Horfumst í augu við vandann Egill Þór Jónsson skrifar 12. apríl 2018 07:00 Á uppvaxtarárum mínum lærði ég fljótt að fyrsta skrefið við lausn vandamála felst í viðurkenningu á vandanum. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekki alltaf einfalt að standa andspænis sannleikanum og horfast í augu við vandann. Við þekkjum það flest. Einn stærsti vandi sem borgaryfirvöldum hefur láðst að horfast í augu við – og standa því frammi fyrir nú – er hinn margumtalaði húsnæðisvandi. Hann byggist fyrst og fremst á því hversu hægt gengur hjá meirihlutanum að byggja enda stefna hans ýtt undir lítið framboð af lóðum. Sannleikurinn er sá að þrátt fyrir fögur fyrirheit fjölgaði íbúðum í fyrra um einungis 322 í allri höfuðborginni, stærsta sveitarfélagi landsins. Á meðan íbúðum í einu af minni sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, Mosfellsbæ, fjölgaði umtalsvert meira, eða um 401. Ísköld staðreynd, blákaldur sannleikur. Sjálfur er ég 27 ára og bý enn hjá móður minni í Breiðholtinu. Undanfarin tvö ár hef ég starfað sem teymisstjóri á sambýli fyrir geðfatlaða, í starfi sem ég hef unun af og krefst háskólamenntunar. Hver einustu mánaðamót hef ég lagt samviskusamlega fyrir og hjálpað til við rekstur heimilisins. Þrátt fyrir þetta er ég enn í þeirri stöðu að geta ekki fjárfest í húsnæði. Mér finnst stundum erfitt til þess að hugsa að ekki eru allir jafn heppnir og ég. Þannig er, að það lifa ekki allir við þann lúxus að geta búið í foreldrahúsum. Sjálfur þekki ég dæmi þess að fólk á aldri við mig hefur með engu móti tök á að búa heima, er kannski að ala upp börn á leikskólaaldri, fast á leigumarkaði og í láglaunastörfum jafnvel. Veruleikinn er sá að þessi þróun hefur orðið til þess að fólk gefst upp og flyst í önnur nærliggjandi sveitarfélög. Hin mikla uppbygging í Mosfellsbæ er gott dæmi um þessa þróun. Við þetta getum við ekki unað. Það er kominn tími til breytinga. Ef Reykjavík á að vera fyrir alla, unga sem aldna, er nauðsynlegt að bregðast hratt við en það verður ekki gert án þess að borgarstjórn sýni kjark og horfist í augu við vandann. Ég sem frambjóðandi í 4. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er tilbúinn til þess.Höfundur er félagsfræðingur og í 4. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Egill Þór Jónsson Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Á uppvaxtarárum mínum lærði ég fljótt að fyrsta skrefið við lausn vandamála felst í viðurkenningu á vandanum. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekki alltaf einfalt að standa andspænis sannleikanum og horfast í augu við vandann. Við þekkjum það flest. Einn stærsti vandi sem borgaryfirvöldum hefur láðst að horfast í augu við – og standa því frammi fyrir nú – er hinn margumtalaði húsnæðisvandi. Hann byggist fyrst og fremst á því hversu hægt gengur hjá meirihlutanum að byggja enda stefna hans ýtt undir lítið framboð af lóðum. Sannleikurinn er sá að þrátt fyrir fögur fyrirheit fjölgaði íbúðum í fyrra um einungis 322 í allri höfuðborginni, stærsta sveitarfélagi landsins. Á meðan íbúðum í einu af minni sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, Mosfellsbæ, fjölgaði umtalsvert meira, eða um 401. Ísköld staðreynd, blákaldur sannleikur. Sjálfur er ég 27 ára og bý enn hjá móður minni í Breiðholtinu. Undanfarin tvö ár hef ég starfað sem teymisstjóri á sambýli fyrir geðfatlaða, í starfi sem ég hef unun af og krefst háskólamenntunar. Hver einustu mánaðamót hef ég lagt samviskusamlega fyrir og hjálpað til við rekstur heimilisins. Þrátt fyrir þetta er ég enn í þeirri stöðu að geta ekki fjárfest í húsnæði. Mér finnst stundum erfitt til þess að hugsa að ekki eru allir jafn heppnir og ég. Þannig er, að það lifa ekki allir við þann lúxus að geta búið í foreldrahúsum. Sjálfur þekki ég dæmi þess að fólk á aldri við mig hefur með engu móti tök á að búa heima, er kannski að ala upp börn á leikskólaaldri, fast á leigumarkaði og í láglaunastörfum jafnvel. Veruleikinn er sá að þessi þróun hefur orðið til þess að fólk gefst upp og flyst í önnur nærliggjandi sveitarfélög. Hin mikla uppbygging í Mosfellsbæ er gott dæmi um þessa þróun. Við þetta getum við ekki unað. Það er kominn tími til breytinga. Ef Reykjavík á að vera fyrir alla, unga sem aldna, er nauðsynlegt að bregðast hratt við en það verður ekki gert án þess að borgarstjórn sýni kjark og horfist í augu við vandann. Ég sem frambjóðandi í 4. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er tilbúinn til þess.Höfundur er félagsfræðingur og í 4. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun