Segir loforðinu beint að eignamesta þjóðfélagshópnum Hersir Aron Ólafsson skrifar 16. apríl 2018 23:34 Tillögur Sjálfstæðisflokksins um flata niðurfellingu fasteignaskatta fyrir eldri borgara í Reykjavík samræmast ekki lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Hagfræðingur bendir á að slík breyting myndi helst gagnast eignamiklum einstaklingum með háar ráðstöfunartekjur. Sjálfstæðisflokkurinn kynnti stefnumál sín í borginni um helgina, en meðal loforða er niðurfelling fasteignaskatta á borgarbúa 70 ára og eldri. Þessi fyrirheit hafa verið uppspretta umræðna og deilna á samfélagsmiðlum, þar sem m.a. er bent á að tekjulægsti hópur eldri borgara sé þegar undanþeginn slíkum sköttum og breytingin myndi því helst gagnast þeim sem eru vel stæðir. „Ef maður skoðar tölurnar þá er verið að fara að fella niður fasteignaskatta á þann aldurshóp sem á mestar eignir, á mest í fasteignum og þann aldurshóp sem hefur fengið mesta aukningu ráðstöfunartekna frá aldamótum,“ segir hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, Konráð S. Guðjónsson. Þegar rýnt er í talnaefni Hagstofunnar má sjá að yngri aldurshópar hafa setið eftir í aukningu ráðstöfunartekna undanfarin ár, á meðan tekjur eldri hópa hafa aukist til muna. „Ráðstöfunartekjur þeirra hafa aukist um 45% frá árinu 2000 til 2016 á meðan ráðstöfunartekjur 16-29 ára aldurshópsins hafa aukist um 2%,“ segir Konráð. Í lögum um tekjustofna sveitarfélaga er heimilað að lækka eða fella niður fasteignaskatt sem tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða. Þar er hins vegar engin heimild til almennrar niðurfellingar slíkra gjalda vegna aldurs. Í samtali við Vísi í dag vísaði Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna til þess að sambærileg framkvæmd væri viðhöfð í Vestmannaeyjum, og það staðfestir bæjarstjórinn Elliði Vignisson. Aftur á móti hefur í tvígang verið úrskurðað um slíkar ívilnanir, síðast í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu 2008 þar sem Garðabæ var talið óheimilt að veita örorku- og ellilífeyrisþegum flatan afslátt af slíkum gjöldum án tillits til tekna. Burt séð frá þessu bendir hagfræðingurinn Konráð enn fremur á að slíkar breytingar gætu gert ungu fólki enn erfiðara fyrir á húsnæðismarkaði.„Þetta hefur þann hvata að fólk býr kannski lengur í húsnæði sem er alltof stórt. Framboð fasteigna er auðvitað alltaf takmarkað á hverjum tíma. Þetta þýðir það að erfiðara getur orðið fyrir stórar barnafjölskyldur að komast í stærra húsnæði.“ Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Tillögur Sjálfstæðisflokksins um flata niðurfellingu fasteignaskatta fyrir eldri borgara í Reykjavík samræmast ekki lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Hagfræðingur bendir á að slík breyting myndi helst gagnast eignamiklum einstaklingum með háar ráðstöfunartekjur. Sjálfstæðisflokkurinn kynnti stefnumál sín í borginni um helgina, en meðal loforða er niðurfelling fasteignaskatta á borgarbúa 70 ára og eldri. Þessi fyrirheit hafa verið uppspretta umræðna og deilna á samfélagsmiðlum, þar sem m.a. er bent á að tekjulægsti hópur eldri borgara sé þegar undanþeginn slíkum sköttum og breytingin myndi því helst gagnast þeim sem eru vel stæðir. „Ef maður skoðar tölurnar þá er verið að fara að fella niður fasteignaskatta á þann aldurshóp sem á mestar eignir, á mest í fasteignum og þann aldurshóp sem hefur fengið mesta aukningu ráðstöfunartekna frá aldamótum,“ segir hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, Konráð S. Guðjónsson. Þegar rýnt er í talnaefni Hagstofunnar má sjá að yngri aldurshópar hafa setið eftir í aukningu ráðstöfunartekna undanfarin ár, á meðan tekjur eldri hópa hafa aukist til muna. „Ráðstöfunartekjur þeirra hafa aukist um 45% frá árinu 2000 til 2016 á meðan ráðstöfunartekjur 16-29 ára aldurshópsins hafa aukist um 2%,“ segir Konráð. Í lögum um tekjustofna sveitarfélaga er heimilað að lækka eða fella niður fasteignaskatt sem tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða. Þar er hins vegar engin heimild til almennrar niðurfellingar slíkra gjalda vegna aldurs. Í samtali við Vísi í dag vísaði Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna til þess að sambærileg framkvæmd væri viðhöfð í Vestmannaeyjum, og það staðfestir bæjarstjórinn Elliði Vignisson. Aftur á móti hefur í tvígang verið úrskurðað um slíkar ívilnanir, síðast í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu 2008 þar sem Garðabæ var talið óheimilt að veita örorku- og ellilífeyrisþegum flatan afslátt af slíkum gjöldum án tillits til tekna. Burt séð frá þessu bendir hagfræðingurinn Konráð enn fremur á að slíkar breytingar gætu gert ungu fólki enn erfiðara fyrir á húsnæðismarkaði.„Þetta hefur þann hvata að fólk býr kannski lengur í húsnæði sem er alltof stórt. Framboð fasteigna er auðvitað alltaf takmarkað á hverjum tíma. Þetta þýðir það að erfiðara getur orðið fyrir stórar barnafjölskyldur að komast í stærra húsnæði.“
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59
Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38
Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40