Sjókvíaeldi verður að hluta niðurgreitt af ríkissjóði Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. apríl 2018 19:00 Útgjöld ríkissjóðs til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis munu aukast um meira en hundruð milljónir króna samkvæmt nýju frumvarpi um fiskeldi og munu nema 260 milljónum króna á árinu 2020. Sjóðurinn á að greiða fyrir rannsóknir og mat á burðarþoli fyrir laxeldi og því verður atvinnugreinin að hluta niðurgreidd af ríkinu. Í nýju lagafrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráhherra um fiskeldi eru lagðar til breytingar sem kalla á auknar rannsóknir og útgáfu burðarþolsmats vegna sjókvíaeldis með tilheyrandi kostnaði. Þannig á Hafrannsóknastofnun eftir að meta burðarþol tiltekinna hafsvæða og fjarða. Auk þess þarf stofnunin að vakta lífrænt álag á svæðum sem búið er að burðarþolsmeta. Þá mun falla til kostnaður vegna endurskoðunar á áhættumati vegna erfðablöndunar og kostnaður vegna aukinna rannsókna þegar hafsvæðum er skipt upp í eldissvæði. Gert er ráð fyrir að þessi nýju verkefni verði fjármögnuð af Umhverfissjóði sjókvíaeldis og er áætlað að sjóðurinn þurfi 200 milljónir króna á ári til ráðstöfunar í þessi verkefni og önnur sem honum eru ætluð samkvæmt lögum. Í fjárlögum 2018 er framlag ríkissjóðs til sjóðsins 110 milljónir króna og er því aukningin 90 milljónir króna á ári, að því er fram kemur í frumvarpinu. Á árinu 2020 hækkar framlagið í 260 milljónir króna miðað við útgjaldaaukningu sem tilgreind er í frumvarpinu en þar segir: „Árleg útgjaldaaukning, að meðtalinni 90 m.kr. aukningu á fjárþörf Umhverfissjóðs sjókvíaeldis, er því talin verða 150 m.kr. frá og með árinu 2020.“Var fjármagnaður af fiskeldisfyrirtækjunum Umhverfissjóðurinn hefur verið fjármagnaður af fyrirtækjum í sjókvíaeldi frá árinu 2008 þegar hann var settur á laggirnar en markmið og tilgangur sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Útgjöld ríkisins í sjóðinn aukast vegna þessara nýju verkefna í frumvarpinu. „Hugsunin í frumvarpinu er sú að það verði lagt á annars vegar gjald vegna eldissvæða og hins vegar auðlindagjöld. Uppsetningin á þessum kostnaði sem til fellur er á þann veg að gjaldtakan verður látin renna í Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem standi síðan undir fjármögnun á burðarþolsrannsóknum og áhættumati. Við erum hins vegar á þessu ári að leggja sérstaklega til rúmlega níutíu milljónir króna til þessara mála og það er kannski eðlilegt á meðan það er verið að byggja upp atvinnugreinina að fyrsta fjármögnun komi úr ríkissjóði,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Auðlindagjöldin á sjókvíaeldi hafa ekki verið ákveðin og verður lagt fram frumvarp um nánari útfærslu þeirra í haust. Þetta þýðir að á meðan þessi nýju verkefni, sem Umhverfissjóður á að greiða fyrir, hafa ekki verið fjármögnuð með gjöldum mun framlag ríkissjóðs standa undir þeim.Er ekki ríkissjóður með þessu að niðurgreiða þessa atvinnugrein? „Í ár má kannski segja að svo sé. Á meðan við erum að skjóta styrkari stoðum undir rannsóknir þá má kannski segja að á fyrstu skrefum þess sé það kannski hlutverk ríkisins að ganga úr skugga um hvaða grunnur er undir þá starfsemi sem ríkissjóður ætlar síðan að taka gjald af,“ segir Kristján Þór. Fiskeldi Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Sjá meira
Útgjöld ríkissjóðs til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis munu aukast um meira en hundruð milljónir króna samkvæmt nýju frumvarpi um fiskeldi og munu nema 260 milljónum króna á árinu 2020. Sjóðurinn á að greiða fyrir rannsóknir og mat á burðarþoli fyrir laxeldi og því verður atvinnugreinin að hluta niðurgreidd af ríkinu. Í nýju lagafrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráhherra um fiskeldi eru lagðar til breytingar sem kalla á auknar rannsóknir og útgáfu burðarþolsmats vegna sjókvíaeldis með tilheyrandi kostnaði. Þannig á Hafrannsóknastofnun eftir að meta burðarþol tiltekinna hafsvæða og fjarða. Auk þess þarf stofnunin að vakta lífrænt álag á svæðum sem búið er að burðarþolsmeta. Þá mun falla til kostnaður vegna endurskoðunar á áhættumati vegna erfðablöndunar og kostnaður vegna aukinna rannsókna þegar hafsvæðum er skipt upp í eldissvæði. Gert er ráð fyrir að þessi nýju verkefni verði fjármögnuð af Umhverfissjóði sjókvíaeldis og er áætlað að sjóðurinn þurfi 200 milljónir króna á ári til ráðstöfunar í þessi verkefni og önnur sem honum eru ætluð samkvæmt lögum. Í fjárlögum 2018 er framlag ríkissjóðs til sjóðsins 110 milljónir króna og er því aukningin 90 milljónir króna á ári, að því er fram kemur í frumvarpinu. Á árinu 2020 hækkar framlagið í 260 milljónir króna miðað við útgjaldaaukningu sem tilgreind er í frumvarpinu en þar segir: „Árleg útgjaldaaukning, að meðtalinni 90 m.kr. aukningu á fjárþörf Umhverfissjóðs sjókvíaeldis, er því talin verða 150 m.kr. frá og með árinu 2020.“Var fjármagnaður af fiskeldisfyrirtækjunum Umhverfissjóðurinn hefur verið fjármagnaður af fyrirtækjum í sjókvíaeldi frá árinu 2008 þegar hann var settur á laggirnar en markmið og tilgangur sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Útgjöld ríkisins í sjóðinn aukast vegna þessara nýju verkefna í frumvarpinu. „Hugsunin í frumvarpinu er sú að það verði lagt á annars vegar gjald vegna eldissvæða og hins vegar auðlindagjöld. Uppsetningin á þessum kostnaði sem til fellur er á þann veg að gjaldtakan verður látin renna í Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem standi síðan undir fjármögnun á burðarþolsrannsóknum og áhættumati. Við erum hins vegar á þessu ári að leggja sérstaklega til rúmlega níutíu milljónir króna til þessara mála og það er kannski eðlilegt á meðan það er verið að byggja upp atvinnugreinina að fyrsta fjármögnun komi úr ríkissjóði,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Auðlindagjöldin á sjókvíaeldi hafa ekki verið ákveðin og verður lagt fram frumvarp um nánari útfærslu þeirra í haust. Þetta þýðir að á meðan þessi nýju verkefni, sem Umhverfissjóður á að greiða fyrir, hafa ekki verið fjármögnuð með gjöldum mun framlag ríkissjóðs standa undir þeim.Er ekki ríkissjóður með þessu að niðurgreiða þessa atvinnugrein? „Í ár má kannski segja að svo sé. Á meðan við erum að skjóta styrkari stoðum undir rannsóknir þá má kannski segja að á fyrstu skrefum þess sé það kannski hlutverk ríkisins að ganga úr skugga um hvaða grunnur er undir þá starfsemi sem ríkissjóður ætlar síðan að taka gjald af,“ segir Kristján Þór.
Fiskeldi Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Sjá meira