Hollywood-leikstjóri segir heimalandið „rasískara en andskotinn“ Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2018 11:32 Waititi rifjaði meðal annars upp að búðareigandi sem hann vann fyrir sem barn hafi spurt hann hvort að hann sniffaði lím, eingöngu vegna þess að hann var af maóraættum. Vísir/AFP Nýsjálenski kvikmyndaleikstjórinn Taika Waititi hefur valdið nokkru uppnámi í heimalandi sínu með ummælum í tímaritsviðtali á dögunum. Waititi, sem er af maóraættum, sagði að þrátt fyrir að Nýja-Sjáland væri besti staðurinn á jörðinni þá væri landið einnig rasískt. Waititi hefur getið sér gott orð fyrir myndir eins og vampírugamanmyndina „What We Do in the Shadows“ og síðar „Hunt for the Wilderpeople“. Í fyrra fékk hann svo fyrsta tækifærið til að stýra stórri Hollywood-mynd þegar hann gerði framhaldsmyndina „Ragnarök“ um þrumuguðinn Þór. „Það er rasískara en andskotinn. Ég meina, mér finnst Nýja-Sjáland vera besti staður á plánetunni en það er rasískur staður,“ segir Waititi í viðtali við tímaritið Dazed and Confused. Þrátt fyrir velgengnina segir Waititi að honum sé mætt heima fyrir með yfirlæti vegna upprunans. „Oh, þú hefur staðið þig svo vel, er það ekki? Miðað við hvernig þú ólst upp. Miðað við einn af þínu fólki,“ lýsir Waititi viðbrögðum fólks í Auckland við honum. Almennt segir leikstjórinn að rasismi í garð maóra og fólks af pólýnesískum uppruna sé enn grasserandi á Nýja-Sjálandi. „Fólk neitar hreinlega að bera maóranöfn rétt fram. Fólk af pólýnesískum uppruna er enn tekið sérstaklega fyrir,“ segir Waititi. Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Nýsjálenski kvikmyndaleikstjórinn Taika Waititi hefur valdið nokkru uppnámi í heimalandi sínu með ummælum í tímaritsviðtali á dögunum. Waititi, sem er af maóraættum, sagði að þrátt fyrir að Nýja-Sjáland væri besti staðurinn á jörðinni þá væri landið einnig rasískt. Waititi hefur getið sér gott orð fyrir myndir eins og vampírugamanmyndina „What We Do in the Shadows“ og síðar „Hunt for the Wilderpeople“. Í fyrra fékk hann svo fyrsta tækifærið til að stýra stórri Hollywood-mynd þegar hann gerði framhaldsmyndina „Ragnarök“ um þrumuguðinn Þór. „Það er rasískara en andskotinn. Ég meina, mér finnst Nýja-Sjáland vera besti staður á plánetunni en það er rasískur staður,“ segir Waititi í viðtali við tímaritið Dazed and Confused. Þrátt fyrir velgengnina segir Waititi að honum sé mætt heima fyrir með yfirlæti vegna upprunans. „Oh, þú hefur staðið þig svo vel, er það ekki? Miðað við hvernig þú ólst upp. Miðað við einn af þínu fólki,“ lýsir Waititi viðbrögðum fólks í Auckland við honum. Almennt segir leikstjórinn að rasismi í garð maóra og fólks af pólýnesískum uppruna sé enn grasserandi á Nýja-Sjálandi. „Fólk neitar hreinlega að bera maóranöfn rétt fram. Fólk af pólýnesískum uppruna er enn tekið sérstaklega fyrir,“ segir Waititi.
Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira