Fólk eins og ég og þú Sif Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2018 09:46 Við göngum um Reykjavík, borgina okkar, með stolti og gleði í hjarta yfir því að hér er gott að búa. Við gleðjumst yfir því að hér ríkið friður, tjáningarfrelsi og einstaklingsfrelsi. Borgina skartar sýnu fegursta á sólardegi með útsýni til Esjunnar, Snæfellsjökuls, Bláfjalla og Keilis. Við njótum þess að ganga um í görðum borgarinnar, Klambratúni, Fossvogsdalnum, Laugardalnum, Elliðárdalnum, Öskjuhlíð og Ægissíðuna. Útivistarsvæðin sem umkringja borgina eru vinsæl og er Heiðmörk mikil náttúruperla, svæðið hjá Rauðavatni og Úlfarsfellið. Hægt er að njóta allra þessara svæða daglega án kostnaðar og þau eru í göngufæri við byggð. Já við erum svo sannarlega lánsöm. Vetur eru harðir hér á landi og er veðrið sannkallað ólíkindatól því það getur verið margbreytilegt á einum degi. Við höfum vanist því en gestir sem sækja okkur heim eru ekki vanir þessum sviftingum. Við vitum að það vorar og bíðum þess þolinmóð og með langlundargeði, klæðum okkur upp í vetrargallann og njótum vetrarins eins og hann birtist okkur kaldur, harður og umhleypingasamur. Það er ekki síst í stillum og á sólskinsbjörtum vordögum þegar okkur finnst tilveran fullkomin að það skellur á okkur raunveruleikinn, svifryksmengun, þar sem þess er óskað að við höldum viðkvæmum og börnum inni í dag. Þetta gerist ekki einu sinni heldur oft og hefur aukist ár frá ári. Þetta er ekki það sem við viljum heyra sem búum í okkar hreinu og fallegu grænu borg. Já við viljum sjá Reykjavík sem græna, vistvæna borg alveg eins og okkur er annt um heilbrigði í líkama og sál. Það er markmið okkar og við sem búum í Reykjavík viljum halda henni þannig. Þess vegna er fólk eins og ég og þú að týna rusl og laga umhverfið okkar og annara og koma með ábendingar um það sem betur mætti fara. Við sjáum lausnir og komum þeim á framfæri. Við vitum að í svifryki er mikið um malbiksagnir m.a. vegna þess að nagladekk tæta upp göturnar margfalt hraðar en önnur dekk. Í dag, 15. apríl, eiga engir bílar að vera á nagladekkjum í Reykjavík og legg ég til að þessi dagur verði færður fram til 30 mars til þess að stytta tímabilið og hvet fólk til að nota ekki úrræðið nagladekk og stuðla þannig að bættu andrúmslofti í borginni.Höfundur skipar 2. sæti á Höfuðborgarlistanum fyrir sveitastjórnarkosningar 2018. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Við göngum um Reykjavík, borgina okkar, með stolti og gleði í hjarta yfir því að hér er gott að búa. Við gleðjumst yfir því að hér ríkið friður, tjáningarfrelsi og einstaklingsfrelsi. Borgina skartar sýnu fegursta á sólardegi með útsýni til Esjunnar, Snæfellsjökuls, Bláfjalla og Keilis. Við njótum þess að ganga um í görðum borgarinnar, Klambratúni, Fossvogsdalnum, Laugardalnum, Elliðárdalnum, Öskjuhlíð og Ægissíðuna. Útivistarsvæðin sem umkringja borgina eru vinsæl og er Heiðmörk mikil náttúruperla, svæðið hjá Rauðavatni og Úlfarsfellið. Hægt er að njóta allra þessara svæða daglega án kostnaðar og þau eru í göngufæri við byggð. Já við erum svo sannarlega lánsöm. Vetur eru harðir hér á landi og er veðrið sannkallað ólíkindatól því það getur verið margbreytilegt á einum degi. Við höfum vanist því en gestir sem sækja okkur heim eru ekki vanir þessum sviftingum. Við vitum að það vorar og bíðum þess þolinmóð og með langlundargeði, klæðum okkur upp í vetrargallann og njótum vetrarins eins og hann birtist okkur kaldur, harður og umhleypingasamur. Það er ekki síst í stillum og á sólskinsbjörtum vordögum þegar okkur finnst tilveran fullkomin að það skellur á okkur raunveruleikinn, svifryksmengun, þar sem þess er óskað að við höldum viðkvæmum og börnum inni í dag. Þetta gerist ekki einu sinni heldur oft og hefur aukist ár frá ári. Þetta er ekki það sem við viljum heyra sem búum í okkar hreinu og fallegu grænu borg. Já við viljum sjá Reykjavík sem græna, vistvæna borg alveg eins og okkur er annt um heilbrigði í líkama og sál. Það er markmið okkar og við sem búum í Reykjavík viljum halda henni þannig. Þess vegna er fólk eins og ég og þú að týna rusl og laga umhverfið okkar og annara og koma með ábendingar um það sem betur mætti fara. Við sjáum lausnir og komum þeim á framfæri. Við vitum að í svifryki er mikið um malbiksagnir m.a. vegna þess að nagladekk tæta upp göturnar margfalt hraðar en önnur dekk. Í dag, 15. apríl, eiga engir bílar að vera á nagladekkjum í Reykjavík og legg ég til að þessi dagur verði færður fram til 30 mars til þess að stytta tímabilið og hvet fólk til að nota ekki úrræðið nagladekk og stuðla þannig að bættu andrúmslofti í borginni.Höfundur skipar 2. sæti á Höfuðborgarlistanum fyrir sveitastjórnarkosningar 2018.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar