Borgarlína á dagskrá Dagur B. Eggertsson skrifar 17. apríl 2018 07:00 Um þessar mundir eru öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að staðfesta breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins um legu borgarlínu. Þessi niðurstaða, að festa borgarlínu í sessi, er afrakstur umfangsmikils og náins samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem hefur gengið ótrúlega vel – þvert á sveitarfélagamörk og flokkslínur. Með staðfestingu svæðisskipulagsins er staðfest sú sameiginlega stefna að öflugri almenningssamgöngur með borgarlínu verði hryggjarstykkið í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu til að mæta þeim mikla vexti sem fyrirsjáanlegur er á svæðinu, án þess að umferð aukist að sama skapi.Borgarlína í fjármálaáætlun ríkisins Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að samið verði um framgang borgarlínu milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári. Í áætluninni segir skýrt að ríkið muni styðja borgarlínu og í Morgunblaðsgrein tekur forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir einnig af öll tvímæli í því efni. Þetta er fagnaðarefni. Á grundvelli fjármálaáætlunar og yfirlýsinga forsætisráðherra hefur stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu falið fulltrúum Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar að undirbúa komandi samningagerð fyrir hönd sveitarfélaganna. Skýr framtíðarsýn Hundruð borga um allan heim, af öllum stærðum, gerðum og loftslagi notast við hraðvagnakerfi með góðum árangri. Þar er víða að nást góður árangur að fjölga notendum almenningssamganga og það viljum við líka gera. Borgarlínan er hluti af framtíðarsýn um fjölbreyttari ferðamáta og meira val í samgöngumálum. Borgarlínan á að verða góður, öruggur valkostur sem veitir tíða þjónustu og keyrir í sérrými. Borgarlínan mun því ekki verða fyrir töfum á annatíma þar sem hún nýtur forgangs í umferðinni. Allir munu hins vegar njóta góðs af því. Eftir því sem notendum borgarlínu fjölgar verður meira rými á götunum fyrir bíla, auk þess sem borgarlínan er afar mikilvægt tæki til að bæta loftgæði, bæta hljóðvist og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Dagur B. Eggertsson Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að staðfesta breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins um legu borgarlínu. Þessi niðurstaða, að festa borgarlínu í sessi, er afrakstur umfangsmikils og náins samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem hefur gengið ótrúlega vel – þvert á sveitarfélagamörk og flokkslínur. Með staðfestingu svæðisskipulagsins er staðfest sú sameiginlega stefna að öflugri almenningssamgöngur með borgarlínu verði hryggjarstykkið í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu til að mæta þeim mikla vexti sem fyrirsjáanlegur er á svæðinu, án þess að umferð aukist að sama skapi.Borgarlína í fjármálaáætlun ríkisins Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að samið verði um framgang borgarlínu milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári. Í áætluninni segir skýrt að ríkið muni styðja borgarlínu og í Morgunblaðsgrein tekur forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir einnig af öll tvímæli í því efni. Þetta er fagnaðarefni. Á grundvelli fjármálaáætlunar og yfirlýsinga forsætisráðherra hefur stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu falið fulltrúum Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar að undirbúa komandi samningagerð fyrir hönd sveitarfélaganna. Skýr framtíðarsýn Hundruð borga um allan heim, af öllum stærðum, gerðum og loftslagi notast við hraðvagnakerfi með góðum árangri. Þar er víða að nást góður árangur að fjölga notendum almenningssamganga og það viljum við líka gera. Borgarlínan er hluti af framtíðarsýn um fjölbreyttari ferðamáta og meira val í samgöngumálum. Borgarlínan á að verða góður, öruggur valkostur sem veitir tíða þjónustu og keyrir í sérrými. Borgarlínan mun því ekki verða fyrir töfum á annatíma þar sem hún nýtur forgangs í umferðinni. Allir munu hins vegar njóta góðs af því. Eftir því sem notendum borgarlínu fjölgar verður meira rými á götunum fyrir bíla, auk þess sem borgarlínan er afar mikilvægt tæki til að bæta loftgæði, bæta hljóðvist og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun