Samstaða um netöryggi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 19. apríl 2018 07:00 Þrátt fyrir að Ísland státi af toppeinkunn frá Alþjóðafjarskiptasambandinu í upplýsingatækni og fjarskiptum er enn langt í land með að við náum sömu stöðu í netöryggismálum. Þessu þarf að kippa í liðinn sem fyrst. Í skýrslu innanríkisráðherra frá 2015 eru nefnd fjögur meginmarkmið sem eiga að tryggja netöryggi: Meiri geta almennings, fyrirtækja og stjórnvalda til að verjast netógnum, aukið þol upplýsingakerfa til að bregðast við áföllum, löggjöf í samræmi við alþjóðlegar kröfur og skuldbindingar og hæfni lögreglu til að fást við glæpi tengda net- og upplýsingaöryggi. Á fundi Norðurlandaráðs á Akureyri í síðustu viku samþykkti forsætisnefnd ráðsins að beina þeim tilmælum til norrænna stjórnvalda að auka samstarf landanna á sviði netvarna og þá einnig samstarf við Eystrasaltsríkin. Þau ríki, sér í lagi Eistland, hafa náð hvað lengst á sviði netöryggis, en öndvegissetur NATO um netvarnir er staðsett í Tallinn. Þessi jákvæða tillaga var reyndar ekki samþykkt einróma því fulltrúar vinstriflokka í Norðurlandaráði, VG þar með talinn, studdu hana ekki. Vonandi hefur sú afstaða VG ekki áhrif á áherslur og áhuga ríkisstjórnar Íslands í þessum gríðarlega mikilvæga málaflokki. Það er þó ljóst að í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu ára er fátt bitastætt um netöryggi og þegar ég átti orðastað við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra um málið á Alþingi í síðustu viku staðfesti hann að ekki væri tekið nægilega á netöryggismálum í fjármálaáætluninni. Til að gæta sannmælis er rétt að geta þess að samgönguráðherra sagði líka að það yrði að taka á málinu í næstu fjármálaáætlun. Það er grundvallarkrafa að ríkisstjórn Íslands sé samstiga í að leita bestu hugsanlegu leiða til að tryggja netöryggi þjóðarinnar. Annars vegar með því samstarfi sem býðst við þjóðir sem fremst standa og hins vegar með því að tryggja nauðsynlegt fjármagn í málaflokkinn. Misvísandi skilaboð og hik þegar kemur að því að taka af skarið er ekki í boði.Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að Ísland státi af toppeinkunn frá Alþjóðafjarskiptasambandinu í upplýsingatækni og fjarskiptum er enn langt í land með að við náum sömu stöðu í netöryggismálum. Þessu þarf að kippa í liðinn sem fyrst. Í skýrslu innanríkisráðherra frá 2015 eru nefnd fjögur meginmarkmið sem eiga að tryggja netöryggi: Meiri geta almennings, fyrirtækja og stjórnvalda til að verjast netógnum, aukið þol upplýsingakerfa til að bregðast við áföllum, löggjöf í samræmi við alþjóðlegar kröfur og skuldbindingar og hæfni lögreglu til að fást við glæpi tengda net- og upplýsingaöryggi. Á fundi Norðurlandaráðs á Akureyri í síðustu viku samþykkti forsætisnefnd ráðsins að beina þeim tilmælum til norrænna stjórnvalda að auka samstarf landanna á sviði netvarna og þá einnig samstarf við Eystrasaltsríkin. Þau ríki, sér í lagi Eistland, hafa náð hvað lengst á sviði netöryggis, en öndvegissetur NATO um netvarnir er staðsett í Tallinn. Þessi jákvæða tillaga var reyndar ekki samþykkt einróma því fulltrúar vinstriflokka í Norðurlandaráði, VG þar með talinn, studdu hana ekki. Vonandi hefur sú afstaða VG ekki áhrif á áherslur og áhuga ríkisstjórnar Íslands í þessum gríðarlega mikilvæga málaflokki. Það er þó ljóst að í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu ára er fátt bitastætt um netöryggi og þegar ég átti orðastað við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra um málið á Alþingi í síðustu viku staðfesti hann að ekki væri tekið nægilega á netöryggismálum í fjármálaáætluninni. Til að gæta sannmælis er rétt að geta þess að samgönguráðherra sagði líka að það yrði að taka á málinu í næstu fjármálaáætlun. Það er grundvallarkrafa að ríkisstjórn Íslands sé samstiga í að leita bestu hugsanlegu leiða til að tryggja netöryggi þjóðarinnar. Annars vegar með því samstarfi sem býðst við þjóðir sem fremst standa og hins vegar með því að tryggja nauðsynlegt fjármagn í málaflokkinn. Misvísandi skilaboð og hik þegar kemur að því að taka af skarið er ekki í boði.Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar