafa í gær og í dag skoðað gögn frá velferðarráðuneytinu sem tengjast kvörtunum barnaverndarnefnda yfir afskiptum Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, af einstökum málum nefndanna. Halldóra Mogensen formaður nefndarinnar segir að meira en mánuður sé síðan óskað var eftir gögnunum en þau bárust í nýliðinni viku. Halldóra hefur hvatt Ásmund Einar Daðason, félagsmálaráðherra um að íhuga stöðu sína í ljósi þeirra upplýsinga sem komið hafa fram á síðustu dögum er varðar meint afskipti Braga af einstöku barnaverndarmáli í Hafnarfirði og Stundin fjallaði um fyrir helgi. Halldóra segir ráðherra hafa sagt ósatt í ræðustól alþingis og haldið gögnum um málefni Braga leyndum fyrir nefndinni. Í febrúar var Bragi tilnefndur af ríkisstjórninni sem fulltrúi Íslands í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Er þetta í fyrsta skipti sem Íslandi býðst sæti í nefndinni. Halldóra sagði á Bylgjunni í morgun að ef ríkisstjórnin hefði haft gögnin sem hún hefur nú undir höndum þegar sú ákvörðun var tekin, telji hún fullvíst að Bragi hefði ekki verið tilnefndur. Bragi óskaði eftir því í gær að fá að koma fyrir fund Velferðarnefndar, sama fund og nefndin hefur boðað félagsmálaráðherra til, vegna þeirra opinberu umræður sem hefur verið um hans mál að undanförnu en hann telur sig geta varpað nýju ljósi á málið og kollvarpað þeirri mynd sem dregin hefur verið upp í umfjöllun Stundarinnar og í kjölfar hennar. Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar staðfesti við fréttastofu nú síðdegis að Bragi yrði boðaður á fund nefndarinnar síðar í vikunni. Ekki liggur fyrir hvort sá fundur verði opinn líkt og fundur nefndarinnar með félagsmálaráðherra á morgun. Tengdar fréttir Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08 Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. 29. apríl 2018 14:17 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Bragi Guðbrandsson, fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu, mun ekki mæta á opinn fund Velferðarnefndar með félagsmálaráðherra á morgun. Þetta staðfesti Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu í dag. Bragi óskaði sjálfur eftir því í gær að fá að mæta á fundinn. Fulltrúar Velferðarnefndar hafa í gær og í dag skoðað gögn frá velferðarráðuneytinu sem tengjast kvörtunum barnaverndarnefnda yfir afskiptum Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, af einstökum málum nefndanna. Halldóra Mogensen formaður nefndarinnar segir að meira en mánuður sé síðan óskað var eftir gögnunum en þau bárust í nýliðinni viku. Halldóra hefur hvatt Ásmund Einar Daðason, félagsmálaráðherra um að íhuga stöðu sína í ljósi þeirra upplýsinga sem komið hafa fram á síðustu dögum er varðar meint afskipti Braga af einstöku barnaverndarmáli í Hafnarfirði og Stundin fjallaði um fyrir helgi. Halldóra segir ráðherra hafa sagt ósatt í ræðustól alþingis og haldið gögnum um málefni Braga leyndum fyrir nefndinni. Í febrúar var Bragi tilnefndur af ríkisstjórninni sem fulltrúi Íslands í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Er þetta í fyrsta skipti sem Íslandi býðst sæti í nefndinni. Halldóra sagði á Bylgjunni í morgun að ef ríkisstjórnin hefði haft gögnin sem hún hefur nú undir höndum þegar sú ákvörðun var tekin, telji hún fullvíst að Bragi hefði ekki verið tilnefndur. Bragi óskaði eftir því í gær að fá að koma fyrir fund Velferðarnefndar, sama fund og nefndin hefur boðað félagsmálaráðherra til, vegna þeirra opinberu umræður sem hefur verið um hans mál að undanförnu en hann telur sig geta varpað nýju ljósi á málið og kollvarpað þeirri mynd sem dregin hefur verið upp í umfjöllun Stundarinnar og í kjölfar hennar. Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar staðfesti við fréttastofu nú síðdegis að Bragi yrði boðaður á fund nefndarinnar síðar í vikunni. Ekki liggur fyrir hvort sá fundur verði opinn líkt og fundur nefndarinnar með félagsmálaráðherra á morgun.
Tengdar fréttir Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08 Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. 29. apríl 2018 14:17 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08
Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. 29. apríl 2018 14:17
Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54
Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52