Innbrot og þjófnaður í Skeifunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. apríl 2018 06:32 Frá Skeifunni. Stöð 2 Ölvuð kona var handtekin í Skeifunni á áttunda tímanum í gærkvöldi. Að sögn lögreglu er hún grunuð um þjófnað eða hnupl og þá á hún jafnframt að hafa valdið einhverju tjóni á svæðinu. Hverju hún stal eða hvað hún skemmdi fylgir þó ekki sögunni. Þegar lögreglumenn höfðu afskipti af henni vildi konan hvorki gefa upp nafn sitt né kennitölu. Ákváðu lögreglumenn því að flytja hana í fangaklefa, þar sem hún hefur mátt sofa úr sér vímuna. Ætla má að hún verði yfirheyrð vegna málsins þegar líður á daginn. Skammt undan, í Faxafeni, var svo brotist inn þegar klukkan var að ganga 5 í morgun. Þar fór innbrotsþjófur, hugsanlega í slagtogi við aðra, inn í verslun og lét greipar sópa. Nákvæmlega hverju var stolið er ekki vitað á þessari stundu en tjónið verður metið síðar í dag. Þá ók ölvaður ökumaður á vegrið við gatnamót Hafravatnsvegar og Suðurlandsvegar um klukkan 20:30 í gærkvöldi. Hann keyrði af vettvangi en lögreglumönnum tókst að hafa hendur í hári hans skömmu síður. Þá kom á daginn að maðurinn hafði einnig valdið skemmdum á heimili sínu, lögreglan gefur þó ekki upp hvar það er til húsa. Sem fyrr segir er maðurinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna, áfengis eða lyfja, og hefur hann mátt dúsa í fangaklefa í nótt. Lögreglumál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Ölvuð kona var handtekin í Skeifunni á áttunda tímanum í gærkvöldi. Að sögn lögreglu er hún grunuð um þjófnað eða hnupl og þá á hún jafnframt að hafa valdið einhverju tjóni á svæðinu. Hverju hún stal eða hvað hún skemmdi fylgir þó ekki sögunni. Þegar lögreglumenn höfðu afskipti af henni vildi konan hvorki gefa upp nafn sitt né kennitölu. Ákváðu lögreglumenn því að flytja hana í fangaklefa, þar sem hún hefur mátt sofa úr sér vímuna. Ætla má að hún verði yfirheyrð vegna málsins þegar líður á daginn. Skammt undan, í Faxafeni, var svo brotist inn þegar klukkan var að ganga 5 í morgun. Þar fór innbrotsþjófur, hugsanlega í slagtogi við aðra, inn í verslun og lét greipar sópa. Nákvæmlega hverju var stolið er ekki vitað á þessari stundu en tjónið verður metið síðar í dag. Þá ók ölvaður ökumaður á vegrið við gatnamót Hafravatnsvegar og Suðurlandsvegar um klukkan 20:30 í gærkvöldi. Hann keyrði af vettvangi en lögreglumönnum tókst að hafa hendur í hári hans skömmu síður. Þá kom á daginn að maðurinn hafði einnig valdið skemmdum á heimili sínu, lögreglan gefur þó ekki upp hvar það er til húsa. Sem fyrr segir er maðurinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna, áfengis eða lyfja, og hefur hann mátt dúsa í fangaklefa í nótt.
Lögreglumál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira