Á verkstæðinu á Sauðárkróki segjast þeir geta gert við allt Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2018 21:15 Gunnar Valgarðsson, verkstæðisformaður í Kjarnanum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Skagfirðingar eiga sennilegasta fjölhæfasta verkstæði landsins, sem um leið er stærsta bílaverkstæði landsbyggðarinnar. Þar er gert við nánast alla hluti undir sama þaki. Rætt var við Gunnar Valgarðsson, verkstæðisformann í Kjarnanum, í fréttum Stöðvar 2. Í sama húsi á Sauðárkróki eru bílaverkstæði, vélaverkstæði, rafmagnsverkstæði og tölvuverkstæði. Samtals starfa þar um eitthundrað manns að gera við ólíkustu tæki eins og bíla, þvottavélar, vélbúnað skipa og tölvur. Gunnar telur þetta einstakt á landinu að hafa svo fjölhæfða starfsemi undir sama þaki. Þar er jafnframt stór varahlutaverslun þar sem fá má það helsta fyrir ökutækið. Bílaverkstæðið telja menn það stærsta utan Reykjavíkursvæðisins. Þeir segjast gera við allt sem ekur: „Fólksbílinn, dráttarvélina, vörubílinn, snjósleðann og fjórhjólið. Það er í raun sama hvort það þarf að smyrja bílinn eða taka upp mótorinn eða ef þú hefur keyrt á eitthvað. Réttingar eða skipta um framrúðu. Nefndu það. Við getum bara gert við allt sem er á hjólum, - og rúmlega það,“ segir Gunnar.Frá bílaverkstæðinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Viðskiptavinir eru nær eingöngu heimamenn í Skagafirði, segir Gunnar; bændur koma með traktorinn, þar er gert við mjólkurbílinn, auk þess sem verkstæðið vinnur mikið fyrir verktaka og flutningafyrirtæki. Bílaverkstæðið er jafnan með tvo til fjóra lærlinga og þeir segjast leggja mikið upp úr endurmenntun. „Já, við erum með mjög hátt menntastig á starfsmönnum og það er stöðug endurmenntun í gangi. Menn eru að fara hér ítrekað á endurmenntunarnámskeið. Nú er náttúrlega mikið verið að keyra á þessa rafbíla. Við erum að sækja þau námskeið núna í vetur, mikið,“ segir verkstæðisformaðurinn. Einnig var fjallað um starfsemina í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í gærkvöldi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Gamlir skreiðarhjallar öðlast nýtt líf með stórþorskinum Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá. 5. apríl 2018 20:30 Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Fimmtíu manna samfélag háskólamanna hefur myndast í vísindagörðum á Sauðárkróki þar sem líftækni er notuð til að vinna fæðubótarefni úr fiskafurðum. 9. apríl 2018 21:30 Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn. 8. apríl 2018 21:00 Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45 Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Skagfirðingar eiga sennilegasta fjölhæfasta verkstæði landsins, sem um leið er stærsta bílaverkstæði landsbyggðarinnar. Þar er gert við nánast alla hluti undir sama þaki. Rætt var við Gunnar Valgarðsson, verkstæðisformann í Kjarnanum, í fréttum Stöðvar 2. Í sama húsi á Sauðárkróki eru bílaverkstæði, vélaverkstæði, rafmagnsverkstæði og tölvuverkstæði. Samtals starfa þar um eitthundrað manns að gera við ólíkustu tæki eins og bíla, þvottavélar, vélbúnað skipa og tölvur. Gunnar telur þetta einstakt á landinu að hafa svo fjölhæfða starfsemi undir sama þaki. Þar er jafnframt stór varahlutaverslun þar sem fá má það helsta fyrir ökutækið. Bílaverkstæðið telja menn það stærsta utan Reykjavíkursvæðisins. Þeir segjast gera við allt sem ekur: „Fólksbílinn, dráttarvélina, vörubílinn, snjósleðann og fjórhjólið. Það er í raun sama hvort það þarf að smyrja bílinn eða taka upp mótorinn eða ef þú hefur keyrt á eitthvað. Réttingar eða skipta um framrúðu. Nefndu það. Við getum bara gert við allt sem er á hjólum, - og rúmlega það,“ segir Gunnar.Frá bílaverkstæðinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Viðskiptavinir eru nær eingöngu heimamenn í Skagafirði, segir Gunnar; bændur koma með traktorinn, þar er gert við mjólkurbílinn, auk þess sem verkstæðið vinnur mikið fyrir verktaka og flutningafyrirtæki. Bílaverkstæðið er jafnan með tvo til fjóra lærlinga og þeir segjast leggja mikið upp úr endurmenntun. „Já, við erum með mjög hátt menntastig á starfsmönnum og það er stöðug endurmenntun í gangi. Menn eru að fara hér ítrekað á endurmenntunarnámskeið. Nú er náttúrlega mikið verið að keyra á þessa rafbíla. Við erum að sækja þau námskeið núna í vetur, mikið,“ segir verkstæðisformaðurinn. Einnig var fjallað um starfsemina í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í gærkvöldi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Gamlir skreiðarhjallar öðlast nýtt líf með stórþorskinum Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá. 5. apríl 2018 20:30 Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Fimmtíu manna samfélag háskólamanna hefur myndast í vísindagörðum á Sauðárkróki þar sem líftækni er notuð til að vinna fæðubótarefni úr fiskafurðum. 9. apríl 2018 21:30 Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn. 8. apríl 2018 21:00 Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45 Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Gamlir skreiðarhjallar öðlast nýtt líf með stórþorskinum Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá. 5. apríl 2018 20:30
Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Fimmtíu manna samfélag háskólamanna hefur myndast í vísindagörðum á Sauðárkróki þar sem líftækni er notuð til að vinna fæðubótarefni úr fiskafurðum. 9. apríl 2018 21:30
Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn. 8. apríl 2018 21:00
Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45
Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00