Hefja leit að fjarreikistjörnum í bakgarði okkar Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2018 17:00 Teikning af Tess. Vísir/NASA Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. Sjónauka þessum er ætlað að finna fjarreikistjörnur í öðrum sólkerfum sem eru stjarnfræðilega nærri okkar eigin. Tess mun byggja á gögnum sem aflað hefur verið með Kepler sjónaukanum og gæti hleypt nýju lífi í leit okkar að lífi út í geimnum. Áætlað er að verkefnið muni taka um tvö ár og á þeim tíma mun Tess skoða þúsundir plánetna, bæði plánetur sem vitað er um núna og sömuleiðis nýjar.Tess verður skotið út í geim með Falcon 9 eldflaug SpaceX frá Cape Canaveral í Flórída. Þegar Kepler sjónaukanum var skotið á loft árið 2009 vissu vísindamenn ekki hve algengt væri að reikistjörnur væru á braut um fjarlægar stjörnur og þá í hvaða magni. Einn vísindamaður sem unnið hefur að Kepler verkefninu í tuttugu ár sagði í samtali við Space.com að það hefði komið öllum á óvart hve algengar stórar fjarreikistjörnur væru. „Kepler gerði okkur ljóst að fjarreikistjörnur eru eins algengar og símastaurar,“ sagði annar vísindamaður.Munurinn á Kepler og Tess er sá að sá fyrrnefndi skoðaði stjörnur sólkerfi í 500 til 1.500 ljósára fjarlægð. Tess mun skoða okkar nálægustu sólkerfi. Útskýringarmyndband NASA um Tess.Tess er ekki sérstaklega hannaður til að leita að plánetum sem gætu borið líf en hægt verður að sjá hvort að reikistjörnur séu innan lífbeltis stjarna. Það er að þær séu ekki svo nálægt stjörnum að allt vatn myndi gufa upp og ekki svo langt frá þeim að allt vatn myndi frjósa. Þar að auki eru fjarreikistjörnurnar sem um ræðir það nálægt okkur að hægt væri að litrófsgreina þær og komast að því úr hverju andrúmsloft þeirra eru gerð. Það gæti varpað ljósi á hvort að líf sé að finna á þeim reikistjörnum.Tess verður skotið á loft klukkan hálf ellefu í kvöld. Útsendingin hefst um klukkan tíu. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni á vef NASA. Veðurspá er góð fyrir geimskotið. SpaceX Vísindi Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. Sjónauka þessum er ætlað að finna fjarreikistjörnur í öðrum sólkerfum sem eru stjarnfræðilega nærri okkar eigin. Tess mun byggja á gögnum sem aflað hefur verið með Kepler sjónaukanum og gæti hleypt nýju lífi í leit okkar að lífi út í geimnum. Áætlað er að verkefnið muni taka um tvö ár og á þeim tíma mun Tess skoða þúsundir plánetna, bæði plánetur sem vitað er um núna og sömuleiðis nýjar.Tess verður skotið út í geim með Falcon 9 eldflaug SpaceX frá Cape Canaveral í Flórída. Þegar Kepler sjónaukanum var skotið á loft árið 2009 vissu vísindamenn ekki hve algengt væri að reikistjörnur væru á braut um fjarlægar stjörnur og þá í hvaða magni. Einn vísindamaður sem unnið hefur að Kepler verkefninu í tuttugu ár sagði í samtali við Space.com að það hefði komið öllum á óvart hve algengar stórar fjarreikistjörnur væru. „Kepler gerði okkur ljóst að fjarreikistjörnur eru eins algengar og símastaurar,“ sagði annar vísindamaður.Munurinn á Kepler og Tess er sá að sá fyrrnefndi skoðaði stjörnur sólkerfi í 500 til 1.500 ljósára fjarlægð. Tess mun skoða okkar nálægustu sólkerfi. Útskýringarmyndband NASA um Tess.Tess er ekki sérstaklega hannaður til að leita að plánetum sem gætu borið líf en hægt verður að sjá hvort að reikistjörnur séu innan lífbeltis stjarna. Það er að þær séu ekki svo nálægt stjörnum að allt vatn myndi gufa upp og ekki svo langt frá þeim að allt vatn myndi frjósa. Þar að auki eru fjarreikistjörnurnar sem um ræðir það nálægt okkur að hægt væri að litrófsgreina þær og komast að því úr hverju andrúmsloft þeirra eru gerð. Það gæti varpað ljósi á hvort að líf sé að finna á þeim reikistjörnum.Tess verður skotið á loft klukkan hálf ellefu í kvöld. Útsendingin hefst um klukkan tíu. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni á vef NASA. Veðurspá er góð fyrir geimskotið.
SpaceX Vísindi Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira