Vinnufriður Haukur Örn Birgisson skrifar 17. apríl 2018 07:00 Umræðan um skipan dómara við Landsrétt hefur farið fram hjá fáum undanfarið. Ég er þó ekki viss um að margir hafi nennt að setja sig inn í umræðuna og því látið sér nægja að lesa fyrirsagnir í fjölmiðlum, sem gjarnan einkenndust af yfirlýsingum þeirra sem stóðu í einhvers konar pólitík í kringum þetta mikilvæga mál. „Spilling“, „réttaróvissa“, „flokksskírteini“ og „vantraust“ voru meðal helstu gífuryrðanna. Þessar fyrirsagnir gáfu ranga og ósanngjarna mynd af raunverulegri stöðu málsins. Þeir sem hæst töluðu um mikilvægi þess að dómstólar landsins nytu trausts almennings voru þeir sömu og notuðu bragðmestu yfirlýsingarnar þegar þeir töluðu niður þá dómaraskipun sem varð ofan á við meðferð málsins. Það var engu líkara en að þeir teldu þá umsækjendur, sem skipaðir voru af Alþingi, vanhæfa til starfans. Engu máli virtist skipta að allt voru þetta dómarar við héraðsdóma landsins, með áralanga dómarareynslu í farteskinu, sem jafnvel höfðu setið sem dómarar í Hæstarétti Íslands! Ekki vildi ég vera í sporum þessara ágætu umsækjenda, sem rúnir voru trausti af fólki sem situr á Alþingi, hvorki meira né minna. Bíóið hélt svo áfram fyrir skemmstu þegar lögmaður einn, fyrir hönd skjólstæðings síns, lagði fram kröfu um að tiltekinn dómari við Landsrétt myndi víkja sæti í máli vegna meints vanhæfis dómarans. Þessi dómari hafði nefnilega ekki verið meðal þeirra sem, að því er virðist óskeikul, dómnefnd taldi hæfasta til starfans. Réttilega var kröfunni hafnað og var henni svo vísað frá Hæstarétti. Þrátt fyrir það, virðist hún aftur ætla að rata á borð réttarins á næstunni. Það er löngu kominn tími til að þessu farsakennda leikriti í kringum skipan Landsréttardómara ljúki. Dómstóllinn á skilið traust, virðingu og umfram allt vinnufrið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um skipan dómara við Landsrétt hefur farið fram hjá fáum undanfarið. Ég er þó ekki viss um að margir hafi nennt að setja sig inn í umræðuna og því látið sér nægja að lesa fyrirsagnir í fjölmiðlum, sem gjarnan einkenndust af yfirlýsingum þeirra sem stóðu í einhvers konar pólitík í kringum þetta mikilvæga mál. „Spilling“, „réttaróvissa“, „flokksskírteini“ og „vantraust“ voru meðal helstu gífuryrðanna. Þessar fyrirsagnir gáfu ranga og ósanngjarna mynd af raunverulegri stöðu málsins. Þeir sem hæst töluðu um mikilvægi þess að dómstólar landsins nytu trausts almennings voru þeir sömu og notuðu bragðmestu yfirlýsingarnar þegar þeir töluðu niður þá dómaraskipun sem varð ofan á við meðferð málsins. Það var engu líkara en að þeir teldu þá umsækjendur, sem skipaðir voru af Alþingi, vanhæfa til starfans. Engu máli virtist skipta að allt voru þetta dómarar við héraðsdóma landsins, með áralanga dómarareynslu í farteskinu, sem jafnvel höfðu setið sem dómarar í Hæstarétti Íslands! Ekki vildi ég vera í sporum þessara ágætu umsækjenda, sem rúnir voru trausti af fólki sem situr á Alþingi, hvorki meira né minna. Bíóið hélt svo áfram fyrir skemmstu þegar lögmaður einn, fyrir hönd skjólstæðings síns, lagði fram kröfu um að tiltekinn dómari við Landsrétt myndi víkja sæti í máli vegna meints vanhæfis dómarans. Þessi dómari hafði nefnilega ekki verið meðal þeirra sem, að því er virðist óskeikul, dómnefnd taldi hæfasta til starfans. Réttilega var kröfunni hafnað og var henni svo vísað frá Hæstarétti. Þrátt fyrir það, virðist hún aftur ætla að rata á borð réttarins á næstunni. Það er löngu kominn tími til að þessu farsakennda leikriti í kringum skipan Landsréttardómara ljúki. Dómstóllinn á skilið traust, virðingu og umfram allt vinnufrið.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun