Björgólfur sýknaður af 600 milljóna skaðabótakröfu Birgir Olgeirsson skrifar 17. apríl 2018 16:14 Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir. Vísir/GVA Fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson hefur verið sýknaður af 603 milljóna króna skaðabótakröfu tveggja félaga. Um var að ræða fiskveiðihlutafélagið Venus hf. og Vogun hf. sem fóru fram á skaðabætur vegna tjóns sem forsvarsmenn félaganna töldu sig hafa orðið fyrir vegna kaupa á hlutabréfum í Landsbankanum sem urðu verðlaus í bankahruninu. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Björgólf Thor af kröfu félaganna vegna þess að málin voru fyrnd. Björgólfur Thor var aðaleigandi Landsbankans fyrir hrun í gegnum fjárfestingarfélagið sitt Samson ehf.Björgólfur Thor var stærst eigandinn í Landsbankanum fyrir hrun í gegnum félagið sitt Samson ehf. Vísir/EyþórSagðist ekki hafa borið stjórnunarábyrgð Fyrir dómi hafnaði Björgólfur því að hafa borið einhverja stjórnunarábyrgð í Landsbankanum og benti á að hann hefði aldrei tekið sæti í bankaráði. Forsvarsmenn félaganna vildu meina að Björgólfur hefði með saknæmum hætti haldið frá þeim og öðrum markaðsupplýsingum um að Samson hefði farið með meirihluta atkvæða á hluthafafundum í Landsbanka Íslands og að bankinn hefði stundað umfangsmiklar lánveitingar til félaga sem voru undir stjórn Björgólfs. Fyrir dómi taldi Björgólfur Thor kröfur forsvarsmanna félaganna ekki aðeins fyrndar heldur að horft hafi verið fram hjá meginreglum laga um takmarkaða ábyrgð hluthafa.Fyrningarfresturinn hófst við hrunið Héraðsdómur Reykjavíkur tók fram að krafa um skaðabætur fyrnist á fjórum árum. Var talið að upphaf fyrningarfrestsins í þessu máli sé sá dagur sem bankahrunið varð, það er 7. október árið 2008. Þá hafi forsvarsmönnum fyrirtækjanna verið ljóst að hrunið myndi leiða til tjóns fyrir þá að mati dómsins. Í dóminum kemur fram að ætla megi að það hafi ekki tekið forsvarsmenn fyrirtækjanna langa yfirlegu að gera sér grein fyrir því hver að þeirra mati bæri ábyrgð á ætluðu tjóni þeirra. Forsvarsmenn fyrirtækjanna vildu meina að gagnaöflun hefði tekið talsverðan tíma í þessum málum og því hafi umfang tjónsins ekki verið ljóst að fullu fyrr en mörgum árum eftir hrun. Annar aðilinn sagðist til að mynda ekki hafa fengið gögn afhent frá Landsbankanum fyrr en í febrúar árið 2015. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson hefur verið sýknaður af 603 milljóna króna skaðabótakröfu tveggja félaga. Um var að ræða fiskveiðihlutafélagið Venus hf. og Vogun hf. sem fóru fram á skaðabætur vegna tjóns sem forsvarsmenn félaganna töldu sig hafa orðið fyrir vegna kaupa á hlutabréfum í Landsbankanum sem urðu verðlaus í bankahruninu. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Björgólf Thor af kröfu félaganna vegna þess að málin voru fyrnd. Björgólfur Thor var aðaleigandi Landsbankans fyrir hrun í gegnum fjárfestingarfélagið sitt Samson ehf.Björgólfur Thor var stærst eigandinn í Landsbankanum fyrir hrun í gegnum félagið sitt Samson ehf. Vísir/EyþórSagðist ekki hafa borið stjórnunarábyrgð Fyrir dómi hafnaði Björgólfur því að hafa borið einhverja stjórnunarábyrgð í Landsbankanum og benti á að hann hefði aldrei tekið sæti í bankaráði. Forsvarsmenn félaganna vildu meina að Björgólfur hefði með saknæmum hætti haldið frá þeim og öðrum markaðsupplýsingum um að Samson hefði farið með meirihluta atkvæða á hluthafafundum í Landsbanka Íslands og að bankinn hefði stundað umfangsmiklar lánveitingar til félaga sem voru undir stjórn Björgólfs. Fyrir dómi taldi Björgólfur Thor kröfur forsvarsmanna félaganna ekki aðeins fyrndar heldur að horft hafi verið fram hjá meginreglum laga um takmarkaða ábyrgð hluthafa.Fyrningarfresturinn hófst við hrunið Héraðsdómur Reykjavíkur tók fram að krafa um skaðabætur fyrnist á fjórum árum. Var talið að upphaf fyrningarfrestsins í þessu máli sé sá dagur sem bankahrunið varð, það er 7. október árið 2008. Þá hafi forsvarsmönnum fyrirtækjanna verið ljóst að hrunið myndi leiða til tjóns fyrir þá að mati dómsins. Í dóminum kemur fram að ætla megi að það hafi ekki tekið forsvarsmenn fyrirtækjanna langa yfirlegu að gera sér grein fyrir því hver að þeirra mati bæri ábyrgð á ætluðu tjóni þeirra. Forsvarsmenn fyrirtækjanna vildu meina að gagnaöflun hefði tekið talsverðan tíma í þessum málum og því hafi umfang tjónsins ekki verið ljóst að fullu fyrr en mörgum árum eftir hrun. Annar aðilinn sagðist til að mynda ekki hafa fengið gögn afhent frá Landsbankanum fyrr en í febrúar árið 2015.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira