Kvíði skólabarna varðar samfélagið allt Gunnar Einarsson skrifar 17. apríl 2018 14:45 „Þess vegna höldum við í vonina sem er trúin á ástina og reisnina og gæskuna og mennskuna og vináttuna um að enginn sé aleinn í heiminum, einmana og hræddur á plánetunni Jörð.“ Svona hljóðar viðlagið í nýlegu lagi með hljómsveitinni Nýdönsk. Öll þessi fallegu orð í fyrri hluta viðlagsins eiga við um það risavaxna verkefni að skapa og reka samfélag eins og Garðabær er. Fjármál eru aðeins einn liður í því verkefni en það sem stendur upp úr í mínum huga eftir 13 ár í starfi bæjarstjóra er mannlegi þátturinn og það hvernig við sköpum samheldið og fallegt samfélag þar sem mennskan og gæskan eru í fyrirrúmi. Þetta er rauði þráðurinn í öllu okkar starfi en því miður virðist sem okkur, sem íslensku samfélagi, sé ekki að takast nógu vel að passa upp á alla okkar meðbræður og –systur og að það eigi ekki síst við um börnin okkar og ungmennin. Rannsóknir hafa sýnt að kvíði, depurð og þunglyndi er alltof algeng á meðal þeirra og hefur aukist undanfarin ár. Garðabær á að vera í forystu sveitarfélaga þegar kemur að mennskunni, samkennd og virðingu fyrir hverjum og einum.Hvað er til ráða? Aukin vanlíðan ungmenna er ekki bara garðbæskt vandamál. Þetta er þróun sem við sjáum á landsvísu og við verðum að taka á af fullri alvöru. Til þess verða margir að leggjast á eitt, þar á meðal má nefna ríkið sem rekur heilbrigðiskerfið, sveitarfélögin sem starfrækja leik- og grunnskóla, foreldra, tómstundaleiðbeinendur, íþróttaþjálfara og alla aðra sem koma að uppeldi og umönnun barna og ungmenna. Við í Garðabæ ætlum ekki að láta okkar eftir liggja. „Lengi býr að fyrstu gerð“ segir máltækið og með það í huga hefur bæjarstjórn Garðabæjar lagt ríka áherslu á að efla leikskólana og að tryggja börnum örugga dagvistun í leikskóla frá 12 mánaða aldri. Í fjölmiðlum undanfarið höfum við séð viðtöl við foreldra ungra barna sem eru í stórfelldum vandræðum vegna skorts á dagvistunarúrræðum í nágrannasveitarfélögunum. Með því að bjóða börnum leikskólavist frá 12 mánaða aldri er því ekki aðeins stuðlað að velferð barnanna heldur líka verið að létta áhyggjum og streitu af foreldrunum sem oft á tíðum er ungt fólk sem er að koma undir sig fótunum. Lífsgæði þessa unga fólks eru þannig aukin og það fær tækifæri til að blómstra, lifa í núinu og njóta þess tíma á meðan börnin eru lítil en við sem erum orðin eldri vitum hvað sá tími virðist hafa verið stuttur þegar litið er til baka. Það er hins vegar ekki nóg að börnin fái dvöl í leikskóla. Tryggja verður að þar fari fram faglegt og gott starf sem stuðlar að vellíðan, velferð og þroska barnanna. Til að efla hið faglega starf leik- og grunnskóla hefur Garðabær m.a. sett á stofn þróunarsjóði á báðum skólastigum. Skólar, skólastjórnendur og kennarar geta og hafa sótt um styrki í sjóðina til fjölbreyttra þróunarverkefna. Lokaskýrslur allra verkefnanna verða birtar á vef Garðabæjar og því eru þátttakendur í verkefnunum ekki aðeins að efla sig sem fagfólk heldur að búa til og miðla nýrri þekkingu sem aðrir geta lært af. Bæjarstjórn hefur einnig samþykkt að styrkja starfsfólk til náms í leikskólakennarafræðum sem er ein leið til að bregðast við skorti á fagfólki í þeim fræðum.Lærum að njóta augnabliksins Umhverfismál hafa lengi verið forgangsmál hjá bæjarstjórn Garðabæjar. Í bæjarlandinu eru fjölbreytt náttúru- og útivistarsvæði sem mörg hver eru friðuð til framtíðar. Fátt er betra til að létta af sér áhyggjum og streitu dagsins en góður göngutúr í náttúrulegu umhverfi. Það eru lífsgæði sem Garðbæingar búa við og kunna að meta. Við slíkar aðstæður er gott að einbeita sér að því að njóta augnabliksins og hugsa um það jákvæða og fagra í tilverunni. Núvitund er hugarástand sem við ættum öll að temja okkur í ríkari mæli og jafnframt að taka upp í skólastarfi og kenna ungmennunum okkar sem leið til að takast á við kvíða og depurð. Hvert augnablik er dýrmætt enda veit enginn hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Og „þess vegna höldum við í vonina…..“ Með sumarkveðju, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
„Þess vegna höldum við í vonina sem er trúin á ástina og reisnina og gæskuna og mennskuna og vináttuna um að enginn sé aleinn í heiminum, einmana og hræddur á plánetunni Jörð.“ Svona hljóðar viðlagið í nýlegu lagi með hljómsveitinni Nýdönsk. Öll þessi fallegu orð í fyrri hluta viðlagsins eiga við um það risavaxna verkefni að skapa og reka samfélag eins og Garðabær er. Fjármál eru aðeins einn liður í því verkefni en það sem stendur upp úr í mínum huga eftir 13 ár í starfi bæjarstjóra er mannlegi þátturinn og það hvernig við sköpum samheldið og fallegt samfélag þar sem mennskan og gæskan eru í fyrirrúmi. Þetta er rauði þráðurinn í öllu okkar starfi en því miður virðist sem okkur, sem íslensku samfélagi, sé ekki að takast nógu vel að passa upp á alla okkar meðbræður og –systur og að það eigi ekki síst við um börnin okkar og ungmennin. Rannsóknir hafa sýnt að kvíði, depurð og þunglyndi er alltof algeng á meðal þeirra og hefur aukist undanfarin ár. Garðabær á að vera í forystu sveitarfélaga þegar kemur að mennskunni, samkennd og virðingu fyrir hverjum og einum.Hvað er til ráða? Aukin vanlíðan ungmenna er ekki bara garðbæskt vandamál. Þetta er þróun sem við sjáum á landsvísu og við verðum að taka á af fullri alvöru. Til þess verða margir að leggjast á eitt, þar á meðal má nefna ríkið sem rekur heilbrigðiskerfið, sveitarfélögin sem starfrækja leik- og grunnskóla, foreldra, tómstundaleiðbeinendur, íþróttaþjálfara og alla aðra sem koma að uppeldi og umönnun barna og ungmenna. Við í Garðabæ ætlum ekki að láta okkar eftir liggja. „Lengi býr að fyrstu gerð“ segir máltækið og með það í huga hefur bæjarstjórn Garðabæjar lagt ríka áherslu á að efla leikskólana og að tryggja börnum örugga dagvistun í leikskóla frá 12 mánaða aldri. Í fjölmiðlum undanfarið höfum við séð viðtöl við foreldra ungra barna sem eru í stórfelldum vandræðum vegna skorts á dagvistunarúrræðum í nágrannasveitarfélögunum. Með því að bjóða börnum leikskólavist frá 12 mánaða aldri er því ekki aðeins stuðlað að velferð barnanna heldur líka verið að létta áhyggjum og streitu af foreldrunum sem oft á tíðum er ungt fólk sem er að koma undir sig fótunum. Lífsgæði þessa unga fólks eru þannig aukin og það fær tækifæri til að blómstra, lifa í núinu og njóta þess tíma á meðan börnin eru lítil en við sem erum orðin eldri vitum hvað sá tími virðist hafa verið stuttur þegar litið er til baka. Það er hins vegar ekki nóg að börnin fái dvöl í leikskóla. Tryggja verður að þar fari fram faglegt og gott starf sem stuðlar að vellíðan, velferð og þroska barnanna. Til að efla hið faglega starf leik- og grunnskóla hefur Garðabær m.a. sett á stofn þróunarsjóði á báðum skólastigum. Skólar, skólastjórnendur og kennarar geta og hafa sótt um styrki í sjóðina til fjölbreyttra þróunarverkefna. Lokaskýrslur allra verkefnanna verða birtar á vef Garðabæjar og því eru þátttakendur í verkefnunum ekki aðeins að efla sig sem fagfólk heldur að búa til og miðla nýrri þekkingu sem aðrir geta lært af. Bæjarstjórn hefur einnig samþykkt að styrkja starfsfólk til náms í leikskólakennarafræðum sem er ein leið til að bregðast við skorti á fagfólki í þeim fræðum.Lærum að njóta augnabliksins Umhverfismál hafa lengi verið forgangsmál hjá bæjarstjórn Garðabæjar. Í bæjarlandinu eru fjölbreytt náttúru- og útivistarsvæði sem mörg hver eru friðuð til framtíðar. Fátt er betra til að létta af sér áhyggjum og streitu dagsins en góður göngutúr í náttúrulegu umhverfi. Það eru lífsgæði sem Garðbæingar búa við og kunna að meta. Við slíkar aðstæður er gott að einbeita sér að því að njóta augnabliksins og hugsa um það jákvæða og fagra í tilverunni. Núvitund er hugarástand sem við ættum öll að temja okkur í ríkari mæli og jafnframt að taka upp í skólastarfi og kenna ungmennunum okkar sem leið til að takast á við kvíða og depurð. Hvert augnablik er dýrmætt enda veit enginn hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Og „þess vegna höldum við í vonina…..“ Með sumarkveðju, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun