Mikill árangur á Vogi í átaki gegn lifrarbólgu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. apríl 2018 06:00 Mikilvægt er að ná til þeirra sem nota eiturlyf í æð ef útrýma á lifrarbólgu C. Vísir/getty Á þeim fimmtán mánuðum sem liðnir eru frá því að átak gegn lifrarbólgu C hófst á Íslandi hefur tíðni sjúkdómsins, meðal einstaklinga sem sprauta eiturlyfjum í æð, hrunið úr 43 prósentum í 12 árið 2017. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, kynnti fyrstu niðurstöður átaksins á ráðstefnu lifrarsamtakanna EASL í París um helgina. „Það leikur enginn vafi á því að þetta er krefjandi verkefni, en við erum sannfærð um að því hafi verið hrundið af stað á vel heppnaðan hátt og að við erum á góðri leið með ná markmiði okkar um útrýmingu [veirunnar],“ sagði Valgerður í París. Blásið var til átaks gegn lifrarbólgu C á Íslandi árið 2015 en það hófst síðan með formlegum hætti í janúar árið 2016. Markmiðið var og er að útrýma krónískri lifrarbólgu C á Íslandi. Einstaklingar sem sprauta sig með eiturlyfjum voru settir í forgang, ásamt einstaklingum með lifrarsjúkdóm á háu stigi og föngum. Á fyrstu fimmtán mánuðum átaksins voru 554 sjúklingar, sem greindir voru með lifrarbólgu C, metnir og í kjölfarið hófu 518 einstaklingar lyfjameðferð. Af þeim hafa nú 473 lokið meðferð. Níutíu og sex prósent þeirra báru ekki lengur veiruna tólf vikum eftir lyfjameðferð. Þeir voru læknaðir af lifrarbólgu C. Þannig lækkaði tíðnin um 72 prósent tímabilinu, eða úr 43 prósentum árið 2015 í 12 prósent árið 2017. „Einstaklingar sem sprauta eiturlyfjum í æð eru meginþorri þeirra sem smitast af lifrarbólgu C á Íslandi,“ sagði Valgerður. „Og það að ná til þessa hóps ætti að vera í forgangi þegar litið er til næstu skrefa. Við viljum leggja áherslu á og efla samstarf meðferðarstöðva bæði þegar kemur að skimun og meðferð við lifrarbólgu C. Þetta er lykillinn að því að ná til þessa hóps fólks.“Fréttin hefur verið uppfærð til að endurspegla betur þá staðreynd að átak gegn lifrarbólgu C tekur til landsins alls, ekki aðeins til skjólstæðinga SÁÁ á sjúkrahúsinu Vogi. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Sjá meira
Á þeim fimmtán mánuðum sem liðnir eru frá því að átak gegn lifrarbólgu C hófst á Íslandi hefur tíðni sjúkdómsins, meðal einstaklinga sem sprauta eiturlyfjum í æð, hrunið úr 43 prósentum í 12 árið 2017. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, kynnti fyrstu niðurstöður átaksins á ráðstefnu lifrarsamtakanna EASL í París um helgina. „Það leikur enginn vafi á því að þetta er krefjandi verkefni, en við erum sannfærð um að því hafi verið hrundið af stað á vel heppnaðan hátt og að við erum á góðri leið með ná markmiði okkar um útrýmingu [veirunnar],“ sagði Valgerður í París. Blásið var til átaks gegn lifrarbólgu C á Íslandi árið 2015 en það hófst síðan með formlegum hætti í janúar árið 2016. Markmiðið var og er að útrýma krónískri lifrarbólgu C á Íslandi. Einstaklingar sem sprauta sig með eiturlyfjum voru settir í forgang, ásamt einstaklingum með lifrarsjúkdóm á háu stigi og föngum. Á fyrstu fimmtán mánuðum átaksins voru 554 sjúklingar, sem greindir voru með lifrarbólgu C, metnir og í kjölfarið hófu 518 einstaklingar lyfjameðferð. Af þeim hafa nú 473 lokið meðferð. Níutíu og sex prósent þeirra báru ekki lengur veiruna tólf vikum eftir lyfjameðferð. Þeir voru læknaðir af lifrarbólgu C. Þannig lækkaði tíðnin um 72 prósent tímabilinu, eða úr 43 prósentum árið 2015 í 12 prósent árið 2017. „Einstaklingar sem sprauta eiturlyfjum í æð eru meginþorri þeirra sem smitast af lifrarbólgu C á Íslandi,“ sagði Valgerður. „Og það að ná til þessa hóps ætti að vera í forgangi þegar litið er til næstu skrefa. Við viljum leggja áherslu á og efla samstarf meðferðarstöðva bæði þegar kemur að skimun og meðferð við lifrarbólgu C. Þetta er lykillinn að því að ná til þessa hóps fólks.“Fréttin hefur verið uppfærð til að endurspegla betur þá staðreynd að átak gegn lifrarbólgu C tekur til landsins alls, ekki aðeins til skjólstæðinga SÁÁ á sjúkrahúsinu Vogi.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent