Hjúkrunarrýmum fjölgar umtalsvert Svandís Svavarsdóttir skrifar 12. apríl 2018 07:00 Í hvert skipti sem stór ákvörðun er tekin í heilbrigðiskerfinu hefur hún áhrif um kerfið allt. Þegar hjúkrunarrýmum fjölgar hefur það áhrif á lífsgæði aldraðra sem eru á biðlistum eftir slíkum rýmum, það hefur áhrif á stöðu Landspítalans sem glímir við verulegan vanda að því er varðar aldraða sem ekki er hægt að útskrifa af deildum spítalans. Þar með léttir á deildum spítalans og þjónusta eflist enn frekar við almenning í landinu, við heilbrigðisstofnanir um allt land og heilsugæsluna.Biðin alltof löng Um langt árabil hefur verið skortur á hjúkrunarheimilum í landinu þannig að bið eftir hjúkrunarrýmum hefur verið alltof löng, og í mörgum tilvikum óásættanleg. Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 er tekið með afgerandi hætti á þessu verkefni og um að ræða stórátak í uppbyggingu hjúkrunarrýma. Í fyrri áætlun var gert ráð fyrir uppbyggingu 250 nýrra rýma á tímabili áætlunarinnar en sá fjöldi er nú kominn upp í 550 rými fram til ársins 2023. Löngu tímabært Um leið og mikilvægt er að fjölga fjölbreyttum úrræðum fyrir aldraða, bæði í heimahjúkrun, heimaþjónustu og dagdvöl er löngu tímabært að stíga þetta skref sem hér er boðað. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar á næstu árum, hlutfallsleg fjölgun aldraðra og aukin þjónustuþörf er veruleiki sem þarf að bregðast við í tæka tíð. Stórátak í uppbyggingu hjúkrunarheimila er mikilvægt skref í þágu aldraðra á Íslandi en endurspeglar líka skýra áherslu á heilbrigðismál í víðum skilningi í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Í áætluninni er stóraukin áhersla á málaflokkinn, bæði á framkvæmdir og rekstur, en mikilvægast þó er að stilla saman strengi til framtíðar, móta stefnu og skýra áherslur í þágu samfélagsins alls. Það er meginmarkmið mitt í embætti heilbrigðisráðherra.Höfundur er heilbrigðisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í hvert skipti sem stór ákvörðun er tekin í heilbrigðiskerfinu hefur hún áhrif um kerfið allt. Þegar hjúkrunarrýmum fjölgar hefur það áhrif á lífsgæði aldraðra sem eru á biðlistum eftir slíkum rýmum, það hefur áhrif á stöðu Landspítalans sem glímir við verulegan vanda að því er varðar aldraða sem ekki er hægt að útskrifa af deildum spítalans. Þar með léttir á deildum spítalans og þjónusta eflist enn frekar við almenning í landinu, við heilbrigðisstofnanir um allt land og heilsugæsluna.Biðin alltof löng Um langt árabil hefur verið skortur á hjúkrunarheimilum í landinu þannig að bið eftir hjúkrunarrýmum hefur verið alltof löng, og í mörgum tilvikum óásættanleg. Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 er tekið með afgerandi hætti á þessu verkefni og um að ræða stórátak í uppbyggingu hjúkrunarrýma. Í fyrri áætlun var gert ráð fyrir uppbyggingu 250 nýrra rýma á tímabili áætlunarinnar en sá fjöldi er nú kominn upp í 550 rými fram til ársins 2023. Löngu tímabært Um leið og mikilvægt er að fjölga fjölbreyttum úrræðum fyrir aldraða, bæði í heimahjúkrun, heimaþjónustu og dagdvöl er löngu tímabært að stíga þetta skref sem hér er boðað. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar á næstu árum, hlutfallsleg fjölgun aldraðra og aukin þjónustuþörf er veruleiki sem þarf að bregðast við í tæka tíð. Stórátak í uppbyggingu hjúkrunarheimila er mikilvægt skref í þágu aldraðra á Íslandi en endurspeglar líka skýra áherslu á heilbrigðismál í víðum skilningi í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Í áætluninni er stóraukin áhersla á málaflokkinn, bæði á framkvæmdir og rekstur, en mikilvægast þó er að stilla saman strengi til framtíðar, móta stefnu og skýra áherslur í þágu samfélagsins alls. Það er meginmarkmið mitt í embætti heilbrigðisráðherra.Höfundur er heilbrigðisráðherra
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar