Götóttur þjóðarsjóður Konráð S. Guðjónsson skrifar 11. apríl 2018 07:00 Við Íslendingar horfum oft á tíðum með aðdáunaraugum á frændur okkar Norðmenn. Sú aðdáun, og sumpart öfund, náði hámarki á árunum eftir fjármálakreppu en hefur mögulega dvínað á síðustu árum. Enda hefur efnahagsþróun hér og í Noregi verið nánast eins og svart og hvítt frá árinu 2014. Að leitað sé til Noregs eftir góðum hugmyndum er þó ekki úr sögunni. Á síðustu misserum hafa hugmyndir um þjóðarsjóð eða stöðugleikasjóð (e. Sovereign Wealth Fund) í líkingu við olíusjóð Norðmanna hratt hlotið brautargengi. Í nýbirtri fjármálaáætlun er gert ráð fyrir slíkum þjóðarsjóði sem fjármagna á með arðgreiðslum Landsvirkjunar. Sömuleiðis var fjallað um slíkan sjóð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þar sem reyndar samtímis var búið að ráðstafa fé úr þessum óstofnaða sjóði. Þær ráðstafanir eru einar og sér mögulega skynsamlegar og stofnun þjóðarsjóðs hefði að líkindum ýmsa kosti í för með sér. Við nánari athugun er stofnun slíks sjóðs þó um margt þversagnakennd, málið hefur hlotið litla umræðu og ýmsum spurningum er ósvarað.Ekki skilyrði fyrir nýsköpun Ráðstafanir úr óstofnuðum þjóðarsjóði koma ekki eingöngu fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu stendur nú yfir vinna við útfærslu á því hvernig sé unnt að ráðstafa fé úr sjóðnum til að efla nýsköpun í atvinnulífinu. Í skoðun Viðskiptaráðs frá desember síðastliðnum var fjallað um hvernig Norðmenn biðu í 20 ár áður en þeir tóku fé úr sínum sjóði, enda tekur langan tíma að byggja upp slíkan sjóð. Varla þurfum við að bíða til ársins 2038 áður en ráðist verður í arðbærar aðgerðir til þess að auka nýsköpun? Nauðsynlegt er að styðja við nýsköpun í atvinnulífinu en arðsemi af náttúruauðlindum, sem mun fjármagna þjóðarsjóðinn, ætti ekki að vera skilyrði. Ef arðsemi orkugeirans verður lítil ætti þörfin fyrir nýsköpun og nýja atvinnuvegi að vera hvað mest. Gott er að horfa hér til Norðmanna, sem nota sjóðinn einvörðungu til að ávaxta fé af auðlindum sýnum og til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Lífeyrissjóðirnir okkar þjóðarsjóðir? Eitt af sérkennum Íslands er stærð lífeyrissjóðakerfisins sem er hlutfallslega það næststærsta í heimi eða um 156% af landsframleiðslu (til samanburðar er norski olíusjóðurinn um 250% af landsframleiðslu Noregs). Útlit er fyrir að lífeyrissjóðirnir muni stækka áfram á næstu árum og þurfa að fjárfesta erlendis nær allt hreint innflæði. Ómögulegt er að nefna nákvæmar tölur en hægt er að slá því föstu að lífeyrissjóðirnir þurfa að fjárfesta erlendis sem nemur tugum milljarða króna á ári til að tryggja góða eignadreifingu. Að óbreyttu dregur þetta úr þörfinni fyrir þjóðarsjóð auk þess sem stofnun þjóðarsjóðs dregur úr getu lífeyrissjóða og annarra innlendra aðila til að kaupa gjaldeyri á agnarsmáum gjaldeyrismarkaði. Einnig skýtur skökku við að stofna þjóðarsjóð áður en komið er til móts við ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs sem nema heilum 620 milljörðum króna. Lítið hefur verið útskýrt hvers vegna tekjurnar í sjóðinn eiga eingöngu, að minnsta kosti til að byrja með, að koma frá endurnýjanlegum orkuauðlindum. Erfitt er að finna fyrirmyndir um þetta erlendis, ef þær eru einhverjar. Erlendir þjóðarsjóðir byggja yfirleitt á tekjum af olíu og öðrum óendurnýjanlegum orkuauðlindum eða gjaldeyrisforða ríkja. Því væri kannski rétt að byrja á að nota gjaldeyrisforða Seðlabankans að fyrirmynd annarra ríkja. Það myndi kalla á aukin gjaldeyriskaup Seðlabankans sem er efni í aðra umræðu. Hugsum málið til enda Það er stjórnvöldum til hróss að hugsa til lengri tíma líkt og áætlanir um þjóðarsjóð bera glögglega með sér. Enda gæti stofnun þjóðarsjóðs verið heillaspor ef hann er útfærður á skynsamlegan hátt. Eins og staðan er núna virðist sjóðurinn þó nokkuð götóttur, bæði bókstaflega og hugmyndafræðilega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Konráð S. Guðjónsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Við Íslendingar horfum oft á tíðum með aðdáunaraugum á frændur okkar Norðmenn. Sú aðdáun, og sumpart öfund, náði hámarki á árunum eftir fjármálakreppu en hefur mögulega dvínað á síðustu árum. Enda hefur efnahagsþróun hér og í Noregi verið nánast eins og svart og hvítt frá árinu 2014. Að leitað sé til Noregs eftir góðum hugmyndum er þó ekki úr sögunni. Á síðustu misserum hafa hugmyndir um þjóðarsjóð eða stöðugleikasjóð (e. Sovereign Wealth Fund) í líkingu við olíusjóð Norðmanna hratt hlotið brautargengi. Í nýbirtri fjármálaáætlun er gert ráð fyrir slíkum þjóðarsjóði sem fjármagna á með arðgreiðslum Landsvirkjunar. Sömuleiðis var fjallað um slíkan sjóð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þar sem reyndar samtímis var búið að ráðstafa fé úr þessum óstofnaða sjóði. Þær ráðstafanir eru einar og sér mögulega skynsamlegar og stofnun þjóðarsjóðs hefði að líkindum ýmsa kosti í för með sér. Við nánari athugun er stofnun slíks sjóðs þó um margt þversagnakennd, málið hefur hlotið litla umræðu og ýmsum spurningum er ósvarað.Ekki skilyrði fyrir nýsköpun Ráðstafanir úr óstofnuðum þjóðarsjóði koma ekki eingöngu fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu stendur nú yfir vinna við útfærslu á því hvernig sé unnt að ráðstafa fé úr sjóðnum til að efla nýsköpun í atvinnulífinu. Í skoðun Viðskiptaráðs frá desember síðastliðnum var fjallað um hvernig Norðmenn biðu í 20 ár áður en þeir tóku fé úr sínum sjóði, enda tekur langan tíma að byggja upp slíkan sjóð. Varla þurfum við að bíða til ársins 2038 áður en ráðist verður í arðbærar aðgerðir til þess að auka nýsköpun? Nauðsynlegt er að styðja við nýsköpun í atvinnulífinu en arðsemi af náttúruauðlindum, sem mun fjármagna þjóðarsjóðinn, ætti ekki að vera skilyrði. Ef arðsemi orkugeirans verður lítil ætti þörfin fyrir nýsköpun og nýja atvinnuvegi að vera hvað mest. Gott er að horfa hér til Norðmanna, sem nota sjóðinn einvörðungu til að ávaxta fé af auðlindum sýnum og til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Lífeyrissjóðirnir okkar þjóðarsjóðir? Eitt af sérkennum Íslands er stærð lífeyrissjóðakerfisins sem er hlutfallslega það næststærsta í heimi eða um 156% af landsframleiðslu (til samanburðar er norski olíusjóðurinn um 250% af landsframleiðslu Noregs). Útlit er fyrir að lífeyrissjóðirnir muni stækka áfram á næstu árum og þurfa að fjárfesta erlendis nær allt hreint innflæði. Ómögulegt er að nefna nákvæmar tölur en hægt er að slá því föstu að lífeyrissjóðirnir þurfa að fjárfesta erlendis sem nemur tugum milljarða króna á ári til að tryggja góða eignadreifingu. Að óbreyttu dregur þetta úr þörfinni fyrir þjóðarsjóð auk þess sem stofnun þjóðarsjóðs dregur úr getu lífeyrissjóða og annarra innlendra aðila til að kaupa gjaldeyri á agnarsmáum gjaldeyrismarkaði. Einnig skýtur skökku við að stofna þjóðarsjóð áður en komið er til móts við ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs sem nema heilum 620 milljörðum króna. Lítið hefur verið útskýrt hvers vegna tekjurnar í sjóðinn eiga eingöngu, að minnsta kosti til að byrja með, að koma frá endurnýjanlegum orkuauðlindum. Erfitt er að finna fyrirmyndir um þetta erlendis, ef þær eru einhverjar. Erlendir þjóðarsjóðir byggja yfirleitt á tekjum af olíu og öðrum óendurnýjanlegum orkuauðlindum eða gjaldeyrisforða ríkja. Því væri kannski rétt að byrja á að nota gjaldeyrisforða Seðlabankans að fyrirmynd annarra ríkja. Það myndi kalla á aukin gjaldeyriskaup Seðlabankans sem er efni í aðra umræðu. Hugsum málið til enda Það er stjórnvöldum til hróss að hugsa til lengri tíma líkt og áætlanir um þjóðarsjóð bera glögglega með sér. Enda gæti stofnun þjóðarsjóðs verið heillaspor ef hann er útfærður á skynsamlegan hátt. Eins og staðan er núna virðist sjóðurinn þó nokkuð götóttur, bæði bókstaflega og hugmyndafræðilega.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun