Nýir markaðir Sigrún Jenný Barðadóttir skrifar 11. apríl 2018 07:00 Páskabókin mín í ár var Blue Ocean Shift; Beyond Competing, eftir W. Chan Kim og René Mauborgne, og hvort sem þú ert að byrja rekstur eða hefur verið lengi í rekstri þá gæti hugmyndafræði Blue Ocean ef til vill gagnast þér. Byrjaðu á að greina umhverfið. Er iðnaðurinn vaxandi, staðnaður eða fer hann minnkandi? Er hráefnisverð hærra eða lægra en áður? Eru samkeppnisaðilar að stækka við sig, koma með nýjar vörur á markað og línur, ráða nýtt fólk eða að segja upp starfsfólki? Er eftirspurnin vaxandi eða minnkandi? Blue Ocean tekur mið af fyrrnefndum áhrifaþáttum sem áætlun fyrirtækja markast af, en tekur þeim þó ekki sem gefnum heldur einsetur sér að móta þá og skapa þannig nýja markaði með skapandi lausnum. Hugmyndafræðin setur sér að búa til nýja eftirspurn, skapa nýjan markað þar sem samkeppnin er engin, og í raun stækka þannig heildarkökuna. Til að fyrirtæki vaxi verður að horfa til þeirra sem eru ekki viðskiptavinir. Hægt er að greina ekki viðskiptavini í þrjá hópa. Fyrsta stigs ekki neytendur sem eru til dæmis lítil fyrirtæki sem ákveða að vera enn án netverslunar. Annars stigs ekki neytendur eru til að mynda þeir sem ákveða að mála frekar stofuna eftir að hafa hugleitt veggfóður vel og vandlega. Þeir eru þá annars stigs ekki neytendur hjá veggfóðursfyrirtækjum. Þriðja stigs ekki neytendur gætu verið einstaklingar sem fara í banka og taka út pening til að greiða fyrir þjónustu og nota ekki greiðslukort. Þessi hópur er þá þriðja stigs ekki neytendur greiðslukortafyrirtækja. Eiga þessir hópar ekki neytenda við þitt fyrirtæki? Þeir eru alls ekki „allir aðrir“ eins og margir virðast álíta. Íslensk fyrirtæki hafa hag af því að skoða þetta því undanfarin ár hefur bæði verið veruleg fjölgun á ferðamönnum til landsins og aukinn áhugi á íslenskum vörum erlendis. Neytendahegðun Íslendinga er einnig að breytast, til að mynda með netverslun. Fyrir vikið má reikna með að fjölmörg tækifæri séu fyrir íslensk fyrirtæki til að skoða hverjir eru ekki neytendur og vinna markvisst að því að ná til þessara neytenda.Höfundur er meðeigandi Eimverks Distillery og félagskona í FKA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Páskabókin mín í ár var Blue Ocean Shift; Beyond Competing, eftir W. Chan Kim og René Mauborgne, og hvort sem þú ert að byrja rekstur eða hefur verið lengi í rekstri þá gæti hugmyndafræði Blue Ocean ef til vill gagnast þér. Byrjaðu á að greina umhverfið. Er iðnaðurinn vaxandi, staðnaður eða fer hann minnkandi? Er hráefnisverð hærra eða lægra en áður? Eru samkeppnisaðilar að stækka við sig, koma með nýjar vörur á markað og línur, ráða nýtt fólk eða að segja upp starfsfólki? Er eftirspurnin vaxandi eða minnkandi? Blue Ocean tekur mið af fyrrnefndum áhrifaþáttum sem áætlun fyrirtækja markast af, en tekur þeim þó ekki sem gefnum heldur einsetur sér að móta þá og skapa þannig nýja markaði með skapandi lausnum. Hugmyndafræðin setur sér að búa til nýja eftirspurn, skapa nýjan markað þar sem samkeppnin er engin, og í raun stækka þannig heildarkökuna. Til að fyrirtæki vaxi verður að horfa til þeirra sem eru ekki viðskiptavinir. Hægt er að greina ekki viðskiptavini í þrjá hópa. Fyrsta stigs ekki neytendur sem eru til dæmis lítil fyrirtæki sem ákveða að vera enn án netverslunar. Annars stigs ekki neytendur eru til að mynda þeir sem ákveða að mála frekar stofuna eftir að hafa hugleitt veggfóður vel og vandlega. Þeir eru þá annars stigs ekki neytendur hjá veggfóðursfyrirtækjum. Þriðja stigs ekki neytendur gætu verið einstaklingar sem fara í banka og taka út pening til að greiða fyrir þjónustu og nota ekki greiðslukort. Þessi hópur er þá þriðja stigs ekki neytendur greiðslukortafyrirtækja. Eiga þessir hópar ekki neytenda við þitt fyrirtæki? Þeir eru alls ekki „allir aðrir“ eins og margir virðast álíta. Íslensk fyrirtæki hafa hag af því að skoða þetta því undanfarin ár hefur bæði verið veruleg fjölgun á ferðamönnum til landsins og aukinn áhugi á íslenskum vörum erlendis. Neytendahegðun Íslendinga er einnig að breytast, til að mynda með netverslun. Fyrir vikið má reikna með að fjölmörg tækifæri séu fyrir íslensk fyrirtæki til að skoða hverjir eru ekki neytendur og vinna markvisst að því að ná til þessara neytenda.Höfundur er meðeigandi Eimverks Distillery og félagskona í FKA
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar