Framhaldsskólanemar tregir til þátttöku í skuggakosningum Heimir Már Pétursson skrifar 11. apríl 2018 20:30 Reynt er að efla áhuga ungs fólks á borgarstjórnarmálum með framboðsfundum og skuggakosningum en þótt kjörstaðirnir í þeim séu færðir inn í framhaldsskólana er þátttakan lítil. Dagur B. Eggertsson nýtur mun meira fylgis í embætti borgarstjóra en fylgi Samfylkingarinnar gefur til kynna samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær stefnir í met í fjölda framboða fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í vor og gætu þau orðið að minnsta kosti fjórtán. Þá þarf minna fylgi nú en áður til að ná inn borgarfulltrúa, því borgarfulltrúum verður fjölgað úr fimmtán í tuttugu og þrjá. Kosningabaráttan fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor er hafin í framhaldsskólum borgarinnar. Samhliða framboðskynningum fara fram skuggakosningar til borgarstjórnar í skólunum. „Þetta er eiginlega æfing í því að taka þátt í lýðræðislegum kosningum. Við reynum að herma eftir því hvernig raunverulegar kosningar fara fram,“ segir Róbert Ferdinandsson kennari á félagsfræðibraut Fjölbrautaskólans við Ármúla. Þannig sé til dæmis gefin út kjörskrá og frambjóðendur mæti í skólana til að kynna stefnumál sín og sitja fyrir svörum eins og í FÁ í morgun.Eyþór Arnalds og Dagur B. Eggertsson.Vísir/SamsettYngstu kjósendurnir hafa verið tregastir til að mæta á kjörstað í almennum kosningum og það á líka við í skuggkosningunum þótt kjörklefinn sé færður inn í skólana.„Hún hefur verið svona svipuð, því miður eins og þekkist, í kringum 40 prósent. En aðalatriðið í okkar huga er að virkja sem flesta,“ segir Róbert.Samkvæmt könnun sem Fréttablaðið birtir í dag myndu 45 prósent þeirra sem taka afstöðu vilja Dag B. Eggertsson áfram í stól borgarstjóra, 30 prósent Eyþór Arnalds en aðrir njóta eins stafs fylgis í embættið.Ertu sáttur við það?„Mér finnst þetta mjög góð byrjun. Að vera með 30 prósenta stuðning í þetta embætti. Langmestan stuðning fyrir utan sitjandi borgarstjóra sem hefur meiri stuðning eins og staðan er í dag,“ segir Eyþór.Dagur er þakklátur fyrir stuðninginn.„Reyndar tek ég þetta ekki bara til mín heldur í raun til alls meirihlutans. Því ég held að það hafi vakið athygli að við höfum unnið mjög vel saman sem einn maður. Fólk á því kannski ekki að venjast í pólitík og vill meira af því,“ segir Dagur B. Eggertsson. Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Yfir 40 prósent segjast óánægð með Dag Yfir 40 prósent í könnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru óánægð með störf Dags B. Eggertssonar. Hann er þó sá sem flestir vilja sem borgarstjóra. 11. apríl 2018 06:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Reynt er að efla áhuga ungs fólks á borgarstjórnarmálum með framboðsfundum og skuggakosningum en þótt kjörstaðirnir í þeim séu færðir inn í framhaldsskólana er þátttakan lítil. Dagur B. Eggertsson nýtur mun meira fylgis í embætti borgarstjóra en fylgi Samfylkingarinnar gefur til kynna samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær stefnir í met í fjölda framboða fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í vor og gætu þau orðið að minnsta kosti fjórtán. Þá þarf minna fylgi nú en áður til að ná inn borgarfulltrúa, því borgarfulltrúum verður fjölgað úr fimmtán í tuttugu og þrjá. Kosningabaráttan fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor er hafin í framhaldsskólum borgarinnar. Samhliða framboðskynningum fara fram skuggakosningar til borgarstjórnar í skólunum. „Þetta er eiginlega æfing í því að taka þátt í lýðræðislegum kosningum. Við reynum að herma eftir því hvernig raunverulegar kosningar fara fram,“ segir Róbert Ferdinandsson kennari á félagsfræðibraut Fjölbrautaskólans við Ármúla. Þannig sé til dæmis gefin út kjörskrá og frambjóðendur mæti í skólana til að kynna stefnumál sín og sitja fyrir svörum eins og í FÁ í morgun.Eyþór Arnalds og Dagur B. Eggertsson.Vísir/SamsettYngstu kjósendurnir hafa verið tregastir til að mæta á kjörstað í almennum kosningum og það á líka við í skuggkosningunum þótt kjörklefinn sé færður inn í skólana.„Hún hefur verið svona svipuð, því miður eins og þekkist, í kringum 40 prósent. En aðalatriðið í okkar huga er að virkja sem flesta,“ segir Róbert.Samkvæmt könnun sem Fréttablaðið birtir í dag myndu 45 prósent þeirra sem taka afstöðu vilja Dag B. Eggertsson áfram í stól borgarstjóra, 30 prósent Eyþór Arnalds en aðrir njóta eins stafs fylgis í embættið.Ertu sáttur við það?„Mér finnst þetta mjög góð byrjun. Að vera með 30 prósenta stuðning í þetta embætti. Langmestan stuðning fyrir utan sitjandi borgarstjóra sem hefur meiri stuðning eins og staðan er í dag,“ segir Eyþór.Dagur er þakklátur fyrir stuðninginn.„Reyndar tek ég þetta ekki bara til mín heldur í raun til alls meirihlutans. Því ég held að það hafi vakið athygli að við höfum unnið mjög vel saman sem einn maður. Fólk á því kannski ekki að venjast í pólitík og vill meira af því,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Yfir 40 prósent segjast óánægð með Dag Yfir 40 prósent í könnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru óánægð með störf Dags B. Eggertssonar. Hann er þó sá sem flestir vilja sem borgarstjóra. 11. apríl 2018 06:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Yfir 40 prósent segjast óánægð með Dag Yfir 40 prósent í könnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru óánægð með störf Dags B. Eggertssonar. Hann er þó sá sem flestir vilja sem borgarstjóra. 11. apríl 2018 06:00