Hreinar strendur – alltaf Bjarni Bjarnason skrifar 19. apríl 2018 07:00 Á ársfundi Orkuveitu Reykjavíkur í síðustu viku lýsti ég því yfir að markmið Veitna, dótturfélags OR sem rekur fráveituna, væri að strendur Reykjavíkur verði hreinar – alltaf. Hér skýri ég nánar hvað við er að etja og hvað þarf til.Strandbyltingin Fráveita Reykjavíkur er 109 ára gömul, jafngömul vatnsveitunni enda getur hvorug veitan án hinnar verið. Lengst af var fráveitukerfið einfalt, lagnir lágu frá húsum undan halla til sjávar. Þær sameinuðust og í flæðarmálinu rann skólpið óheft og óhreinsað. Þegar verst lét voru útrásir skólpsins 52 í fjörum Reykjavíkur. Um 1980 var ástandið óbærilegt og hönnun hófst á samtengdu skólp- og hreinsikerfi til að leysa vandann. Fráveitukerfið er enn einfalt. Skólpi er safnað í lögn sem ber það með hjálp dælustöðva í hreinsistöðvar. Í hreinsistöðvunum er skólpið grófhreinsað af rusli og fitu og því er dælt þaðan um fimm km út í Faxaflóann. Sjávarstraumar sjá til þess að umhverfisáhrif losunarinnar eru hverfandi. Fyrsta dælustöðin var tekin í notkun árið 1985 og svo koll af kolli. Borgarbúar kveinkuðu sér undan kostnaðinum, sem nam um 20 þúsund milljónum króna að núvirði, en fráveitan er væntanlega stærsta umhverfisfjárfesting Íslendinga. Fyrir þetta fé fékkst bylting í umhverfismálum, strendur Reykjavíkur urðu hreinar svo um munaði. Hreinar strendur – alltaf Hönnun fráveitukerfis Reykjavíkur tekur mið af 40 ára gömlum kröfum. Frá þeim tíma hefur sýn okkar á umhverfismál tekið stakkaskiptum. Rekstur og framtíðarsýn Veitna er skýr og þar má engan afslátt gefa. Veitur stefna að hreinum ströndum – alltaf. En hvað þarf til? Fráveitukerfið er barn síns tíma og sem dæmi má taka að dælustöðvarnar tíu eru allar þannig að stöðvist dælurnar, til dæmis vegna rafmagnsleysis eða bilunar, þá opnast neyðarrás sem hleypir skólpinu beint í sjóinn, óhreinsuðu. Sama á við ef stöðva þarf dælingu vegna viðhalds eða endurbóta. Það er enginn varabúnaður sem tekur við. Ef neyðarrásin hleypti ekki skólpinu til sjávar myndi hækka í öllum lögnum og skólpið kæmi upp um klósett og niðurföll í þeim húsum sem lægst standa. Aðgerðirnar Fyrst þarf ásetning um úrbætur og hann er fyrir hendi. Svo þarf hugmyndir að lausnum og af þeim er nóg. Sem dæmi má nefna að einungis um þriðjungur rennslisins í fráveitukerfinu er skólp, annar þriðjungur er rigning sem rennur í kerfið, t.d. um niðurföll og gegnum húslagnir af þökum. Þriðji hlutinn er svo bakvatn hitaveitunnar, sem leitt er í fráveituna þegar það er búið að hita húsin okkar. Lausnirnar mætti flokka þannig: Tvöföldun á rekstraröryggi með tveimur óháðum dælurásum í hverri dælustöð. Þá væri hægt að vinna við aðra dælurásina en hin ynni áfram. Þessi framkvæmd er dýr og tekur nokkur ár. Áður þarf að smíða færanlega dælustöð sem sinnir tímabundið hlutverki dælustöðvarinnar svo vinna megi að breytingunum án þess að hleypa þurfi í fjöruna á meðan. Síun á skólpi sem fer um neyðarrás þegar allt annað bregst svo blautklútarnir okkar, eyrnapinnarnir, túrtapparnir og dömubindin, sem eiga reyndar að fara í sorpið en ekki í klósettið, fari ekki í sjóinn. Endurhönnun hitaveitunnar svo draga megi úr hitaveituvatni í fráveitukerfinu. Í stað þess að hleypa bakvatni hitaveitunnar út í ræsin viljum við huga að fullnýtingu varmans í vatninu svo ekki þurfi að farga því í sjóinn. Útiloka regnvatn úr fráveitunni. Þetta felur meðal annars í sér það sem kallað er blágrænar ofanvatnslausnir. Þá er regnvatni safnað á gróið land og í tjarnir þar sem það sígur niður í jarðveginn eða gufar upp Að þessu samanlögðu, og öðru sem við höfum ekki komið auga á ennþá, er ég þess fullviss að markmiðinu um „hreinar strendur – alltaf“ verði náð innan fárra ára. Hvað það kostar er vandséð á þessari stundu. Orkuveitan og Veitur munu leggja metnað sinn í að kostnaður verði ávallt minni en ávinningurinn fyrir Reykvíkinga og önnur sveitarfélög sem fráveitan þjónar. Hvaða mælikvarða á að leggja á þennan samanburð kostnaðar og ávinnings veit ég ekki en lýðheilsa og hreint umhverfi verða í forgrunni.Höfundur er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Á ársfundi Orkuveitu Reykjavíkur í síðustu viku lýsti ég því yfir að markmið Veitna, dótturfélags OR sem rekur fráveituna, væri að strendur Reykjavíkur verði hreinar – alltaf. Hér skýri ég nánar hvað við er að etja og hvað þarf til.Strandbyltingin Fráveita Reykjavíkur er 109 ára gömul, jafngömul vatnsveitunni enda getur hvorug veitan án hinnar verið. Lengst af var fráveitukerfið einfalt, lagnir lágu frá húsum undan halla til sjávar. Þær sameinuðust og í flæðarmálinu rann skólpið óheft og óhreinsað. Þegar verst lét voru útrásir skólpsins 52 í fjörum Reykjavíkur. Um 1980 var ástandið óbærilegt og hönnun hófst á samtengdu skólp- og hreinsikerfi til að leysa vandann. Fráveitukerfið er enn einfalt. Skólpi er safnað í lögn sem ber það með hjálp dælustöðva í hreinsistöðvar. Í hreinsistöðvunum er skólpið grófhreinsað af rusli og fitu og því er dælt þaðan um fimm km út í Faxaflóann. Sjávarstraumar sjá til þess að umhverfisáhrif losunarinnar eru hverfandi. Fyrsta dælustöðin var tekin í notkun árið 1985 og svo koll af kolli. Borgarbúar kveinkuðu sér undan kostnaðinum, sem nam um 20 þúsund milljónum króna að núvirði, en fráveitan er væntanlega stærsta umhverfisfjárfesting Íslendinga. Fyrir þetta fé fékkst bylting í umhverfismálum, strendur Reykjavíkur urðu hreinar svo um munaði. Hreinar strendur – alltaf Hönnun fráveitukerfis Reykjavíkur tekur mið af 40 ára gömlum kröfum. Frá þeim tíma hefur sýn okkar á umhverfismál tekið stakkaskiptum. Rekstur og framtíðarsýn Veitna er skýr og þar má engan afslátt gefa. Veitur stefna að hreinum ströndum – alltaf. En hvað þarf til? Fráveitukerfið er barn síns tíma og sem dæmi má taka að dælustöðvarnar tíu eru allar þannig að stöðvist dælurnar, til dæmis vegna rafmagnsleysis eða bilunar, þá opnast neyðarrás sem hleypir skólpinu beint í sjóinn, óhreinsuðu. Sama á við ef stöðva þarf dælingu vegna viðhalds eða endurbóta. Það er enginn varabúnaður sem tekur við. Ef neyðarrásin hleypti ekki skólpinu til sjávar myndi hækka í öllum lögnum og skólpið kæmi upp um klósett og niðurföll í þeim húsum sem lægst standa. Aðgerðirnar Fyrst þarf ásetning um úrbætur og hann er fyrir hendi. Svo þarf hugmyndir að lausnum og af þeim er nóg. Sem dæmi má nefna að einungis um þriðjungur rennslisins í fráveitukerfinu er skólp, annar þriðjungur er rigning sem rennur í kerfið, t.d. um niðurföll og gegnum húslagnir af þökum. Þriðji hlutinn er svo bakvatn hitaveitunnar, sem leitt er í fráveituna þegar það er búið að hita húsin okkar. Lausnirnar mætti flokka þannig: Tvöföldun á rekstraröryggi með tveimur óháðum dælurásum í hverri dælustöð. Þá væri hægt að vinna við aðra dælurásina en hin ynni áfram. Þessi framkvæmd er dýr og tekur nokkur ár. Áður þarf að smíða færanlega dælustöð sem sinnir tímabundið hlutverki dælustöðvarinnar svo vinna megi að breytingunum án þess að hleypa þurfi í fjöruna á meðan. Síun á skólpi sem fer um neyðarrás þegar allt annað bregst svo blautklútarnir okkar, eyrnapinnarnir, túrtapparnir og dömubindin, sem eiga reyndar að fara í sorpið en ekki í klósettið, fari ekki í sjóinn. Endurhönnun hitaveitunnar svo draga megi úr hitaveituvatni í fráveitukerfinu. Í stað þess að hleypa bakvatni hitaveitunnar út í ræsin viljum við huga að fullnýtingu varmans í vatninu svo ekki þurfi að farga því í sjóinn. Útiloka regnvatn úr fráveitunni. Þetta felur meðal annars í sér það sem kallað er blágrænar ofanvatnslausnir. Þá er regnvatni safnað á gróið land og í tjarnir þar sem það sígur niður í jarðveginn eða gufar upp Að þessu samanlögðu, og öðru sem við höfum ekki komið auga á ennþá, er ég þess fullviss að markmiðinu um „hreinar strendur – alltaf“ verði náð innan fárra ára. Hvað það kostar er vandséð á þessari stundu. Orkuveitan og Veitur munu leggja metnað sinn í að kostnaður verði ávallt minni en ávinningurinn fyrir Reykvíkinga og önnur sveitarfélög sem fráveitan þjónar. Hvaða mælikvarða á að leggja á þennan samanburð kostnaðar og ávinnings veit ég ekki en lýðheilsa og hreint umhverfi verða í forgrunni.Höfundur er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar