Valur þarf stórleik frá aukaleikurunum Kristinn Páll Teitsson skrifar 19. apríl 2018 12:30 Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur mætast Deildarmeistarar Hauka taka á móti Val í fyrsta leik úrslita í Domino’s-deild kvenna á heimavelli í kvöld en vinna þarf þrjá leiki í úrslitaeinvíginu til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Haukakonur geta unnið meistaratitilinn í fjórða sinn í sögu félagsins, tveimur árum eftir að hafa horft á eftir titlinum til Snæfells eftir oddaleik en Valskonur eru að leika til úrslita í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tvisvar á undanförnum fimm árum hafa Valskonur fallið út í undanúrslitaeinvíginu eftir oddaleik en í ár komust þær yfir þröskuldinn og eru komnar í úrslitin. Fréttablaðið heyrði í Inga Þór Steinþórssyni, þjálfara Snæfells, til að rýna í einvígið en þetta verður í fyrsta sinn í fimm ár sem Snæfell er ekki í úrslitaeinvíginu. „Þetta verður barátta tveggja vel mannaðra liða, það eru mörg lítil einvígi inni á vellinum sem verður gaman að fylgjast með. Bæði liðin tóku smá dýfu í vetur en þetta eru tvö bestu liðin,“ segir Ingi. Í einvíginu mætast systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur. „Það er ansi magnað að Guðbjörg hefur yfirleitt ekki átt sína bestu daga gegn Helenu en Helena á yfirleitt frábæra leiki þegar þær systurnar mætast. Guðbjörg er nú orðin það reynd að hún lætur þetta ekki hafa áhrif á sig núna.“ Þetta verður fimmti leikur liðanna í vetur en Haukaliðið hefur unnið þrjá af fjórum hingað til. „Það mun reyna á Haukaliðið í þessu einvígi, þær munu sakna Dýrfinnu [Arnardóttur] á báðum endum vallarins,“ segir Ingi en Helena verður í lykilhlutverki. „Helena hefur verið að spila frábærlega, sérstaklega eftir að þau fengu Whitney Frazier inn. Hún hefur bætt Helenu því þær passa betur saman, Cherise Daniels var of lík henni og þær voru oft í raun að keppast um sömu hlutina,“ segir Ingi sem segir ekki auðvelt að stoppa Helenu. „Það er ekkert hægt að stoppa Helenu, ef þú tekur af henni skotið fer hún að dreifa boltanum því hún sér völlinn afar vel. Hún er frábær inni á vellinum og langbesti íslenski leikmaðurinn.“ Ingi segir að Valsliðið þurfi að fá framlag frá öllu liðinu til þess að skila sigrinum. „Valsliðið þarf að fá stórleiki frá fleiri stelpum, eins og þær hafa verið að fá, til að ná að leggja Haukaliðið. Í síðasta leiknum gegn Keflavík var Dagbjört [Dögg Karlsdóttir] frábær og Elín Sóley [Hrafnkelsdóttir] sem var ekki búin að ná sér á strik færði liðinu heilmikið. Þær þurfa á þessu að halda ef þær ætla að leggja Haukana,“ segir Ingi sem býst við mikilli spennu. „Ég á von á mjög skemmtilegu einvígi, ég held að það sé mikið hungur hjá báðum liðum til að klára tímabilið með titli.“ Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild kvenna Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
Deildarmeistarar Hauka taka á móti Val í fyrsta leik úrslita í Domino’s-deild kvenna á heimavelli í kvöld en vinna þarf þrjá leiki í úrslitaeinvíginu til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Haukakonur geta unnið meistaratitilinn í fjórða sinn í sögu félagsins, tveimur árum eftir að hafa horft á eftir titlinum til Snæfells eftir oddaleik en Valskonur eru að leika til úrslita í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tvisvar á undanförnum fimm árum hafa Valskonur fallið út í undanúrslitaeinvíginu eftir oddaleik en í ár komust þær yfir þröskuldinn og eru komnar í úrslitin. Fréttablaðið heyrði í Inga Þór Steinþórssyni, þjálfara Snæfells, til að rýna í einvígið en þetta verður í fyrsta sinn í fimm ár sem Snæfell er ekki í úrslitaeinvíginu. „Þetta verður barátta tveggja vel mannaðra liða, það eru mörg lítil einvígi inni á vellinum sem verður gaman að fylgjast með. Bæði liðin tóku smá dýfu í vetur en þetta eru tvö bestu liðin,“ segir Ingi. Í einvíginu mætast systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur. „Það er ansi magnað að Guðbjörg hefur yfirleitt ekki átt sína bestu daga gegn Helenu en Helena á yfirleitt frábæra leiki þegar þær systurnar mætast. Guðbjörg er nú orðin það reynd að hún lætur þetta ekki hafa áhrif á sig núna.“ Þetta verður fimmti leikur liðanna í vetur en Haukaliðið hefur unnið þrjá af fjórum hingað til. „Það mun reyna á Haukaliðið í þessu einvígi, þær munu sakna Dýrfinnu [Arnardóttur] á báðum endum vallarins,“ segir Ingi en Helena verður í lykilhlutverki. „Helena hefur verið að spila frábærlega, sérstaklega eftir að þau fengu Whitney Frazier inn. Hún hefur bætt Helenu því þær passa betur saman, Cherise Daniels var of lík henni og þær voru oft í raun að keppast um sömu hlutina,“ segir Ingi sem segir ekki auðvelt að stoppa Helenu. „Það er ekkert hægt að stoppa Helenu, ef þú tekur af henni skotið fer hún að dreifa boltanum því hún sér völlinn afar vel. Hún er frábær inni á vellinum og langbesti íslenski leikmaðurinn.“ Ingi segir að Valsliðið þurfi að fá framlag frá öllu liðinu til þess að skila sigrinum. „Valsliðið þarf að fá stórleiki frá fleiri stelpum, eins og þær hafa verið að fá, til að ná að leggja Haukaliðið. Í síðasta leiknum gegn Keflavík var Dagbjört [Dögg Karlsdóttir] frábær og Elín Sóley [Hrafnkelsdóttir] sem var ekki búin að ná sér á strik færði liðinu heilmikið. Þær þurfa á þessu að halda ef þær ætla að leggja Haukana,“ segir Ingi sem býst við mikilli spennu. „Ég á von á mjög skemmtilegu einvígi, ég held að það sé mikið hungur hjá báðum liðum til að klára tímabilið með titli.“
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild kvenna Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira