Þriggja metra hrossaskítur Hildur Björnsdóttir skrifar 14. apríl 2018 07:30 Í lok nítjándu aldar ógnaði ófyrirséður vandi stórborgum heims. Götur og torg voru ötuð hrossaskít - en tugþúsundir dráttarklára sáu um fólksflutninga. Flugur sóttu í óþrifnaðinn og báru með sér heilsuspillandi sjúkdóma á borð við taugaveiki. Árið 1894 birti dagblaðið Times dómsdagsspá. Innan 50 ára yrðu götur Lundúna þaktar nærri þriggja metra lagi af hrossaskít. Engan óraði fyrir framhaldinu. Árið 1908 kom til sögunnar fyrsta fjöldaframleidda bifreiðin. Fótafrár fákur var ekki lengur fýsilegur fararskjóti. Ferðamynstur breyttust. Þriggja metra skítur þrengdi aldrei að strætum Lundúna. Um götur Reykjavíkurborgar fara bílar um 800.000 ferðir daglega. Síðustu ár hefur bílum fjölgað meira en fólki í borginni. Almennt er einn um hvern bíl og tekur hver einstaklingur því óþarflega mikið vegpláss. Það tekur borgarbúa nú 26% lengri tíma að komast milli staða en áður. Við okkur blasir samgönguvandi. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu sem nemur 70.000 einstaklingum til ársins 2040. Ef samgöngumynstur breytast ekki munu tugþúsundir nýrra bifreiða birtast samhliða. Við óbreytt ástand mun vandinn einungis aukast. Reykjavíkurborg er skipulögð með þarfir bifreiða í huga. Borgarskipulag sem gerir íbúana háða bílum. Þetta skipulag þarf að laga. Við verðum að auka hlut annarra ferðamáta. Það gerum við ekki með þvingunum – það gerum við lífrænt - með ákjósanlegum valkostum. Fjárfesta þarf í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur, annað er óhagkvæm og óarðbær meðferð á almannafé. Best er að bjóða borgarbúum raunverulegt val um ferðamáta. Að skipuleggja borg með sjálfbærum hverfum – borg sem veitir íbúum allra borgarhluta valkostinn að eiga ekki bíl. Við verðum að efla vistvæna samgöngumáta. Fjárfesta í stórbættum almenningssamgöngum samhliða skynsamlegum vegaumbótum. Bæta aðstæður fyrir hjólandi og gangandi. Fagna tæknilausnum. Styðja við deilihagkerfið, rafbílavæða Reykjavík og hvetja til samflots í bílum. Minnka kolefnisspor og bæta nýtingu vega. Bjóða fleiri góða valkosti. Sýna ábyrgð. Samgönguvandinn er okkar eigin þriggja metra hrossaskítur. Bílaflotinn fer stækkandi og svifrykið er stjórnlaust. Bregðumst við. Gerum breytingar. Bjóðum fólki raunverulegt val. Skipuleggjum borg sem býður fleiri góða samgöngukosti. Skipuleggjum vistvænni borg - Reykjavík sem virkar. Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í lok nítjándu aldar ógnaði ófyrirséður vandi stórborgum heims. Götur og torg voru ötuð hrossaskít - en tugþúsundir dráttarklára sáu um fólksflutninga. Flugur sóttu í óþrifnaðinn og báru með sér heilsuspillandi sjúkdóma á borð við taugaveiki. Árið 1894 birti dagblaðið Times dómsdagsspá. Innan 50 ára yrðu götur Lundúna þaktar nærri þriggja metra lagi af hrossaskít. Engan óraði fyrir framhaldinu. Árið 1908 kom til sögunnar fyrsta fjöldaframleidda bifreiðin. Fótafrár fákur var ekki lengur fýsilegur fararskjóti. Ferðamynstur breyttust. Þriggja metra skítur þrengdi aldrei að strætum Lundúna. Um götur Reykjavíkurborgar fara bílar um 800.000 ferðir daglega. Síðustu ár hefur bílum fjölgað meira en fólki í borginni. Almennt er einn um hvern bíl og tekur hver einstaklingur því óþarflega mikið vegpláss. Það tekur borgarbúa nú 26% lengri tíma að komast milli staða en áður. Við okkur blasir samgönguvandi. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu sem nemur 70.000 einstaklingum til ársins 2040. Ef samgöngumynstur breytast ekki munu tugþúsundir nýrra bifreiða birtast samhliða. Við óbreytt ástand mun vandinn einungis aukast. Reykjavíkurborg er skipulögð með þarfir bifreiða í huga. Borgarskipulag sem gerir íbúana háða bílum. Þetta skipulag þarf að laga. Við verðum að auka hlut annarra ferðamáta. Það gerum við ekki með þvingunum – það gerum við lífrænt - með ákjósanlegum valkostum. Fjárfesta þarf í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur, annað er óhagkvæm og óarðbær meðferð á almannafé. Best er að bjóða borgarbúum raunverulegt val um ferðamáta. Að skipuleggja borg með sjálfbærum hverfum – borg sem veitir íbúum allra borgarhluta valkostinn að eiga ekki bíl. Við verðum að efla vistvæna samgöngumáta. Fjárfesta í stórbættum almenningssamgöngum samhliða skynsamlegum vegaumbótum. Bæta aðstæður fyrir hjólandi og gangandi. Fagna tæknilausnum. Styðja við deilihagkerfið, rafbílavæða Reykjavík og hvetja til samflots í bílum. Minnka kolefnisspor og bæta nýtingu vega. Bjóða fleiri góða valkosti. Sýna ábyrgð. Samgönguvandinn er okkar eigin þriggja metra hrossaskítur. Bílaflotinn fer stækkandi og svifrykið er stjórnlaust. Bregðumst við. Gerum breytingar. Bjóðum fólki raunverulegt val. Skipuleggjum borg sem býður fleiri góða samgöngukosti. Skipuleggjum vistvænni borg - Reykjavík sem virkar. Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun