Mikill árangur á Vogi í átaki gegn lifrarbólgu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. apríl 2018 06:00 Mikilvægt er að ná til þeirra sem nota eiturlyf í æð ef útrýma á lifrarbólgu C. Vísir/getty Á þeim fimmtán mánuðum sem liðnir eru frá því að átak gegn lifrarbólgu C hófst á Íslandi hefur tíðni sjúkdómsins, meðal einstaklinga sem sprauta eiturlyfjum í æð, hrunið úr 43 prósentum í 12 árið 2017. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, kynnti fyrstu niðurstöður átaksins á ráðstefnu lifrarsamtakanna EASL í París um helgina. „Það leikur enginn vafi á því að þetta er krefjandi verkefni, en við erum sannfærð um að því hafi verið hrundið af stað á vel heppnaðan hátt og að við erum á góðri leið með ná markmiði okkar um útrýmingu [veirunnar],“ sagði Valgerður í París. Blásið var til átaks gegn lifrarbólgu C á Íslandi árið 2015 en það hófst síðan með formlegum hætti í janúar árið 2016. Markmiðið var og er að útrýma krónískri lifrarbólgu C á Íslandi. Einstaklingar sem sprauta sig með eiturlyfjum voru settir í forgang, ásamt einstaklingum með lifrarsjúkdóm á háu stigi og föngum. Á fyrstu fimmtán mánuðum átaksins voru 554 sjúklingar, sem greindir voru með lifrarbólgu C, metnir og í kjölfarið hófu 518 einstaklingar lyfjameðferð. Af þeim hafa nú 473 lokið meðferð. Níutíu og sex prósent þeirra báru ekki lengur veiruna tólf vikum eftir lyfjameðferð. Þeir voru læknaðir af lifrarbólgu C. Þannig lækkaði tíðnin um 72 prósent tímabilinu, eða úr 43 prósentum árið 2015 í 12 prósent árið 2017. „Einstaklingar sem sprauta eiturlyfjum í æð eru meginþorri þeirra sem smitast af lifrarbólgu C á Íslandi,“ sagði Valgerður. „Og það að ná til þessa hóps ætti að vera í forgangi þegar litið er til næstu skrefa. Við viljum leggja áherslu á og efla samstarf meðferðarstöðva bæði þegar kemur að skimun og meðferð við lifrarbólgu C. Þetta er lykillinn að því að ná til þessa hóps fólks.“Fréttin hefur verið uppfærð til að endurspegla betur þá staðreynd að átak gegn lifrarbólgu C tekur til landsins alls, ekki aðeins til skjólstæðinga SÁÁ á sjúkrahúsinu Vogi. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Á þeim fimmtán mánuðum sem liðnir eru frá því að átak gegn lifrarbólgu C hófst á Íslandi hefur tíðni sjúkdómsins, meðal einstaklinga sem sprauta eiturlyfjum í æð, hrunið úr 43 prósentum í 12 árið 2017. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, kynnti fyrstu niðurstöður átaksins á ráðstefnu lifrarsamtakanna EASL í París um helgina. „Það leikur enginn vafi á því að þetta er krefjandi verkefni, en við erum sannfærð um að því hafi verið hrundið af stað á vel heppnaðan hátt og að við erum á góðri leið með ná markmiði okkar um útrýmingu [veirunnar],“ sagði Valgerður í París. Blásið var til átaks gegn lifrarbólgu C á Íslandi árið 2015 en það hófst síðan með formlegum hætti í janúar árið 2016. Markmiðið var og er að útrýma krónískri lifrarbólgu C á Íslandi. Einstaklingar sem sprauta sig með eiturlyfjum voru settir í forgang, ásamt einstaklingum með lifrarsjúkdóm á háu stigi og föngum. Á fyrstu fimmtán mánuðum átaksins voru 554 sjúklingar, sem greindir voru með lifrarbólgu C, metnir og í kjölfarið hófu 518 einstaklingar lyfjameðferð. Af þeim hafa nú 473 lokið meðferð. Níutíu og sex prósent þeirra báru ekki lengur veiruna tólf vikum eftir lyfjameðferð. Þeir voru læknaðir af lifrarbólgu C. Þannig lækkaði tíðnin um 72 prósent tímabilinu, eða úr 43 prósentum árið 2015 í 12 prósent árið 2017. „Einstaklingar sem sprauta eiturlyfjum í æð eru meginþorri þeirra sem smitast af lifrarbólgu C á Íslandi,“ sagði Valgerður. „Og það að ná til þessa hóps ætti að vera í forgangi þegar litið er til næstu skrefa. Við viljum leggja áherslu á og efla samstarf meðferðarstöðva bæði þegar kemur að skimun og meðferð við lifrarbólgu C. Þetta er lykillinn að því að ná til þessa hóps fólks.“Fréttin hefur verið uppfærð til að endurspegla betur þá staðreynd að átak gegn lifrarbólgu C tekur til landsins alls, ekki aðeins til skjólstæðinga SÁÁ á sjúkrahúsinu Vogi.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent