Trump ætlar að náða meintan lekara á sama tíma og hann sakar Comey um leka Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2018 16:49 Libby var talinn hafa verið að verja yfirmann sinn Cheney þegar hann laug að saksóknurum um leka á nafni leyniþjónustukonu. Vísir/AFP Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti náði starfsmannastjóra fyrrverandi varaforseta sem var sakaður um að hafa lekið nafni leyniþjónustukonu og dæmdur fyrir meinsæri og lygar árið 2007. Á sama tíma sakar forsetinn fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI um að leka trúnaðarupplýsingum. Fréttirnar um væntanlega náðun Trump á Scooter Libby, starfsmannastjóra Dick Cheney, varaforseta George W. Bush, komu flestum að óvörum í dag. Libby var sakfelldur fyrir meinsæri, hindrun á framgangi réttvísinnar og fyrir að ljúga að alríkislögreglunni í tengslum við rannsókn á því hver lak nafni Valerie Plame, leyniþjónustukonu CIA, árið 2003. Lekinn á nafni Plame var talin hefnd í garð eiginmanns hennar, Joseph Wilson, fyrrverandi erindreka Bandaríkjastjórnar, sem hafði gagnrýnt Cheney fyrir að hunsa vísbendingar sem vefengdu gereyðingarvopnaeign Íraksstjórnar í grein í New York Times árið 2003. Libby var ekki ákærður fyrir sjálfan lekann. Sjálfur fullyrti hann að ætlun hans hafi aldrei verið að ljúga að yfirvöldum heldur hefði hann aðeins munað atburði öðruvísi en önnur vitni. Átta önnur vitni, þar á meðal embættismenn Bush-stjórnarinnar, báru vitni sem stangaðist á við framburð Libby. Bush mildaði 30 mánaða fangelsisdóm yfir Libby árið 2007 þannig að hann slapp við að sitja inni en neitaði honum um fulla náðun þrátt fyrir eindregnar óskir Cheney, að sögn New York Times. Málið er sagt hafa eyðilagt samband Bush og Cheney.Það féll í skaut James Comey að skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka lekann eftir að John Ashcroft, þáverandi dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan.Vísir/AFPComey skipaði sérstaka saksóknarann Mál Libby hefur óbeina tengingu við James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem Trump réðst harkalega að á Twitter í dag. Æviminnigabók Comey er væntanlega á þriðjudag og hafa fjölmiðlar birt hluta af harðri gagnrýni hans á forsetann í dag. Trump tísti um að Comey væri „lekari og lygari“ og kallaði hann „óþokka“. Comey skipaði sérstakan saksóknara sem rannsakaði lekann á nafni Plame á sínum tíma en Comey var þá aðstoðardómsmálaráðherra. Ýmsir repúblikanar hafa talið Libby fórnarlamb saksóknarans sem hafi farið fram með offorsi. Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, endurtók það þegar fréttamenn spurðu hana í dag. Conway neitaði því þó að náðun Libby þýddi að Trump ætlaði sér að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem stýrir rannsókninni á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld. Mueller var skipaður eftir að Trump rak Comey í maí í fyrra vegna Rússarannsóknarinnar. Hún vildi heldur ekki staðfesta að Trump ætlaði sér að náða Libby. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30 Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti náði starfsmannastjóra fyrrverandi varaforseta sem var sakaður um að hafa lekið nafni leyniþjónustukonu og dæmdur fyrir meinsæri og lygar árið 2007. Á sama tíma sakar forsetinn fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI um að leka trúnaðarupplýsingum. Fréttirnar um væntanlega náðun Trump á Scooter Libby, starfsmannastjóra Dick Cheney, varaforseta George W. Bush, komu flestum að óvörum í dag. Libby var sakfelldur fyrir meinsæri, hindrun á framgangi réttvísinnar og fyrir að ljúga að alríkislögreglunni í tengslum við rannsókn á því hver lak nafni Valerie Plame, leyniþjónustukonu CIA, árið 2003. Lekinn á nafni Plame var talin hefnd í garð eiginmanns hennar, Joseph Wilson, fyrrverandi erindreka Bandaríkjastjórnar, sem hafði gagnrýnt Cheney fyrir að hunsa vísbendingar sem vefengdu gereyðingarvopnaeign Íraksstjórnar í grein í New York Times árið 2003. Libby var ekki ákærður fyrir sjálfan lekann. Sjálfur fullyrti hann að ætlun hans hafi aldrei verið að ljúga að yfirvöldum heldur hefði hann aðeins munað atburði öðruvísi en önnur vitni. Átta önnur vitni, þar á meðal embættismenn Bush-stjórnarinnar, báru vitni sem stangaðist á við framburð Libby. Bush mildaði 30 mánaða fangelsisdóm yfir Libby árið 2007 þannig að hann slapp við að sitja inni en neitaði honum um fulla náðun þrátt fyrir eindregnar óskir Cheney, að sögn New York Times. Málið er sagt hafa eyðilagt samband Bush og Cheney.Það féll í skaut James Comey að skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka lekann eftir að John Ashcroft, þáverandi dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan.Vísir/AFPComey skipaði sérstaka saksóknarann Mál Libby hefur óbeina tengingu við James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem Trump réðst harkalega að á Twitter í dag. Æviminnigabók Comey er væntanlega á þriðjudag og hafa fjölmiðlar birt hluta af harðri gagnrýni hans á forsetann í dag. Trump tísti um að Comey væri „lekari og lygari“ og kallaði hann „óþokka“. Comey skipaði sérstakan saksóknara sem rannsakaði lekann á nafni Plame á sínum tíma en Comey var þá aðstoðardómsmálaráðherra. Ýmsir repúblikanar hafa talið Libby fórnarlamb saksóknarans sem hafi farið fram með offorsi. Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, endurtók það þegar fréttamenn spurðu hana í dag. Conway neitaði því þó að náðun Libby þýddi að Trump ætlaði sér að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem stýrir rannsókninni á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld. Mueller var skipaður eftir að Trump rak Comey í maí í fyrra vegna Rússarannsóknarinnar. Hún vildi heldur ekki staðfesta að Trump ætlaði sér að náða Libby.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30 Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30
Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35
Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45