„Aldrei fallið verk úr hendi" Jóhann K. Jóhannsson og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 14. apríl 2018 17:58 Sigurður Steinar Ketilsson hóf störf á eikarbátnum Maríu Júlíu sem háseti en í samfleytt 30 ár hefur hann starfað sem skipherra á varðskipi og er sá starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem hefur unnið þar hvað lengst. Skipstjóri og starfsmenn Landhelgisgæslunnar ásamt fulltrúum Dómsmálaráðuneytisins, eiginkonu og fjölskyldu Sigurðar tóku á móti honum á varðskipinu með viðhöfn á Faxagarði í morgun. Í fimmtíu ár hefur Sigurður Steinar starfað hjá Landhelgisgæslunni en föstudagurinn 13.apríl var hans síðasti dagur í starfi. „Það er alltaf náttúrulega björgun mannslífa sem stendur hæst. Það má ekki gleyma því hjá ungum manni að hafa verið í tveim þorskastríðum, 1972-3 og 1975-6. Svo er bara þessi fjölbreytta vinna, það er sama hvort það er á sjó eða landi,“ segir Sigurður. Kom á fót þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar Sigurður hefur stjórnað og tekið þátt í fjölda verkefna á vettvangi leitar og björgunar á ferli sínum, siglt í öllum veðrum oft við erfiðar og krefjandi aðstæður og tekið þátt í öllum helstu áskorunum sem Landhelgisgæslan hefur staðið frammi fyrir. Hann er einn af þeim sem kom á fót þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar. Ein af fræknustu björgunum hennar var björgun níu manna áhafnar á Barðanum GK fyrir 31 ári við Snæfellsnes. Sigurður segir að eftir það hafi þjóðin farið að trúa á þessa starfsemi. „Þá fór þjóðin fyrst að hafa trú á okkur í þessari starfsemi. Síðan þá hefur þetta bara gengið vonum framar þessi þyrlustarfsemi nema nú þarf bara að fara að endurnýja og það má ekki bíða of lengi,“ segir Sigurður. Þegar Sigurður er spurður út í það hvað tekur við stendur ekki á svarinu: „Það kemur bara í ljós. Ég hef nóg að gera, mér hefur aldrei fallið verk úr hendi hvar sem er,“ segir Sigurður brosandi. Til marks um þá virðingu sem Sigurður hefur skapað sér heiðruðu skipverjar á skólaskipi Slysavarnaskóla sjómanna, rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni og varðskipinu Ægi, Sigurð með táknrænum hætti þegar Þór var bundinn við bryggju með skipsflautum sínum. Sigurður ásamt samstarfsfélaga sínum.Vísir/Vilhelm Sigurður fagnaði ásamt fjölskyldu sinni og eiginkonu.Vísir/Vilhelm Starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð.Vísir/Vilhelm Sigurður Steinar á varðskipinu Þór.Vísir/Vilhelm Landhelgisgæslan Þorskastríðin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Sigurður Steinar Ketilsson hóf störf á eikarbátnum Maríu Júlíu sem háseti en í samfleytt 30 ár hefur hann starfað sem skipherra á varðskipi og er sá starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem hefur unnið þar hvað lengst. Skipstjóri og starfsmenn Landhelgisgæslunnar ásamt fulltrúum Dómsmálaráðuneytisins, eiginkonu og fjölskyldu Sigurðar tóku á móti honum á varðskipinu með viðhöfn á Faxagarði í morgun. Í fimmtíu ár hefur Sigurður Steinar starfað hjá Landhelgisgæslunni en föstudagurinn 13.apríl var hans síðasti dagur í starfi. „Það er alltaf náttúrulega björgun mannslífa sem stendur hæst. Það má ekki gleyma því hjá ungum manni að hafa verið í tveim þorskastríðum, 1972-3 og 1975-6. Svo er bara þessi fjölbreytta vinna, það er sama hvort það er á sjó eða landi,“ segir Sigurður. Kom á fót þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar Sigurður hefur stjórnað og tekið þátt í fjölda verkefna á vettvangi leitar og björgunar á ferli sínum, siglt í öllum veðrum oft við erfiðar og krefjandi aðstæður og tekið þátt í öllum helstu áskorunum sem Landhelgisgæslan hefur staðið frammi fyrir. Hann er einn af þeim sem kom á fót þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar. Ein af fræknustu björgunum hennar var björgun níu manna áhafnar á Barðanum GK fyrir 31 ári við Snæfellsnes. Sigurður segir að eftir það hafi þjóðin farið að trúa á þessa starfsemi. „Þá fór þjóðin fyrst að hafa trú á okkur í þessari starfsemi. Síðan þá hefur þetta bara gengið vonum framar þessi þyrlustarfsemi nema nú þarf bara að fara að endurnýja og það má ekki bíða of lengi,“ segir Sigurður. Þegar Sigurður er spurður út í það hvað tekur við stendur ekki á svarinu: „Það kemur bara í ljós. Ég hef nóg að gera, mér hefur aldrei fallið verk úr hendi hvar sem er,“ segir Sigurður brosandi. Til marks um þá virðingu sem Sigurður hefur skapað sér heiðruðu skipverjar á skólaskipi Slysavarnaskóla sjómanna, rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni og varðskipinu Ægi, Sigurð með táknrænum hætti þegar Þór var bundinn við bryggju með skipsflautum sínum. Sigurður ásamt samstarfsfélaga sínum.Vísir/Vilhelm Sigurður fagnaði ásamt fjölskyldu sinni og eiginkonu.Vísir/Vilhelm Starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð.Vísir/Vilhelm Sigurður Steinar á varðskipinu Þór.Vísir/Vilhelm
Landhelgisgæslan Þorskastríðin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira