Hvernig má bæta starf kennarans? Guðjón Ragnar Jónasson skrifar 11. apríl 2018 07:00 Kennarastarfið er flókið og mótsagnakennt. Fáar stéttir hér á landi mega í jafn ríkum mæli þola brigsl um að þær vinni ekki vinnuna sína, en þó er alkunna að vinnuálag kennara er feiknarlegt, kulnun og vanlíðan hrjáir marga þeirra, ýmsir þar þurfa að taka sér leyfi til endurhæfingar og sumir hrökklast einfaldlega úr starfi. Ofan á þetta allt saman bætast við lág laun hjá stéttinni, þannig að á næstu árum er búist við grafalvarlegum kennaraskorti. Hvað er til ráða? Hækkun launa er vissulega mikilvægur þáttur, þótt launaóánægja sé ekki eina rót vandans. Tíðrætt er að fjölga kennaranemum, en miklu skiptir að þeir sem læra til kennslu haldist í starfi, enda allt of margir menntaðir kennarar sem hverfa af vettvangi ofan í betri matarholur. Álag og kröfur samfélagsins til stéttarinnar eykst sífellt, starfsumhverfið hefur breyst og margir þeir sem hafa menntað sig til starfans ráða illa við breyttan veruleika. Að mínu mati eru símenntun og endurmenntun lykilatriði við að styrkja stöðu og sjálfsmynd kennara. Auðvitað er mikilvægt að sem flestir kennarar ljúki meistaragráðu, en að auki þarf sí- og endurmenntun að vera sem fjölbreyttust. Þarfir starfandi kennara eru margvíslegar og mikilvægt að þeir fái tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn. Símenntunin hefur til þessa verið of einsleit, margir starfandi kennarar hafa nýtt sér leyfisárið til að hlýða á fyrirlestra fræðimanna um hvernig haga beri skólastarfi og þar eru kannski boðaðar nýjungar í kennsluháttum, en oft með löngum fyrirlestrum, og þannig gengið í berhögg við inntak boðunarinnar. Fyrir mitt leyti hef ég lítinn áhuga á að bæta við mig þriðju meistaragráðunni á þeim forsendum. Ég vil fá tækifæri til að rækta sál og líkama samhliða því að kynna mér skólamálanýjungar, heima sem ytra.Fjölga þarf námsorlofum Þess vegna skiptir miklu að fjölga námsorlofum og breyta ýmsu við úthlutun þeirra. Þau þurfa að vera reglulegri og gagnsæi þarf að ríkja þegar veitt er. Hjá grunn- og framhaldsskólakennurum starfa nefndir á vegum hins opinbera sem ákvarða hverjir fá leyfi og þegar kemur að úthlutun er oftast spurt um þarfir skólans og þarfir kennarans látnar mæta afgangi. En úthlutunin á ekki að byggjast á sýn eða duttlungum opinberra nefnda, heldur eiga fjölbreytt námsleyfi að vera réttur hvers kennara. Framboð símenntunar verður að vera fjölskrúðugt og mæta þörfum starfandi kennara, og samtök kennara eiga enn fremur að koma að mótun þess. Einnig er óeðlilegt að kennarar fái einungis eitt námsleyfi um starfsævina og þá helst nærri lokum ferils síns, þegar viðbótarmenntunin nýtist síst skólastarfi í landinu. Eðlilegra væri að fyrir hvert kennsluár áynni kennari sér rétt til eins mánaðar námsleyfis sem hægt væri að taka eftir fimm eða tíu ár í starfi. Kysi kennari að taka leyfið eftir fimm ár þá ætti hann inni hálft ár á launum. Ef hann veldi að taka leyfið efir tíu ár þá ætti hann rétt á eins árs námsleyfi. Með þessu móti myndu allir kennarar taka orlof á fimm til tíu ára fresti. Fyrirkomulagið væri þá ekki ósvipað því rannsóknarleyfi sem háskólakennarar ávinna sér með reglulegu millibili, en það er ekki síður mikilvægt að námsorlof og endurmenntun verði hluti af flóknu kennarastarfi framtíðarinnar. Og gefa þyrfti fólki tækifæri til að sækja endurmenntunina erlendis eigi síður en hér heima, slíkt skilar sér í víðsýni og bættum kennsluháttum. Endurnærandi símenntun í vandasömu starfi hlýtur að verða leiðarstefið í skólastarfi komandi áratuga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Kennarastarfið er flókið og mótsagnakennt. Fáar stéttir hér á landi mega í jafn ríkum mæli þola brigsl um að þær vinni ekki vinnuna sína, en þó er alkunna að vinnuálag kennara er feiknarlegt, kulnun og vanlíðan hrjáir marga þeirra, ýmsir þar þurfa að taka sér leyfi til endurhæfingar og sumir hrökklast einfaldlega úr starfi. Ofan á þetta allt saman bætast við lág laun hjá stéttinni, þannig að á næstu árum er búist við grafalvarlegum kennaraskorti. Hvað er til ráða? Hækkun launa er vissulega mikilvægur þáttur, þótt launaóánægja sé ekki eina rót vandans. Tíðrætt er að fjölga kennaranemum, en miklu skiptir að þeir sem læra til kennslu haldist í starfi, enda allt of margir menntaðir kennarar sem hverfa af vettvangi ofan í betri matarholur. Álag og kröfur samfélagsins til stéttarinnar eykst sífellt, starfsumhverfið hefur breyst og margir þeir sem hafa menntað sig til starfans ráða illa við breyttan veruleika. Að mínu mati eru símenntun og endurmenntun lykilatriði við að styrkja stöðu og sjálfsmynd kennara. Auðvitað er mikilvægt að sem flestir kennarar ljúki meistaragráðu, en að auki þarf sí- og endurmenntun að vera sem fjölbreyttust. Þarfir starfandi kennara eru margvíslegar og mikilvægt að þeir fái tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn. Símenntunin hefur til þessa verið of einsleit, margir starfandi kennarar hafa nýtt sér leyfisárið til að hlýða á fyrirlestra fræðimanna um hvernig haga beri skólastarfi og þar eru kannski boðaðar nýjungar í kennsluháttum, en oft með löngum fyrirlestrum, og þannig gengið í berhögg við inntak boðunarinnar. Fyrir mitt leyti hef ég lítinn áhuga á að bæta við mig þriðju meistaragráðunni á þeim forsendum. Ég vil fá tækifæri til að rækta sál og líkama samhliða því að kynna mér skólamálanýjungar, heima sem ytra.Fjölga þarf námsorlofum Þess vegna skiptir miklu að fjölga námsorlofum og breyta ýmsu við úthlutun þeirra. Þau þurfa að vera reglulegri og gagnsæi þarf að ríkja þegar veitt er. Hjá grunn- og framhaldsskólakennurum starfa nefndir á vegum hins opinbera sem ákvarða hverjir fá leyfi og þegar kemur að úthlutun er oftast spurt um þarfir skólans og þarfir kennarans látnar mæta afgangi. En úthlutunin á ekki að byggjast á sýn eða duttlungum opinberra nefnda, heldur eiga fjölbreytt námsleyfi að vera réttur hvers kennara. Framboð símenntunar verður að vera fjölskrúðugt og mæta þörfum starfandi kennara, og samtök kennara eiga enn fremur að koma að mótun þess. Einnig er óeðlilegt að kennarar fái einungis eitt námsleyfi um starfsævina og þá helst nærri lokum ferils síns, þegar viðbótarmenntunin nýtist síst skólastarfi í landinu. Eðlilegra væri að fyrir hvert kennsluár áynni kennari sér rétt til eins mánaðar námsleyfis sem hægt væri að taka eftir fimm eða tíu ár í starfi. Kysi kennari að taka leyfið eftir fimm ár þá ætti hann inni hálft ár á launum. Ef hann veldi að taka leyfið efir tíu ár þá ætti hann rétt á eins árs námsleyfi. Með þessu móti myndu allir kennarar taka orlof á fimm til tíu ára fresti. Fyrirkomulagið væri þá ekki ósvipað því rannsóknarleyfi sem háskólakennarar ávinna sér með reglulegu millibili, en það er ekki síður mikilvægt að námsorlof og endurmenntun verði hluti af flóknu kennarastarfi framtíðarinnar. Og gefa þyrfti fólki tækifæri til að sækja endurmenntunina erlendis eigi síður en hér heima, slíkt skilar sér í víðsýni og bættum kennsluháttum. Endurnærandi símenntun í vandasömu starfi hlýtur að verða leiðarstefið í skólastarfi komandi áratuga.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun