Guðrún Þ. Stephensen látin Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 16. apríl 2018 23:01 Guðrún Þ. Stephensen, fædd 29. mars 1931, látin 16.apríl 2018. Guðrún Þ. Stephensen, leikkona, er látin 87 ára að aldri. Hún fæddist 29. mars 1931 í Reykjavík þar sem hún lést þann 16.apríl 2018. Hún var frumburður hjónanna Dórótheu Breiðfjörð og Þorsteins Ö. Stephensen. Eftirlifandi eiginmaður Guðrúnar er Hafsteinn Austmann myndlistarmaður. Dætur þeirra eru Dóra og Kristín Hafsteinsdætur. Guðrún lauk prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1954. Hún hóf strax að námi loknu að leika hjá Leikfélagi Reykjavíkur þar sem hún starfaði í tvo áratugi. Meðal minnisstæðra hlutverka hennar hjá LR má nefna Madge í Tíminn og við, Marinu í Vanja frænda, Magdalenu í Húsi Vernörðu Alba, Marisku í Það er kominn gestur, Bessí Burgess í Plógi og stjörnum og tvær kostulegar konur í leikritum Jökuls Jakobssonar Dómínó og Kertalogi, og er þá aðeins fátt eitt nefnt.Hún var síðan fastráðin við Þjóðleikhúsið um árabil og lék þar á fimmta tug hlutverka. Meðal eftirminnilegra persóna sem hún lék þar eru kerlingin í Gullna hliðinu, Soffía frænka í Kardemommubænum, Sólveig í Lúkasi, Stella í Sólarferð, móðirin í Þeir riðu til sjávar, Lóna Hessel í Máttarstólpum þjóðfélagsins, frú Arneus í Íslandsklukkunni og Valborg í Valborgu og bekknum. Á síðari árum lék Guðrún meðal annars fjalladrottningu í Búkollu, Idu í Himneskt er að lifa, Þrúði í Elínu, Helgu, Guðríði, bangsamömmu í Dýrunum í Hálsaskógi, tengdamóðurina í Blóðbrullaupi, Doris í Kirkjugarðsklúbbnum og Anfísu barnfóstru í Þremur systrum. Síðasta hlutverk Guðrúnar við Þjóðleikhúsið var Fríða í hinni geysivinsælu sýningu Manni í mislitum sokkum, en þar lék hún meðal annars með öðrum þekktum leikurum af sinni kynslóð, Þóru Friðriksdóttur, Bessa Bjarnasyni, Gunnari Eyjólfssyni, Helgu Bachmann, Árna Tryggvasyni og Erlingi Gíslasyni. Hún sat um árabil í þjóðleikhúsráði, starfaði við barnakennslu meðfram leiklistinni, lengst af í Kársnesskóla og lék fjöldann allan af hlutverkum í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Andlát Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Sjá meira
Guðrún Þ. Stephensen, leikkona, er látin 87 ára að aldri. Hún fæddist 29. mars 1931 í Reykjavík þar sem hún lést þann 16.apríl 2018. Hún var frumburður hjónanna Dórótheu Breiðfjörð og Þorsteins Ö. Stephensen. Eftirlifandi eiginmaður Guðrúnar er Hafsteinn Austmann myndlistarmaður. Dætur þeirra eru Dóra og Kristín Hafsteinsdætur. Guðrún lauk prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1954. Hún hóf strax að námi loknu að leika hjá Leikfélagi Reykjavíkur þar sem hún starfaði í tvo áratugi. Meðal minnisstæðra hlutverka hennar hjá LR má nefna Madge í Tíminn og við, Marinu í Vanja frænda, Magdalenu í Húsi Vernörðu Alba, Marisku í Það er kominn gestur, Bessí Burgess í Plógi og stjörnum og tvær kostulegar konur í leikritum Jökuls Jakobssonar Dómínó og Kertalogi, og er þá aðeins fátt eitt nefnt.Hún var síðan fastráðin við Þjóðleikhúsið um árabil og lék þar á fimmta tug hlutverka. Meðal eftirminnilegra persóna sem hún lék þar eru kerlingin í Gullna hliðinu, Soffía frænka í Kardemommubænum, Sólveig í Lúkasi, Stella í Sólarferð, móðirin í Þeir riðu til sjávar, Lóna Hessel í Máttarstólpum þjóðfélagsins, frú Arneus í Íslandsklukkunni og Valborg í Valborgu og bekknum. Á síðari árum lék Guðrún meðal annars fjalladrottningu í Búkollu, Idu í Himneskt er að lifa, Þrúði í Elínu, Helgu, Guðríði, bangsamömmu í Dýrunum í Hálsaskógi, tengdamóðurina í Blóðbrullaupi, Doris í Kirkjugarðsklúbbnum og Anfísu barnfóstru í Þremur systrum. Síðasta hlutverk Guðrúnar við Þjóðleikhúsið var Fríða í hinni geysivinsælu sýningu Manni í mislitum sokkum, en þar lék hún meðal annars með öðrum þekktum leikurum af sinni kynslóð, Þóru Friðriksdóttur, Bessa Bjarnasyni, Gunnari Eyjólfssyni, Helgu Bachmann, Árna Tryggvasyni og Erlingi Gíslasyni. Hún sat um árabil í þjóðleikhúsráði, starfaði við barnakennslu meðfram leiklistinni, lengst af í Kársnesskóla og lék fjöldann allan af hlutverkum í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum.
Andlát Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Sjá meira