Að missa dagvistunarpláss hefur mikil áhrif á tekjuöflun heimilisins Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. apríl 2018 19:00 Foreldrar stúlku gagnrýna úrræðaleysi hjá Reykjavíkurborg en nýverið missti dóttir þeirra dagvistunarpláss sem hefur sett framfærslumöguleika fjölskyldunnar í uppnám. Formaður skóla og -frístundaráðs segir unnið sé að því að auka á gæði þjónustunnar og öryggi foreldra. Hrefna Þórunn er fimmtán mánaða. Í febrúar síðastliðnum fékk hún pláss í daggæslu hjá dagmóður og en á þeim tíma var fæðingarorlofi foreldranna lokið og regla að komast á líf fjölskyldunnar. Þremur mánuðum síðar, eða í byrjun apríl hætti dagmóðirin störfum nær samstundis vegna óviðráðanlegra orsaka og missti Hrefna og þrjú önnur börn sem voru í sömu vistun, daggæsluplássin.Fjallað var um málið fyrst á Fréttablaðið.is í gær en þar gagnrýndu foreldrar Hrefnu úrræðaleysi Reykjavíkurborgar í daggæslumálum en nær ómögulegt er að fá pláss hjá dagforeldri og hefur þetta sett stórt strik rekstur heimilisins með tilheyrandi tekjumissi. „Það er ekkert hægt að gera fyrir okkur sem er svo leiðinlegt. Þegar svona kemur upp, dagmamman hættir fyrirvaralaust vegna veikinda, þá er ekkert verkferli sem tekur við og kemur á móts við foreldranna. Þetta eru fjórar fjölskyldur sem að lenda allt í einu í þessu,“ segir Ottó Gunnarsson, faðir Hrefnu. Foreldrarnir segja að svör frá borginni til þeirra og hinna foreldranna sé öll á sama veg. „Bara þetta er voða leiðinlegt og gangi ykkur vel, þetta er ekki okkar mál. Það eru bara allir að reyna að halda vinnum og sönsum einhvern veginn,“ segir Anna Karen Sigurðardóttir, móðir Hrefnu. Anna og Ottó undrast að samningur sem þau gerðu við dagmóðurina sé merktur Reykjavíkurborg en að ábyrgð borgarinnar sé engin þegar foreldrar lenda svo í stöðu sem þessari. „Eðlilegast þætti mér að Reykjavíkurborg myndi koma með einhverjar lausn. Þó það væri ekki nema bara létta undir fjárhagslega eða hjálpa okkur á einhvern hátt bara á meðan ástandið er. Á meðan við erum ekki að finna dagmömmu,“ segir Anna. Skúli Þór Helgason, formaður Skóla- og frístundasviðs ReykjavíkurborgarFormaður Skóla- og frístundaráðs segir að í borginni sé vinna í gangi við að fara kerfisbundið í gegnum þjónustu dagforeldra þar sem auka á gæði þjónustunnar og öryggi foreldra. „Þetta er eitt af því sem foreldrar hafa kvartað undan og haft miklar áhyggjur af að öryggi þjónustunnar sé svo lítið ef einhver óvænt til vik koma upp,“ segir Skúli Helgason, formaður Skóla og frístundaráð Reykjavíkurborgar. Útbúa á hvatakerfi til að ýta undir þá þróun að dagforeldrar vinni í auknu mæli tveir og tveir saman. Borgin mun þá mögulega leggja til húsnæði eða aðstöðuframlag. Skúli segir vinnuna mjög langt komna. „Ég reikna með að það muni bara verða lagt fyrir skóla- og frístundaráð strax í byrjun maí þannig að við getum innleitt þetta mjög fljótlega í kjölfarið,“ segir Skúli. Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Foreldrar stúlku gagnrýna úrræðaleysi hjá Reykjavíkurborg en nýverið missti dóttir þeirra dagvistunarpláss sem hefur sett framfærslumöguleika fjölskyldunnar í uppnám. Formaður skóla og -frístundaráðs segir unnið sé að því að auka á gæði þjónustunnar og öryggi foreldra. Hrefna Þórunn er fimmtán mánaða. Í febrúar síðastliðnum fékk hún pláss í daggæslu hjá dagmóður og en á þeim tíma var fæðingarorlofi foreldranna lokið og regla að komast á líf fjölskyldunnar. Þremur mánuðum síðar, eða í byrjun apríl hætti dagmóðirin störfum nær samstundis vegna óviðráðanlegra orsaka og missti Hrefna og þrjú önnur börn sem voru í sömu vistun, daggæsluplássin.Fjallað var um málið fyrst á Fréttablaðið.is í gær en þar gagnrýndu foreldrar Hrefnu úrræðaleysi Reykjavíkurborgar í daggæslumálum en nær ómögulegt er að fá pláss hjá dagforeldri og hefur þetta sett stórt strik rekstur heimilisins með tilheyrandi tekjumissi. „Það er ekkert hægt að gera fyrir okkur sem er svo leiðinlegt. Þegar svona kemur upp, dagmamman hættir fyrirvaralaust vegna veikinda, þá er ekkert verkferli sem tekur við og kemur á móts við foreldranna. Þetta eru fjórar fjölskyldur sem að lenda allt í einu í þessu,“ segir Ottó Gunnarsson, faðir Hrefnu. Foreldrarnir segja að svör frá borginni til þeirra og hinna foreldranna sé öll á sama veg. „Bara þetta er voða leiðinlegt og gangi ykkur vel, þetta er ekki okkar mál. Það eru bara allir að reyna að halda vinnum og sönsum einhvern veginn,“ segir Anna Karen Sigurðardóttir, móðir Hrefnu. Anna og Ottó undrast að samningur sem þau gerðu við dagmóðurina sé merktur Reykjavíkurborg en að ábyrgð borgarinnar sé engin þegar foreldrar lenda svo í stöðu sem þessari. „Eðlilegast þætti mér að Reykjavíkurborg myndi koma með einhverjar lausn. Þó það væri ekki nema bara létta undir fjárhagslega eða hjálpa okkur á einhvern hátt bara á meðan ástandið er. Á meðan við erum ekki að finna dagmömmu,“ segir Anna. Skúli Þór Helgason, formaður Skóla- og frístundasviðs ReykjavíkurborgarFormaður Skóla- og frístundaráðs segir að í borginni sé vinna í gangi við að fara kerfisbundið í gegnum þjónustu dagforeldra þar sem auka á gæði þjónustunnar og öryggi foreldra. „Þetta er eitt af því sem foreldrar hafa kvartað undan og haft miklar áhyggjur af að öryggi þjónustunnar sé svo lítið ef einhver óvænt til vik koma upp,“ segir Skúli Helgason, formaður Skóla og frístundaráð Reykjavíkurborgar. Útbúa á hvatakerfi til að ýta undir þá þróun að dagforeldrar vinni í auknu mæli tveir og tveir saman. Borgin mun þá mögulega leggja til húsnæði eða aðstöðuframlag. Skúli segir vinnuna mjög langt komna. „Ég reikna með að það muni bara verða lagt fyrir skóla- og frístundaráð strax í byrjun maí þannig að við getum innleitt þetta mjög fljótlega í kjölfarið,“ segir Skúli.
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira