Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2018 22:02 Hratt hefur gengið á Grænlandsjökul undanfarna áratugi eftir því sem loftið og hafið hlýnar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Vísir/AFP Ískjarnarannsóknir á vestanverðu Grænlandi benda til þess að ísinn þar bráðni nú hraðar en hann hefur gert í að minnsta kosti 450 ár og líklega í allt að þúsundir ára. Bráðnun Grænlandsjökuls hækkar yfirborð sjávar nú þegar um allt að millímetra á ári. Hópur vísindamanna frá fjórum bandarískum háskólum boruðu og tóku sjö þrjátíu metra langa ískjarna úr hluta jökulsins þar sem ísinn bráðnar á sumrin en bráðnunarvatnið rennur ekki út í sjó heldur sjatnar ofan í ísinn og frýs aftur. Þessi lög bráðnunarvatns sem hefur frosið aftur eru greinileg í ískjörnunum. Vísindamennirnir notuðu þau til þess að greina hversu mikið jökullinn hefur bráðnað og breytingar sem hafa orðið á bráðnuninni í gegnum aldirnar, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Þegar kjarnarnir voru bornir saman við aðra sem voru teknir á 10. áratug síðustu aldar og langan kjarna sem nær allt aftur til ársins 1547 kom í ljós að önnur eins bráðnun og nú á sér stað hefur ekki sést í 450 ár. Grein um rannsóknina birtist í tímaritinu Geophysical Research Letters.Líklega ekki gerst í 7.000-8.000 árErich Osterberg, jöklafræðingur frá Dartmouth-háskóla, segir að líklega sé hraði bráðnunarinnar nú enn fordæmalausari. „Síðast þegar var eins hlýtt og nú fengum við mun meiri geislun frá sólinni vegna sporbrautar jarðarinnar og það var sennilega fyrir [7.000] eða 8.000 árum,“ segir hann. Orsakir slíkar bráðnunar virðast hafa verið óvenjuhlýr sjór umhverfis Grænland og svonefndar fyrirstöðuhæðir sem héldu hlýju lofti yfir jöklinum. Rannsókn vísindamannanna nú bendir hins vegar til þess að bráðnunin fyrr á tímum hafi ekki verið eins mikil og nú. Sú hnattræna hlýnun sem hefur átt sér stað síðustu rúmu öldina valdi hraðari bráðnun nú. Gríðarlegt magn ferskvatns er bundið í Grænlandsjökli. Bráðnaði ísinn allur hækkaði hann yfirborð sjávar um sex metra. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00 Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Sjá meira
Ískjarnarannsóknir á vestanverðu Grænlandi benda til þess að ísinn þar bráðni nú hraðar en hann hefur gert í að minnsta kosti 450 ár og líklega í allt að þúsundir ára. Bráðnun Grænlandsjökuls hækkar yfirborð sjávar nú þegar um allt að millímetra á ári. Hópur vísindamanna frá fjórum bandarískum háskólum boruðu og tóku sjö þrjátíu metra langa ískjarna úr hluta jökulsins þar sem ísinn bráðnar á sumrin en bráðnunarvatnið rennur ekki út í sjó heldur sjatnar ofan í ísinn og frýs aftur. Þessi lög bráðnunarvatns sem hefur frosið aftur eru greinileg í ískjörnunum. Vísindamennirnir notuðu þau til þess að greina hversu mikið jökullinn hefur bráðnað og breytingar sem hafa orðið á bráðnuninni í gegnum aldirnar, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Þegar kjarnarnir voru bornir saman við aðra sem voru teknir á 10. áratug síðustu aldar og langan kjarna sem nær allt aftur til ársins 1547 kom í ljós að önnur eins bráðnun og nú á sér stað hefur ekki sést í 450 ár. Grein um rannsóknina birtist í tímaritinu Geophysical Research Letters.Líklega ekki gerst í 7.000-8.000 árErich Osterberg, jöklafræðingur frá Dartmouth-háskóla, segir að líklega sé hraði bráðnunarinnar nú enn fordæmalausari. „Síðast þegar var eins hlýtt og nú fengum við mun meiri geislun frá sólinni vegna sporbrautar jarðarinnar og það var sennilega fyrir [7.000] eða 8.000 árum,“ segir hann. Orsakir slíkar bráðnunar virðast hafa verið óvenjuhlýr sjór umhverfis Grænland og svonefndar fyrirstöðuhæðir sem héldu hlýju lofti yfir jöklinum. Rannsókn vísindamannanna nú bendir hins vegar til þess að bráðnunin fyrr á tímum hafi ekki verið eins mikil og nú. Sú hnattræna hlýnun sem hefur átt sér stað síðustu rúmu öldina valdi hraðari bráðnun nú. Gríðarlegt magn ferskvatns er bundið í Grænlandsjökli. Bráðnaði ísinn allur hækkaði hann yfirborð sjávar um sex metra.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00 Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Sjá meira
Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55
Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54
Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00
Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55