Þjóðferjusiglingar til eyja við landið Karl Gauti Hjaltason skrifar 19. apríl 2018 07:00 Fyrir páska lagði ég fram frumvarp á Alþingi um þjóðferjuleiðir, þar sem ferjuleiðir eru skilgreindar til jafns við þjóðvegi landsins. Upphaf þessa máls er að Vestmannaeyingar hafa lengi kvartað yfir samgöngumálum sínum og fundist einkennilegt að þeirra „þjóðvegur“ fái ekki sömu þjónustu og aðrir þjóðvegir um landið. Brugðist er seinna við ef þessar leiðir lokast vegna bilana, ófærðar eða sandburðar og ekki síður á þetta við um gjaldtökuna, sem er oftast mun hærri en það kostar að aka samsvarandi vegarkafla á þjóðvegum landsins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir breytingu á vegalögum sem tekur til siglinga til byggðra eyja við landið. Þannig eru þessar leiðir sérstaklega skilgreindar og gert ráð fyrir að Vegagerðin haldi þeim opnum samkvæmt fyrir fram skilgreindum viðmiðum. Hér við land ætti þetta nýja frumvarp að koma íbúum á a.m.k. fjórum eyjum til góða. Fyrst ber að nefna Vestmannaeyjar þar sem búa yfir 4.000 manns og er löngu kominn tími til að samgöngur þangað fái ákveðinn sess í vegalögum, þar sem þær hafa hingað til verið hálfgert olnbogabarn. Frumvarpið kemur þó íbúum víðar við samanber Grímsey úti fyrir Eyjafirði, Hrísey í Eyjafirði og jafnframt falla hér undir siglingar til Flateyjar á Breiðafirði. Markmið frumvarpsins er að ákveðnar ferjuleiðir falli undir skilgreiningu vegalaga á þjóðvegi vegna sérstöðu sinnar. Lagt er til að þjóðferjuleiðum verði bætt við skilgreiningu vegalaga á þjóðvegum. Undir þessa nýju skilgreiningu falla þá ferjuleiðir sem tengja byggðar eyjar við vegakerfi landsins. Síðan kemur skilgreining á því að í samgönguáætlun skuli ákveða fjárveitingu vegna kostnaðar við ferjur sem þjónusta þjóðferjuleiðir, til flutnings á fólki og bifreiðum. Hér er nýtt hugtak, þjóðferjuleið, sem er þá á sama hátt og þjóðvegur leið til og frá byggðri eyju upp á meginlandið. Tekið er mið af niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis frá 2007, þar sem hann komst að þeirri eindregnu niðurstöðu að ferjur yrðu ekki skilgreindar sem þjóðvegir, þrátt fyrir að Herjólfur hefði hlutverk sem væri að nokkru marki eðlislíkt því hlutverki sem vegir hefðu almennt í samgöngum hér á landi. Því er mikilvægt að ráða bót á þessum ágalla hvað samgöngur til byggðra eyja hér við land áhrærir og skylda þannig ríkisvaldið til að standa að rekstri á ferjum á skilgreindum þjóðferjuleiðum í vegalögum. Vonir standa til þess að frumvarpið fái þinglega meðferð sem allra fyrst og það hljóti víðtækan stuðning, ekki síst meðal þingmanna þeirra kjördæma sem málið helst varðar, sem eru auk Suðurkjördæmis, Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi.Höfundur er þingmaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Fyrir páska lagði ég fram frumvarp á Alþingi um þjóðferjuleiðir, þar sem ferjuleiðir eru skilgreindar til jafns við þjóðvegi landsins. Upphaf þessa máls er að Vestmannaeyingar hafa lengi kvartað yfir samgöngumálum sínum og fundist einkennilegt að þeirra „þjóðvegur“ fái ekki sömu þjónustu og aðrir þjóðvegir um landið. Brugðist er seinna við ef þessar leiðir lokast vegna bilana, ófærðar eða sandburðar og ekki síður á þetta við um gjaldtökuna, sem er oftast mun hærri en það kostar að aka samsvarandi vegarkafla á þjóðvegum landsins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir breytingu á vegalögum sem tekur til siglinga til byggðra eyja við landið. Þannig eru þessar leiðir sérstaklega skilgreindar og gert ráð fyrir að Vegagerðin haldi þeim opnum samkvæmt fyrir fram skilgreindum viðmiðum. Hér við land ætti þetta nýja frumvarp að koma íbúum á a.m.k. fjórum eyjum til góða. Fyrst ber að nefna Vestmannaeyjar þar sem búa yfir 4.000 manns og er löngu kominn tími til að samgöngur þangað fái ákveðinn sess í vegalögum, þar sem þær hafa hingað til verið hálfgert olnbogabarn. Frumvarpið kemur þó íbúum víðar við samanber Grímsey úti fyrir Eyjafirði, Hrísey í Eyjafirði og jafnframt falla hér undir siglingar til Flateyjar á Breiðafirði. Markmið frumvarpsins er að ákveðnar ferjuleiðir falli undir skilgreiningu vegalaga á þjóðvegi vegna sérstöðu sinnar. Lagt er til að þjóðferjuleiðum verði bætt við skilgreiningu vegalaga á þjóðvegum. Undir þessa nýju skilgreiningu falla þá ferjuleiðir sem tengja byggðar eyjar við vegakerfi landsins. Síðan kemur skilgreining á því að í samgönguáætlun skuli ákveða fjárveitingu vegna kostnaðar við ferjur sem þjónusta þjóðferjuleiðir, til flutnings á fólki og bifreiðum. Hér er nýtt hugtak, þjóðferjuleið, sem er þá á sama hátt og þjóðvegur leið til og frá byggðri eyju upp á meginlandið. Tekið er mið af niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis frá 2007, þar sem hann komst að þeirri eindregnu niðurstöðu að ferjur yrðu ekki skilgreindar sem þjóðvegir, þrátt fyrir að Herjólfur hefði hlutverk sem væri að nokkru marki eðlislíkt því hlutverki sem vegir hefðu almennt í samgöngum hér á landi. Því er mikilvægt að ráða bót á þessum ágalla hvað samgöngur til byggðra eyja hér við land áhrærir og skylda þannig ríkisvaldið til að standa að rekstri á ferjum á skilgreindum þjóðferjuleiðum í vegalögum. Vonir standa til þess að frumvarpið fái þinglega meðferð sem allra fyrst og það hljóti víðtækan stuðning, ekki síst meðal þingmanna þeirra kjördæma sem málið helst varðar, sem eru auk Suðurkjördæmis, Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi.Höfundur er þingmaður Flokks fólksins
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar