Akurnesingar koma Söngkeppni framhaldsskólanna til bjargar Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 16. apríl 2018 12:06 Skagamaðurinn Ísólfur Haraldsson og félagar hans í Vinum hallarinnar sjá um keppnina í ár Vísir/GVA Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin á Akranesi þann 28. apríl. Vinir hallarinnar hafa tekið að sér framkvæmd keppninnar. Skagafréttir greindu fyrst frá. Stutt er síðan keppninni var aflýst eins og fjallað var um á Vísi. Ísólfur Haraldsson, framkvæmda – og viðburðarstjóri hjá Vinum hallarinnar, segist í samtali við Vísi hafa fengið símtal frá formanni Sambands Íslenskra Framhaldsskóla (SÍF), Davíð Snæ Jónssyni, á miðvikudag í síðustu viku. „Ég hugsaði þetta hratt í símanum og sagðist vera tilbúinn að gera þetta ef keppnin yrði haldin á Akranesi.“ Ísólfur segir hjólin hafa verið farin að snúast strax. „Það er gríðarlegur velvilji fyrir þessu og einhvern veginn eru allir boðnir og búnir að sjá til þess að þetta verði að veruleika.“ Hann segir hraðar vendingar í málinu ekki hafa áhrif á keppendur og munu 24 skólar taka þátt í keppninni í ár. Skólarnir og allir tengdir keppninni séu á því að hún eigi að vera haldin. „Það er baráttuandi innan skólanna um að keppnin verði haldin og þetta verður stórglæsilegt.“ Keppnin á sér langa sögu en hún var fyrst haldin árið 1990. Margir þekktir listamenn hafa stigið sín fyrstu skref í keppninni. Þar má helst nefna Pál Óskar, Emiliönu Torrini, Birgittu Haukdal, Sverri Bergmann, Dag Sigurðsson og Glowie. Davíð Snær Jónsson er formaður Sambands Íslenskra FramhaldsskólaAðsend myndMögulegt framtíðarheimili keppninnar Ísólfur og félagar í Vinum hallarinnar hafa unnið að viðburðum síðan árið 2001 og sjá um marga viðburði á hverju ári. Þar má helst nefna Lopapeysuna á Írskum dögum og Októberfest hjá Stúdentaráði Háskóla Íslands. Hann segir það hjálpa að hafa reynsluna og tengslanetið sem þeir séu með. „Við eigum líka tæki og tól til að nota í keppnina og það hjálpar fjárhagslega við að geta tekið svona ákvarðanir.“ Ísólfur segir þau líka vera að horfa á þetta til framtíðar. „Ef vel gengur að halda keppnina hér á Akranesi þá erum við að horfa á þetta verkefni til framtíðar.“ Hann segir þau hafa fundið fyrir miklum velvilja í bæjarfélaginu, það hafi þurft að gera breytingar á íþróttastarfi barna þar sem keppnin verður haldin í Íþróttahúsinu við Vesturgötu, en þegar maður búi í samfélagi sem þessu þá séu engin vandamál. „Ég efast um að fólk vilji fara eitthvað annað þegar það er búið að vera með þetta einu sinni hér á Akranesi,“ segir Ísólfur glaður í bragði. Það sé í sjálfu sér eitthvað sem þarf að skoða eftir keppni. Ísólfur og félagar í Vinum hallarinnar hafa lengi komið að því að skipuleggja stóra viðburði. Hér er Ísólfur á mynd með Birgittu Haukdal, þátttakanda í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 1998.Aðsend myndKeppninni sjónvarpað Aðspurður að því hvort að keppninni verði sjónvarpað svarar hann játandi. „Þessu verður sjónvarpað á einhvern hátt, vonandi á einhverri sjónvarpsstöð.“ „Það er bara að gerast í dag, það er í mörg horn að líta þar,“ segir Ísólfur og bætir við að allir séu boðnir að koma að sjónvarpsútsendingunni þó að þetta sé skammur fyrirvari. Hann segist aðeins trúa á lausnir, ekki neitt annað. Skóla - og menntamál Söngkeppni framhaldsskólanna Tónlist Tengdar fréttir Söngkeppni framhaldsskólanna ekki haldin í ár Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017, vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. 24. janúar 2017 13:04 Söngkeppni framhaldsskólanna aflýst Framkvæmdaraðilinn þurfti við Söngkeppni framhaldsskólanna í ár til að forðast milljónatap. 4. apríl 2018 15:51 Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag "Það hafa allir verið til í að vera með sem eru að koma að þessu. Þetta small allt mjög hratt,“ segir Helgi Steinar Halldórsson. 14. apríl 2016 21:56 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin á Akranesi þann 28. apríl. Vinir hallarinnar hafa tekið að sér framkvæmd keppninnar. Skagafréttir greindu fyrst frá. Stutt er síðan keppninni var aflýst eins og fjallað var um á Vísi. Ísólfur Haraldsson, framkvæmda – og viðburðarstjóri hjá Vinum hallarinnar, segist í samtali við Vísi hafa fengið símtal frá formanni Sambands Íslenskra Framhaldsskóla (SÍF), Davíð Snæ Jónssyni, á miðvikudag í síðustu viku. „Ég hugsaði þetta hratt í símanum og sagðist vera tilbúinn að gera þetta ef keppnin yrði haldin á Akranesi.“ Ísólfur segir hjólin hafa verið farin að snúast strax. „Það er gríðarlegur velvilji fyrir þessu og einhvern veginn eru allir boðnir og búnir að sjá til þess að þetta verði að veruleika.“ Hann segir hraðar vendingar í málinu ekki hafa áhrif á keppendur og munu 24 skólar taka þátt í keppninni í ár. Skólarnir og allir tengdir keppninni séu á því að hún eigi að vera haldin. „Það er baráttuandi innan skólanna um að keppnin verði haldin og þetta verður stórglæsilegt.“ Keppnin á sér langa sögu en hún var fyrst haldin árið 1990. Margir þekktir listamenn hafa stigið sín fyrstu skref í keppninni. Þar má helst nefna Pál Óskar, Emiliönu Torrini, Birgittu Haukdal, Sverri Bergmann, Dag Sigurðsson og Glowie. Davíð Snær Jónsson er formaður Sambands Íslenskra FramhaldsskólaAðsend myndMögulegt framtíðarheimili keppninnar Ísólfur og félagar í Vinum hallarinnar hafa unnið að viðburðum síðan árið 2001 og sjá um marga viðburði á hverju ári. Þar má helst nefna Lopapeysuna á Írskum dögum og Októberfest hjá Stúdentaráði Háskóla Íslands. Hann segir það hjálpa að hafa reynsluna og tengslanetið sem þeir séu með. „Við eigum líka tæki og tól til að nota í keppnina og það hjálpar fjárhagslega við að geta tekið svona ákvarðanir.“ Ísólfur segir þau líka vera að horfa á þetta til framtíðar. „Ef vel gengur að halda keppnina hér á Akranesi þá erum við að horfa á þetta verkefni til framtíðar.“ Hann segir þau hafa fundið fyrir miklum velvilja í bæjarfélaginu, það hafi þurft að gera breytingar á íþróttastarfi barna þar sem keppnin verður haldin í Íþróttahúsinu við Vesturgötu, en þegar maður búi í samfélagi sem þessu þá séu engin vandamál. „Ég efast um að fólk vilji fara eitthvað annað þegar það er búið að vera með þetta einu sinni hér á Akranesi,“ segir Ísólfur glaður í bragði. Það sé í sjálfu sér eitthvað sem þarf að skoða eftir keppni. Ísólfur og félagar í Vinum hallarinnar hafa lengi komið að því að skipuleggja stóra viðburði. Hér er Ísólfur á mynd með Birgittu Haukdal, þátttakanda í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 1998.Aðsend myndKeppninni sjónvarpað Aðspurður að því hvort að keppninni verði sjónvarpað svarar hann játandi. „Þessu verður sjónvarpað á einhvern hátt, vonandi á einhverri sjónvarpsstöð.“ „Það er bara að gerast í dag, það er í mörg horn að líta þar,“ segir Ísólfur og bætir við að allir séu boðnir að koma að sjónvarpsútsendingunni þó að þetta sé skammur fyrirvari. Hann segist aðeins trúa á lausnir, ekki neitt annað.
Skóla - og menntamál Söngkeppni framhaldsskólanna Tónlist Tengdar fréttir Söngkeppni framhaldsskólanna ekki haldin í ár Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017, vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. 24. janúar 2017 13:04 Söngkeppni framhaldsskólanna aflýst Framkvæmdaraðilinn þurfti við Söngkeppni framhaldsskólanna í ár til að forðast milljónatap. 4. apríl 2018 15:51 Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag "Það hafa allir verið til í að vera með sem eru að koma að þessu. Þetta small allt mjög hratt,“ segir Helgi Steinar Halldórsson. 14. apríl 2016 21:56 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Söngkeppni framhaldsskólanna ekki haldin í ár Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017, vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. 24. janúar 2017 13:04
Söngkeppni framhaldsskólanna aflýst Framkvæmdaraðilinn þurfti við Söngkeppni framhaldsskólanna í ár til að forðast milljónatap. 4. apríl 2018 15:51
Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag "Það hafa allir verið til í að vera með sem eru að koma að þessu. Þetta small allt mjög hratt,“ segir Helgi Steinar Halldórsson. 14. apríl 2016 21:56