Réttið hlut ljósmæðra! Vésteinn Valgarðsson skrifar 19. apríl 2018 07:00 Ef hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum sækir sér framhaldsmenntun og sérhæfir sig sem ljósmóðir, lækkar hún í launum. Hvaða barn sem er getur séð að þetta nær ekki nokkurri átt. Þegar ljósmæður reyndu að sækja sér kjarabætur með verkfalli 2015, var sett lögbann á verkfallið. Núna grípa þær örþrifaráðið: uppsagnir. Fyrir utan að launin séu órökrétt og óréttlát, þá þarf að staldra við hérna. Út í hvað erum við komin þegar ljósmæður segja unnvörpum upp störfum vegna bágra kjara? Halda ráðamenn að það verði erfitt fyrir þær að fá vinnu annars staðar? Halda ráðamenn að þeir geti fundið nýjar ljósmæður bara sisona? Það er pínlegt að hlusta á ráðamenn reyna að afsaka þrjósku sína. Fjármálaráðherra, sem sjálfur fékk veglega launahækkun nýlega og hreykir sér auk þess af góðri stöðu ríkissjóðs, sagði í ræðustóli Alþingis að launakröfur þeirra væru óásættanlegar. Það vil ég sjá áður en ég trúi því. Heilbrigðisráðherra útskýrði þetta með því að þær væru í BHM en ekki FÍH. Er í alvöru ætlast til þess að fólk taki mark á þessu? Það verður ekki varið með tækum rökum, að ljósmæður séu með lægri grunnlaun en hjúkrunarfræðingar og það verða varla sett lög sem banna uppsagnir. Þannig að uppsagnarfresturinn tifar og landsmenn eru í senn kvíðnir og fullir samúðar með málstað ljósmæðra. Ráðamenn, hættið að leika hörkutól. Það er óviðeigandi og ótrúverðugt. Semjið við ljósmæður og afstýrið þessu neyðarástandi.Höfundur er aðaltrúnaðarmaður á Landspítala fyrir SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Ef hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum sækir sér framhaldsmenntun og sérhæfir sig sem ljósmóðir, lækkar hún í launum. Hvaða barn sem er getur séð að þetta nær ekki nokkurri átt. Þegar ljósmæður reyndu að sækja sér kjarabætur með verkfalli 2015, var sett lögbann á verkfallið. Núna grípa þær örþrifaráðið: uppsagnir. Fyrir utan að launin séu órökrétt og óréttlát, þá þarf að staldra við hérna. Út í hvað erum við komin þegar ljósmæður segja unnvörpum upp störfum vegna bágra kjara? Halda ráðamenn að það verði erfitt fyrir þær að fá vinnu annars staðar? Halda ráðamenn að þeir geti fundið nýjar ljósmæður bara sisona? Það er pínlegt að hlusta á ráðamenn reyna að afsaka þrjósku sína. Fjármálaráðherra, sem sjálfur fékk veglega launahækkun nýlega og hreykir sér auk þess af góðri stöðu ríkissjóðs, sagði í ræðustóli Alþingis að launakröfur þeirra væru óásættanlegar. Það vil ég sjá áður en ég trúi því. Heilbrigðisráðherra útskýrði þetta með því að þær væru í BHM en ekki FÍH. Er í alvöru ætlast til þess að fólk taki mark á þessu? Það verður ekki varið með tækum rökum, að ljósmæður séu með lægri grunnlaun en hjúkrunarfræðingar og það verða varla sett lög sem banna uppsagnir. Þannig að uppsagnarfresturinn tifar og landsmenn eru í senn kvíðnir og fullir samúðar með málstað ljósmæðra. Ráðamenn, hættið að leika hörkutól. Það er óviðeigandi og ótrúverðugt. Semjið við ljósmæður og afstýrið þessu neyðarástandi.Höfundur er aðaltrúnaðarmaður á Landspítala fyrir SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar