Gullið heim Björn Berg Gunnarsson skrifar 18. apríl 2018 07:00 Er ekki tímabært að við veltum fyrir okkur heimsmeistaratitli í sumar? Verðlaunagripurinn, sem Aron tekur við, var hannaður af Ítalanum Silvio Gazzaniga og fyrst afhentur Franz Beckenbauer, fyrirliða Vestur-Þjóðverja, á HM 1974 í Mexíkó. Fyrirrennari hans var Jules Rimet bikarinn, en þegar Brasilíumenn urðu meistarar 1970 var þeim afhentur hann til eignar. Ekki fór betur en svo að árið 1983 var honum rænt og almennt er talið að hann hafi verið bræddur niður og gullið selt. Það er nóg af gulli í nýja bikarnum. Um 5 af 6,5 kílógrömmunum eru 18 karata gull (um 75 prósent hreint). Eins og aðrir málmar sveiflast verðmæti gulls talsvert í verði og því getum við leikið okkur að því að áætla verðmæti gullsins á verðlagi dagsins í dag í þau 11 skipti sem hann hefur verið reistur til himins að loknum úrslitaleik HM. Í dag má reikna með að 16,2 milljónir króna fengjust fyrir gullið, svipað og á árunum 2010 og 2014, þrátt fyrir afar miklar verðsveiflur á milli móta, til dæmis miklar verðhækkanir 2011. Lágpunkturinn var í höndum Didier Deschamps í Frakklandi 1998 og Cafú í Suður-Kóreu og Japan 2002 þegar verðmætið var undir 5 milljónum króna. Árið 1974 var verðmæti gullsins 8,9 milljónir króna á verðlagi 2018. Hækkunin nemur því 83 prósentum, eða 1,4 prósenta raunávöxtun á ári. Þokkalegt, en kannski hægt að gera betur. Ef strákarnir okkar eru að velta fyrir sér að bræða gullið og selja yrði það þó ekki nema dropi í hafið sé litið til gullforða landsins, eða um 0,2 prósent aukning. Alþjóðlega skömmin sem óhjákvæmilega fylgdi væri varla þess virði. Skilaboðin okkar til strákanna ættu því að vera: Ekki gera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Er ekki tímabært að við veltum fyrir okkur heimsmeistaratitli í sumar? Verðlaunagripurinn, sem Aron tekur við, var hannaður af Ítalanum Silvio Gazzaniga og fyrst afhentur Franz Beckenbauer, fyrirliða Vestur-Þjóðverja, á HM 1974 í Mexíkó. Fyrirrennari hans var Jules Rimet bikarinn, en þegar Brasilíumenn urðu meistarar 1970 var þeim afhentur hann til eignar. Ekki fór betur en svo að árið 1983 var honum rænt og almennt er talið að hann hafi verið bræddur niður og gullið selt. Það er nóg af gulli í nýja bikarnum. Um 5 af 6,5 kílógrömmunum eru 18 karata gull (um 75 prósent hreint). Eins og aðrir málmar sveiflast verðmæti gulls talsvert í verði og því getum við leikið okkur að því að áætla verðmæti gullsins á verðlagi dagsins í dag í þau 11 skipti sem hann hefur verið reistur til himins að loknum úrslitaleik HM. Í dag má reikna með að 16,2 milljónir króna fengjust fyrir gullið, svipað og á árunum 2010 og 2014, þrátt fyrir afar miklar verðsveiflur á milli móta, til dæmis miklar verðhækkanir 2011. Lágpunkturinn var í höndum Didier Deschamps í Frakklandi 1998 og Cafú í Suður-Kóreu og Japan 2002 þegar verðmætið var undir 5 milljónum króna. Árið 1974 var verðmæti gullsins 8,9 milljónir króna á verðlagi 2018. Hækkunin nemur því 83 prósentum, eða 1,4 prósenta raunávöxtun á ári. Þokkalegt, en kannski hægt að gera betur. Ef strákarnir okkar eru að velta fyrir sér að bræða gullið og selja yrði það þó ekki nema dropi í hafið sé litið til gullforða landsins, eða um 0,2 prósent aukning. Alþjóðlega skömmin sem óhjákvæmilega fylgdi væri varla þess virði. Skilaboðin okkar til strákanna ættu því að vera: Ekki gera það.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar