Að missa dagvistunarpláss hefur mikil áhrif á tekjuöflun heimilisins Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. apríl 2018 19:00 Foreldrar stúlku gagnrýna úrræðaleysi hjá Reykjavíkurborg en nýverið missti dóttir þeirra dagvistunarpláss sem hefur sett framfærslumöguleika fjölskyldunnar í uppnám. Formaður skóla og -frístundaráðs segir unnið sé að því að auka á gæði þjónustunnar og öryggi foreldra. Hrefna Þórunn er fimmtán mánaða. Í febrúar síðastliðnum fékk hún pláss í daggæslu hjá dagmóður og en á þeim tíma var fæðingarorlofi foreldranna lokið og regla að komast á líf fjölskyldunnar. Þremur mánuðum síðar, eða í byrjun apríl hætti dagmóðirin störfum nær samstundis vegna óviðráðanlegra orsaka og missti Hrefna og þrjú önnur börn sem voru í sömu vistun, daggæsluplássin.Fjallað var um málið fyrst á Fréttablaðið.is í gær en þar gagnrýndu foreldrar Hrefnu úrræðaleysi Reykjavíkurborgar í daggæslumálum en nær ómögulegt er að fá pláss hjá dagforeldri og hefur þetta sett stórt strik rekstur heimilisins með tilheyrandi tekjumissi. „Það er ekkert hægt að gera fyrir okkur sem er svo leiðinlegt. Þegar svona kemur upp, dagmamman hættir fyrirvaralaust vegna veikinda, þá er ekkert verkferli sem tekur við og kemur á móts við foreldranna. Þetta eru fjórar fjölskyldur sem að lenda allt í einu í þessu,“ segir Ottó Gunnarsson, faðir Hrefnu. Foreldrarnir segja að svör frá borginni til þeirra og hinna foreldranna sé öll á sama veg. „Bara þetta er voða leiðinlegt og gangi ykkur vel, þetta er ekki okkar mál. Það eru bara allir að reyna að halda vinnum og sönsum einhvern veginn,“ segir Anna Karen Sigurðardóttir, móðir Hrefnu. Anna og Ottó undrast að samningur sem þau gerðu við dagmóðurina sé merktur Reykjavíkurborg en að ábyrgð borgarinnar sé engin þegar foreldrar lenda svo í stöðu sem þessari. „Eðlilegast þætti mér að Reykjavíkurborg myndi koma með einhverjar lausn. Þó það væri ekki nema bara létta undir fjárhagslega eða hjálpa okkur á einhvern hátt bara á meðan ástandið er. Á meðan við erum ekki að finna dagmömmu,“ segir Anna. Skúli Þór Helgason, formaður Skóla- og frístundasviðs ReykjavíkurborgarFormaður Skóla- og frístundaráðs segir að í borginni sé vinna í gangi við að fara kerfisbundið í gegnum þjónustu dagforeldra þar sem auka á gæði þjónustunnar og öryggi foreldra. „Þetta er eitt af því sem foreldrar hafa kvartað undan og haft miklar áhyggjur af að öryggi þjónustunnar sé svo lítið ef einhver óvænt til vik koma upp,“ segir Skúli Helgason, formaður Skóla og frístundaráð Reykjavíkurborgar. Útbúa á hvatakerfi til að ýta undir þá þróun að dagforeldrar vinni í auknu mæli tveir og tveir saman. Borgin mun þá mögulega leggja til húsnæði eða aðstöðuframlag. Skúli segir vinnuna mjög langt komna. „Ég reikna með að það muni bara verða lagt fyrir skóla- og frístundaráð strax í byrjun maí þannig að við getum innleitt þetta mjög fljótlega í kjölfarið,“ segir Skúli. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Foreldrar stúlku gagnrýna úrræðaleysi hjá Reykjavíkurborg en nýverið missti dóttir þeirra dagvistunarpláss sem hefur sett framfærslumöguleika fjölskyldunnar í uppnám. Formaður skóla og -frístundaráðs segir unnið sé að því að auka á gæði þjónustunnar og öryggi foreldra. Hrefna Þórunn er fimmtán mánaða. Í febrúar síðastliðnum fékk hún pláss í daggæslu hjá dagmóður og en á þeim tíma var fæðingarorlofi foreldranna lokið og regla að komast á líf fjölskyldunnar. Þremur mánuðum síðar, eða í byrjun apríl hætti dagmóðirin störfum nær samstundis vegna óviðráðanlegra orsaka og missti Hrefna og þrjú önnur börn sem voru í sömu vistun, daggæsluplássin.Fjallað var um málið fyrst á Fréttablaðið.is í gær en þar gagnrýndu foreldrar Hrefnu úrræðaleysi Reykjavíkurborgar í daggæslumálum en nær ómögulegt er að fá pláss hjá dagforeldri og hefur þetta sett stórt strik rekstur heimilisins með tilheyrandi tekjumissi. „Það er ekkert hægt að gera fyrir okkur sem er svo leiðinlegt. Þegar svona kemur upp, dagmamman hættir fyrirvaralaust vegna veikinda, þá er ekkert verkferli sem tekur við og kemur á móts við foreldranna. Þetta eru fjórar fjölskyldur sem að lenda allt í einu í þessu,“ segir Ottó Gunnarsson, faðir Hrefnu. Foreldrarnir segja að svör frá borginni til þeirra og hinna foreldranna sé öll á sama veg. „Bara þetta er voða leiðinlegt og gangi ykkur vel, þetta er ekki okkar mál. Það eru bara allir að reyna að halda vinnum og sönsum einhvern veginn,“ segir Anna Karen Sigurðardóttir, móðir Hrefnu. Anna og Ottó undrast að samningur sem þau gerðu við dagmóðurina sé merktur Reykjavíkurborg en að ábyrgð borgarinnar sé engin þegar foreldrar lenda svo í stöðu sem þessari. „Eðlilegast þætti mér að Reykjavíkurborg myndi koma með einhverjar lausn. Þó það væri ekki nema bara létta undir fjárhagslega eða hjálpa okkur á einhvern hátt bara á meðan ástandið er. Á meðan við erum ekki að finna dagmömmu,“ segir Anna. Skúli Þór Helgason, formaður Skóla- og frístundasviðs ReykjavíkurborgarFormaður Skóla- og frístundaráðs segir að í borginni sé vinna í gangi við að fara kerfisbundið í gegnum þjónustu dagforeldra þar sem auka á gæði þjónustunnar og öryggi foreldra. „Þetta er eitt af því sem foreldrar hafa kvartað undan og haft miklar áhyggjur af að öryggi þjónustunnar sé svo lítið ef einhver óvænt til vik koma upp,“ segir Skúli Helgason, formaður Skóla og frístundaráð Reykjavíkurborgar. Útbúa á hvatakerfi til að ýta undir þá þróun að dagforeldrar vinni í auknu mæli tveir og tveir saman. Borgin mun þá mögulega leggja til húsnæði eða aðstöðuframlag. Skúli segir vinnuna mjög langt komna. „Ég reikna með að það muni bara verða lagt fyrir skóla- og frístundaráð strax í byrjun maí þannig að við getum innleitt þetta mjög fljótlega í kjölfarið,“ segir Skúli.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira